Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 19
N. Kv. UM AUÐNIR OG ÁRHEIMA 137 vestan árinnar, og eru víðfrægar fyrir feg- urð. Silfurtærar fossandi lindir streyma þar Jram af hamrastöllum og niður hjalla og hlíðar, og skipta í skákir landinu, sem er þakið birkigróðri og fjöllitu blómskrúði. En inn á miilli eru rjóður, kafloðin höll og balar. Eru mikil viðbrigði að koma ofan úr auðninni og niður í þessa frjóu furðuheima. Því miður naut ég ekki þessarar sjónar sem ég hefði viljað, sakir rökkursins, sem nú færðist óðum yfir. Eg hugðist stytta mér leið norður Forvöð- in með því, að sniðsker^ hlíðina út og nið- ur á jafnsléttuna. En ég misreiknaði að- stæðurnar, og olli því aðallega hve skugg- sýnt var orðið. Ég hafði ekki farið lengi er mér varð Ijóst, að þessi leið var mjög tor- sótt. Skógurinn í hlíðinni var svo þéttur, að afar erfitt var að komast í gegnum hann. Auk þess urðu fyrir mér djúpir grafningar, og smáklettabelti, sem ég ekki sá fyrr en ég hékk í trjágreinunum framan í þeim. Gat þetta orðið mér skeinuhætt. Eg sneri því við og braut mér leið suður úr skógarþykkn- inu, og þakkaði þeim drottni, sem þessa dýrð hefur skapað, að komast slysalaust til sama lands aftur. Lagði ég því næst leið mína þráðbeint niður að Jökulsá, á milli skógarjaðarins og hamranna að sunnan, og joótti mér það full bratt. Hélt ég svo áfram norður með ánni, og var þar allt mýkra undir fæti en verið hafði. Dagskímaú entist mér aðeins norður úr For- vöðunum. Tekur þar við gróið heiðarland. Eg fór fram hjá ýmsu fögru og athyglis- verðu í Forvöðunum, m. a. Vígabergi, sem var á vinstri hönd við mig, einstakur, cinkennilegur klettastapi og allhár. Þar í helli einum, herma þjóðsagnir, átti Grettir 'ismundsson að liafa hafzt við um stiuid. Ef til vill er það þessi staður sem skáldið hef- ur í huga er það kveður: „Á klettinn ég settist við kalda Jökulsá, lífsmynd þína, Grettir, ég lifandi sá.“ Gretti liefur einhvers staðar liðið ver en þarna, og haft kuldalegra útsýni. Annars var nú allt að hyljast næturmyrkrinu, svo að aðeins sá ég ógerla það sem nálægt vegi mínum vai, en gat ekkert greint hið fjarlæg- asta, utan mót hauðurs og himins, einhvers staðar langt í burtu. Hlý sallarigning var nú komin, og var enn myrkara fyrir það. Ekki veit ég hver náttstaður minn hefði orðið, ef ekki hefði viljað svo vel til, að ég hitti á bílaslóð norðast í Forvöðunum, og þar sem ég þóttist vita að hún lægi til byggða, þá ákvað ég að sjálfsögðu að fylgja henni. En þar sem hún stefndi norður heiði eða ef til vill lítið eitt austur á við, þá varð ég nú að yfirgefa árgilið, sem þarna tekur Janga en mjúka sveigju vestur á bóginn, enda var ekkert lengur að sjá fyrir mig, eins og á stóð. Eg fylgdi bílaslóðinni, og áður en ég hafði farið langt, þá sá ég dauft ljós fram- undan, en ekki gat ég greint hversu fjarlægt það var. Vissi ég að það hlaut að vera á Haf- ursstöðum, sem er bær í heiðinni inn af Ox- arfirði, og þangað hafði ég alltaf ætlað mér að ná. Reyndi ég nú að herða gönguna, en það var hægara sagt en gert. Fæturnir hófu þá blátt áfram verkfall. Eg hnaut um hverja mishæð, og jafnvel viðargreinar sem fyrir urðu. Olli því hvorttveggja þreyta og nátt- blinda. Varð ég því að sætta mig við að fara hægt og feta hjólförin. Ljósið smáskírðist, en löng fannst mér leiðin úr Forvöðunum og heim að Hafurs- stöðum, og mun þó ekki vera nema 5 km,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.