Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 13
N.Kv. LÍTIL JÓLASAGA 131 andi að sýna sig í honum, eins og börnum er títt, en sérstaklega var hún þó uppá- þrengjandi við Línu, sem tók því öllu hóg- lega framan af, enda þótt þetta sýningar- brölt yki frekar en ekki á amalyndi hennar. — Jú, kjóllinn sé fallegur o. s. frv. En þar kom þó að lokum, að henni tók að leiðast þessi suða um kjólinn, og hreytir úr sér í styttingi: „Já, ég er búin að sjá þennan kjól.“ En þetta var Gerðu næg ástæða til að taka stjórann inn í herbergi foreldra sinna og segja mömmu sinni, að nú sé einn dint- urinn kominn í Línu, hún hafi bara ekki við að hreyta í sig ónotum. Sveinn bóndi var einn þeirra manna, sem hafa -bókstaflega engan hemil á tilfinning- um sínum, og svo viðkvæmur og meirlynd- ur, að ekkert aumt mátti hann sjá eða heyra, enda var hann af ýmsum auknefndur „grát- ur“ af lítilli virðingu og þó enn takmark- aðri skilningi. Annars var hann hæggerður og afskiptalítill, hæði innan heimilis og ut- an. Hann heyrði einhvern ávæning af lciög- unarmálum dóttur sinnar og þótti miður. Hann gaf sig þó ekki að því, en gekk tafar- laust fram í baðstofuhorn að rúmkorni Línu iitlu, en þar grúfði hún grátandi yfir höfða- lagið. „Veslings barn,“ sagði hann og klappaði blíðlega á kollinn á henni. En hann var víst ekki maður fyrir frekari orða- lengingum í svipinn, heldur snaraðist yfir þvera baðstofuna og fór að horfa út um gluggann, — út í glórulaust myrkrið. Inn- an stundar kom hann þó aftur að rúminu, laut yfir Línu litlu og mælti lágróma: „Nú hættir þú að gráta, Lína mín. Eg finn það á mér, að þetta lagast bráðum allt saman, og þú átt eftir að vera glöð alltaf. Guð huggar áreiðanlega lítil börn, sem eiga svo bágt, að þau gráta á jólunum. Þér er óhætt að treysta því, og nú hættir þú að gráta.“ Síðan fór hann inn í hjóna-herbergið, því að nú var kominn tími til að lesa jóla-hugvekjuna og syngja jólasálmana. Og á meðan þáð stóð yfir huggaðist Lína ótrúlega mikið. Og á þessum vetri kom Sveinn því til leiðar við konu sína, að þau tóku Línu litlu í fóstur. Skipti þá mjög um til hins betra íyrir henni, svo að fullyrða má, að fortöl- ur Sveins yrðu að áhrínsorðum. Því að orð- ið: „fóstur“ er sterkt og leitar til hjartans. —---------Nú er Lína, eða frú Karólína, eins og hún er nú kölluð, komin yfir sjötugt, og lifir í allsnægtum hjá einni af dætrum sínum. Hún giftist ung læknakandidat, sem var í kaupavinnu hjá Sveini fóstra hennar síðasta sumar námsáranna. Settust þau að í Reykjavík og lifðu þar í ástríku hjónabandi um hartnær hálfrar aldar skeið, við alls- nægtir og eignuðust mörg efnileg börn. — Marga veglega jólagjöf hefur frú Karólína meðtekið um dagana og margri jólagleði íagnað. En þessum jólum gleymir hún aldrei, og um það farast henni sjálfri orð á þessa leið: „Engin jólagjöf, hversu íburðarmikil sem hún er, getui kornizt til jafns við huggunar- atlotin, og kannske ekki síður tárin hans Sveins míns sáluga. Ég hafði aldrei orðið þess vör, að nokkur felldi tár mín vegna, og þetta hvort tveggja orkaði þannig á mig, að þessi döprustu jól ævi minnar eru jafnframt þau helgustu jól, sem ég hef-i lifað, og þau gerðu það að verkum, að síðan hef ég fund- ið í dýpstu einlægni hjarta míns, hve öll jól eru óumræðilega heilög.“ 22. og 23. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.