Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 53

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 53
N. Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 171 ar með grænum sporaslóðum eftir sauð kindurnar vöknuðu og brostu móti sólskin- inu. En drengurinn vissi hvorki um himin né jörð, og þeirra litaskipti. Að lokum læddist hann þó í bæinn með bækurnar undir hendinni og háttaði á heydýnuna, and- spænis dyrunum. Síðan hreppsómaginn dó, hefur hann sofið þar einn. Fólkið var í fasta svefni, þó komið væri fram undir morgun. Finna snéri upp öðrum vanganum og þar var vartan ennþá, svört af heldhúsreyk. Drengurinn minntist lið- inna daga, er hann þráði að sofa þarna sem hún sefur og bar lengi harm í huga þess vegna. Ennþá er óvinátta hans og Finnu fersk eins og loginn. Hann hallaði sér út af á pokaverið, sem var nýlegt með blá- um stöfum. Það skrjáfaði í heydýnunni þegar hann rétti úr sér. Hann lá vakandi og hugsaði margt. Bókin hans var fyrir ofan koddann. Hann sá á kjölinn á henni og rnundi þá allt í einu, að hann hafði allt í einu rekizt á rifrildi af gömlum Andvara, þar sem einhver grasa- íræðingur var að lýsa ferðalagi sínu um iandið, í rigningartíð að surnri. Hann óð yfir bleikar sinumýrar í Héðinsfirði og fann þar fágæt blóm. Hann fór vegleysur yfir fjöllin, til að buga að einu smáblómi, hann lá úti á heiðinni og sá dögg á mosa. Með þessu fvlgdist drengurinn af lífi og sál, það var eitthvað annað en bera til dyra og mala skít. I sumar skal ég fara upp í fjall, eins oft og ég get og ég skal kaupa mér stækkunargler fyrir peningana sem ég á, hugsaði hann. Eg skal læra að þekkja öll blóm. Svo sofnaði hann út frá hugsunum sín- um, með gróft pokaverið undir vanganum, lítill vegfarandi of ríkur af skilningi. Og sólin skín á rúðuna, svo hún grætur. Sumarið var kalt og votviðrasamt. Þeg^r farið var að slá í mýrinni, lágu flekkirnir á suðurtúninu og grotnuðu niður. Það var ömurleg sjón. Það bárust fréttir af ís úti- fyrir og það snjóaði í hverri viku ofan í miðjar fjallshlíðar. Börnunum fannst ótta- legt að standa á engjum í rigningunni og norðan kalsa. Þau þráðu sólskin og yl. Svo var það kvöld eitt, að Valdi litli fékkst ekki til að borða, eins og hann var vanur. Hann kvartaði um höfuðverk, sagði að sér væri óglatt. Drífðu þig úr ble'ytunni, sittu ekki þarna og hengdu höfuðið, sagði Finna í lítið eitt mýkri tón en þau áttu að venjast. Valdi hlýddi. Þegar hann var háttaður íór hann að skjálfa. Um nóttina var hann með óráði og bylti sér fram og aftur. Dag- inn eftir var óráðið horfið, en drengurinn var heitur viðkomu og mállítill, kvartaði um verk undir vinstra herðablaðinu. Þó var dregið að sækja lækni. Þau höfðu oftast komizt af án hans. Þeir vildu nú oftast hafa eitthvað fyrir handarvikin sín, blessaðir, sagið Finna. Hún reyndi sömu ráðin við drenginn og hún haði áður reynt við kúna, batt volgan sokk um háls drengnum, hafði við hann salt- bakstur og hitaði honum grasate. Hann, sem alltaf hafði verið hlýðinn, tók hinum gömlu húsráðum með þolinmæði, lá jafnvel á köldum saltbakstrinum svo klukkutímum skipti, þegar stjúpan var úti á engjum. Hjúkrunina hafði hún auðvitað í hjáverk- um. Svo fréttist að eitthvað væri að þar íremra og nágrannarnir töldu það alveg ó- verjandi að ekki væri sóttur læknir. Síðan var hann sóttur. Þá var það fengið. En þá þóttist hann hafa verið sóttur allt of seint. Eldri drenguirnn starði á hlustarpípuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.