Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 46
164 N.Kv. SKRIÐUFÖLL í NORÐURÁRDAL verið í AusLurdal, eins og muniímæli herma þó. Hið gamla heiti, „við Austurdali“, á byggðinni frá Norðurárdal til Austurdals, gefur til kynna, að hinn fyrrnefndi hafi stundum átt samheiti við hinn síðarnefnda, í rýmri merkingu. Læt ég svo aðra um að meta, hvor staður- inn er líklegri. En að minr.i hyggju er þarna fundin skýringin á því, hvers vegna bæirnir á Norðurárdalnum breyttu um nafn, að staðirnir þar tveir urðu að Kotum, eins og Olafur Lárusson prófessor orðar það ein- hvers staðar. Og að jafnframt sé upplýstur einn kapítuli í sögu þessara liæja. í fljótu bragði kann það að þykja með ólíkindum, að stórfelld skriðuhlaup verði nema einu sinni á sama stað, að hið fyrra hljóti að taka með sér allt lauslegt sem á vegi þess verður, og að lítið verði til í það næsta. Þetta er efalaust rétt sé sorfið nið- ur á fastan grundvöll. En það er ekki alltaf. Hitt mun tíðara að aðeins efsta lag jarð- vegsins, að vísu mismunandi þykkt, fari af stað, einkum ef klaki er ekki með öllu horf- inn úr jörðu. Eftir getur orðið allþykkt moldar- eða grjótlag, sem svo grær upp, samfara þeirri jarðvegsmyndun, sem verð- ur þar með líðandi árurn. Og mun það ekki vera nokkuð að vöxtunr á 340 árum? Auk þessa brotna björg, klettar molna og steinar iosna úr læðingi jarðar fyrir áhrif vatns og veðra, einkum úr barmabröttum giljum og gljúpum lækjarfarvegum. Allt þetta tilheyr- ir hinu seinna hlaupi. Þá þurfti og meginþungi skriðufallanna 1612 ekki að hafa orðið alveg á sama stað og nú var, — sé gert ráð fyrir að þau hafi orðið hjá Kotum, — og þó orðið jörðinni að falli í bili. Land Kota er allstórt, og sann- leikurinn er sá, að mikinn minni hluta þess hefur flóðið nú flætt yfir. Túnið hefur orð- ið langharðast úti. Svo þurfti ekki að hafa verið 1612, — ef bærinn hefur þá staðið þar sem harm er nú. Það má ef til vill segja, að lítil harmabót sé það fyrir fjölskylduna á Fremri-Kotum dð vekja hjá henni geig og grun um, að sag- an kunni að endurtaka sig, þó ekki sé oftar en á 3—4 alda fresti. Vildi ég sízt verða íil að vekja þann ótta. En nokkra huggun og traust mætti þá veita vitneskjan sú, að hafi skriðuföllin 1612 orðið þarna, þá greri það sár, jörðin endurbyggðist, og hefur senni- lega aldrei verið búið stærra þarna en nú siðustu árin. Og svo á vonandi enn eftir að verða. Frjómagn íslenzkrar moldar er víða mikið, og það er alkunnugt, að sumar aur- skriður eru fljótar að gróa upp og verða að grænni fold. UM AUGLÝSINGAR Öllum þeim, sem auglýst hafa í þess- um árgangi, senclum við að áramót- um beztu kveðjur og þakkir fyrir við- skiptin. Vœntum við þess, að þau við- skipti megi enn lialda áfram báðum aðilum til gagns. Þá viljum við vekja athygli lesenda ritsins á auglýsingun- um og leyfum okkur að biðja þá að kynna sér efni þeirra, áður en þeir á- kveða viðskipti sín. Ú T G E F E N D U R.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.