Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 27
N. Kv. SOKKU- OG SYÐRA-HVARFSÆTTIR 145 dvöl um sinn. Árið 1887 fluttu þau að Sandá og hófu að búa þar, líklega með litl- um efnum, en þó eigi með öllu öreigar. Voru á þeim árum harðindi mikil um Norðurland og bjargræðisvegir alþýðu hin- ir bágbornustu. Jörðin Sandá rýrðarbýli bæði um heyfeng og hagbeit. Var og illa í sveit sett og fátt til.gæða. Brátt jukust þó efni þeirra Stefáns og Onnu þar á Sandá, enda ósleitilega að störfum gengið af beggja hálfu, svo að bjargvænlegar urðu ástæður þeirra eftir fáein búskaparár. Varð Stefán þess umkominn efnalega að eiga og ala á vetri hverjum reiðhest jarpan á lit, hinn ]>ezta og fegursta grip. Muna enn gamlir Svarfdælir eftir Sandárjarp, ganghraða hans og ofsaíjöri. Kom þar á stundum, að Stefán mátti tæpast við nema, þá er hann leitaði sér staðar og fór að erindum sínum, og varð að leita ráðs og lagni, til þess að slæva kappvilja gæðingsins og komast af balci. Liðu svo tímar, að vænlega horfði um hag þeirra Stefáns og Önnu. I ofanverðum febrúarmánuði 1898 veikt- ist Stefán Jónatansson af lungnabólgu. Varð hún hrátt allþung, og fékkst ei bót á ráðin, þó læknisráða væri leitað. Veitti hinn hrausti líkami og karlmennska Stefáns hart viðnám gegn mannhættu þessari, svo að numið mun hafa 11 sólarhringum. Sagði mér löngu síðar maður nokkur, er oft vitj- aði Stefáns og var hjá honum í banalegunni, að líkast hefði verið, að skaðvaldi þessum veitti treglega að færa hraustmennið til heljar. Lézt Stefán úr sótt þessari 1. dag rnarzmánaðar 1898, 41 árs að aldri. Rúm- lega dægri fyrir andlát sitt kvaddi hann konu sína síðustu kveðju, svo og börn sín og aldurhnigna móður. Sagði mér ein af dætrum Stefáns, er þá var frumvaxta og enn í foreldragarði, að eigi brygði faðir sinn skapi eða geðstyrk á svo þungri örlaga- stund. En jafnvíst er það, að aldrei mun dótturinni hafa sá dagur og viðskilnaður úr minni liðið. Þegar hér var komið, var sá er þetta rit- ar, aðeins 12 ára gamall. Man þó vel, að nábúar og góðvinir Stefáns hið efra í Svarf- aðardal þóttust hafa í fráfalli hans mikinn mannskaða hlotið. Þess er vert að geta, að ennþá var á dög- um Guðrún Halldórsdóttir, móðir Stef- áns á Sandá. Hafði hún dvalizt á vist með Stefáni syni sínum og tengdadóttur og haft hjá þeim elliskjól. Nú var hún tekin mjög að eldast og búin fyrir löngu að missa mann sinn, Jónatan Jónsson, svo og Árna og Stef- án syni sína báða. Guðrún mun hafa verið búin andlegu þreki mikið yfir meðallag, enda lét lítt á sjá, þó að þung örlög þröngv- uðu kosti hennar og mannlegri vild. Voru nú sonarbörnin hennar á Sandá einasta ætt- arvonin. Guðrún lifði mörg ár eftir andlát Stefáns sonar síns. Hún var blind og kar- iæg nokkur síðustu æviárin og komin hátt á níræðisaldur þá er hún lézt. Var alla þá stund á framfæri Onnu Sigurlaugar tengda- dóttur sinnar og Jóhannesar sonarsonar síns. Börn Stefáns Jónatanssonar og Onnu Sig- urlaugar frá Urðum voru þessi: 1. Anna Stefanía, f. 26. maí 1879, d. 28. des. 1956. Átti Björn R. Árnason frá Atlastöðum. 2. Jóhannes, f. 14. okt. 1881. Kvæntur Krist- ínu Sigtryggsdóttur frá Klaufabrekkum. 3. Guðrún Soffía, f. 12. júlí 1885, gift Tryggva búfræðingi Jóhannssyni á Ytra- Ilvarfi. 4. Amfríður Jóna, matsölukona í Reykjavík. Ogift. — Auk þeirra barna Stef- áns og Onnu, er hér eru talin, eignaðist Stef- án son með Onnu Stefánsdóttur frá Þor- steinsstöðum. Sveinninn var skírður Árni. Lézt á fyrsta aldursári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.