Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 42
160 SKRIÐUFÖLL í NORÐURÁRDAL N.Kv. mátt finna gömul hrossabein hátt upp í gil- hörmum Valagilsár. Ymis fleiri dæmi þessu lík mætti nefna. En það skal ekki gert hér, heldur vikið nokkrum orðum að öðru efni, eða fortíð hinna tveggja umræddu býla á Norðurár- dalnum, en þar hafa skipzt á skin og skúrir, eftir þvi sem næst verður komizt, og mun þó íæst kunnugt af því. Mörgurn mun vera kunnugt um það, að bæir þessir báru önnur heiti fyrr á tímum en þau, sem þeir hafa nefnzt nú um langt skeið. Þeir hétu Þorbrandsstaðir og Höku- staðir. Er talið efalítið að Ytri-Kot hafi verið Þorbrandsstaðir, og því verið land- námsjörð, ■— setur Þorbrandar Oreks, þess er nam Norðurárdal, „og lét gera þar eld- Iiús svo mikið, að allir þeir menn er þeim megin fóru, skyldu þar bera klyfjar í gegn- um, og vera öllum matur heimill.“ Má því segja, að býli þetta færi vel af stað, og með fágætum myndarsvip. Fremri-Kot hafa því verið Hökustaðir, og er þeirrar jarðar einn- ig getið í Landnámu. Skráðar heimildir finnast fyrir því, að þannig hétu bæir þessir fram á síðara hluta 15. aldar, og þó líklega enn um 100 ár leng- ur, a. m. k. Hökustaðir, þ. e. Fremri-Kot. I skjölum frá 1560 og 1580 er getið jarðar- innar Haukastaða, og við samanburð á efni bréfanna sem þarna ræðir um, og þess, sem vitað verður urn hina fornu Hökustaði, þá getur varla verið um aðra jörð að ræða en hana. Er þá nafnið nokkuð brenglað orðið, nema að svo sé, að bærinn hafi heitið svo frá upphafi. Næst þegar bæir þessir koma fram í dags- Ijósið, upp úr miðri 17. öld, hafa þeir hlot- ið Kota-nöfnin. Ytri-Kota er getið laust eft- ir 1660, og er þá búið þar, og verður ekki séð að neitl hafi verið að jörðinni. Fremri- Kot hefi ég að vísu ekki fundið fyrr en í Jarðabók Árna Magnússonar og P. Vída- iíns, en hún er gerð þarna um dalina árið 1713. En þar sem Ytri-Kot voru til leiðir af sjálfu sér að Fremri-Kot hlutu að vera það einnig, annað hvort byggt eða óbyggt. Það hefur valdið mönnum nokkurra heilabrota með hvaða hætti nafnbreyting sú, sem átt hefur sér stað þarna á Norðurár- dalnum og víðar, hefur orðið, að bæir sem áður báru ákveðin, vegleg eiginnöfn hlutu hið almenna, og að flestra dómi, fremur til- komulitla nafn Kot þá er fram liðu stundir. Prófessor Olafur Lárusson mun manna mest hafa rannsakað þetta fyrirbæri, og sett l'ram þá skýringu, að bæir þeir er svo fór um, hafi af einhverjum ástæðum farið í auðn um lengri eða skemmri tíma, og nafn þeirra þar með lagzt niður, eða ekki verið notað þegai svo var komið. Jarðirnar hafi þó í mörgum tilfellum a. m. k., verið nytj- aðar frá nærliggjandi stærri bújörðum sem sel, beitarhús eða þess háttar. Við það hafi Kota-nafnið, sem er stutt og laggott, getur maður sagt, orðið til, og í fullri mótsetn- mgu við nafn heimajarðarinnar, höfuðbóls- ins. Svo þegar býli þessi byggðust að nýju, hafi nöfnin haldizt, enda væntanlega búið þar lítið fyrst í stað — kotbúskapur, •—■ og ekki verið breytt um, þó að vegur jarðar- innar færi vaxandi. Þá má og vera að í sum- um tilfellum- hafi byggingar verið fluttar eitthvað til þegar jörðin var numin að nýju til búsetu. Þetta er sennileg skýring, og reyndar hin eina sem komið verður auga á, enda þótt vitað sé um býli, sem tvímælalaust hafa far- ið í eyði snemma á öldum, og halda þó enn fínu forna heiti, jafnvel þótt þau væru nytj- uð sem sel eða beitarhús frá öðrurn jörðum um langt skeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.