Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 24
142 SÖKKU- OG SYÐRA-HVARFSÆTTIR N.Kv. um jafnræði með þeim vera. Þá var það, að þessi vísa var kveðin: ÞaS er bæSi mál og mas manna hér á landi. Kvöl er aS sjá hana Karitas kúra hjá honum Brandi. Og það var ekki lengi, sem Karitas kúrði lijá Brandi. Hún tók til sinna ráða, þessi ástsvikna kona, og gekk frá Guðbrandi bónda sínum, sumir segja eftir brúðkaups- nóttina, aðrir segja eftir þriggja nátta sam- búð við mann sinn og hafði aldrei á því tímabili farið af klæðum. Síðar giftist Kari- tas Erlendi Sigurðssyni, háskólagengnum lögfræðingi. Þau bjuggu á Brekkum í Skaga- firði. Erlendur fékk ekki gott orð, og sagt er að hann léki konu sína hart. Hún veikt- ist á geðsmunum og lézt og þá eigi allgömul. Son áttu þau Karitas, er Vigfús hét og upp komst. Hann var dæmdur í tugthúsið í Reykjavík fyrir stuld. Varð ekki gamall. Drukknaði fyrir sunnan land ásamt öðrum sekum rnanni. Hafði þeim tekizt að brjótast úr fangelsinu, náðu bát og fóru þá enn að stuldum, og drukknuðu í þeirri ferð. Þegar litið er yfir æviferil Karitasar Sig- urðardóttur, gegnum dökkva fjarlægðarinn- ar, verður manni ljóst, að lífshamingja og veraidargengi verður henni lítt fylgisamt. Það er hrakför á hrakför ofan og þær svo tíðar og langsamar, að naumast verða sleit- ur á milli. Orsakirnar til þess, að svona fór, eru sennilega margar. En ykkur, afkomend- um þessarar raunakonu og öðrum þeim, er lesa kunna línur þessar, ætla ég þann hlut að uppgötva og skýra, hver voru atvik og orsakir til þess, að örlagaþunginn varð henni óbær, svo að hún hneig til jarðar veik á sálu og líkama. Fáir hugsa of mikið. Flestir hugsa of lítið. Að hugsa er að lifa. Að hugsa ekki er sama og dauði. En munið það, herrar og frúr: Farið ætíð mjúkum og mildum höndum um minningar einstakra manna og horfinna kynslóða. Af því sem hér er komið, má sjá, að Björn á Syðra-Hvarfi varð eina barn Karitasar Sigurðardóttur, er til þroska komst. Hann er og verður að vísu ættlaus í föðurkyn, þó aldir líði, vegna þess að öllum er dulið fað- ernið. Menn vita aðeins hver móðir hans var og móðurkyn Björns, og er sagt frá því hér að framan í helztu atriðum. Björn þótti liæfileikamaður, greindur vel og hagur til allra venjulegra starfa. En ekki laus við undirhyggju, og þó ráðhollur og tryggur vinum sínum. Björn var tvíkvæntur. Hét fyrri kona hans Valgerður. Þeirra sonur var Jónas Björns- son, er lengi bjó á Kóngsstöðum í Skíðadal. Kona Jónasar var Sigríður Stefánsdóttir Arnfinnssonar. Börn þeirra voru er upp komust: 1. Jón, síðar bóndi á Kóngsstöðum. 2. Stefán, kvæntist ekki. 3. Jónas, bjó í Sauðárkoti á Ufsaströnd. 4. Valgerður, hús- freyja á Hverhóli. 5. María, seinni kona Sveins Jónssonar í Efstakoti á Ufsaströnd. 6. Anna er átti Jón Bjarnason gullsmið frá Grund. Bjuggu á Kóngsstöðum. Þeirra börn er upp komust: Skarphéðinn, Albert og Sig- ríður. Skarphéðinn átti Rósu Kristjánsdótt- ur. Hann varð líkþrár á þrítugsaldri og lézt af þeim sjúkdómi 36 ára gamall. Fæddur atgervismaður. Albert lærði gullsmíði ung- ur, en vann lengst að húsbyggingum og þá helzt hinna stærri og vandaðri bygginga. Lagði á flest gjörva hönd, og mjög list- Jmeigður maður. Bjó síðast og lézt í Reykja- vílc og þá allgamall. Kona hans var Hólm- fríður Matthíasardóttir. Sigríður átti Björn Björnsson frá Atlastöðum. Þau bjuggu fyrst á Hæringsstöðum, þá á Sandá og síðast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.