Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 44
162 N. Kv. SKRIÐUFÖLL í NORÐURÁRDAL Athugun jarðfræðinga gæti sennilega leitt í Ijós, hvort að Brennigilshólar hafi mynd- azt fyrir um 350 árum, eða séu miklu eldri. Á grasbala einum í hólunum örlar á ein- hverjum fornum húsatóftum. Ideita það Kol- grímustaðir, og á það að sögn þessara gömlu manna, að liafa verið annar bærinn, sem eyðilagðist í skriðuhlaupinu rnikla 1612. Hver hinn var er allt óljósara um, enda hóias\æðið svo lítið að ótrúlegt er að tvær jarðir hefðu komizt þar fyrir. Ohætt mun að fullyrða að Kolgrímustað- ir hafi aldrei verið sjálfstætt býli, heldur hluti úr Miðhúsalandi, sem er þar næst norðan við, og var sú jörð í hyggð fram á síðustu öld. Kolgrímastaða er aldrei getið íyrr en í Jarðabókinni frá 1713 og þá á þessa leið, eftir að Miðhúsum hefur verið iýst: „Kolgrímustaðir, fornt eyðiból, liggur liér í landinu. Þar hefur um langan aldur ekki hyggð verið, og túnstæðið allt í hrjóst- ur 'komið.“ Mér finnst að blærinn yfir þessari frá- sögn vera slíkur, að fremur sé um aldir að ræða heldur en aðeins eina öld, frá því að jörðin fór í eyði. Og hafi meginhluti lands- ins grafizt undir fargi hólanna, þá er und- arlega vægt að orði komizt, að aðeins tún- stæðið sé í hrjóstur komið, sem engan veg- inn þarf að þýða, að grjót hafi fallið á það, heldur að það sé komið í algera órækt. Enginn annar staður í Austurdal hefur verið nefndur í sambandi við skriðuföllin 1612, enda kemur vart til mála að svo hafi verið á þessum tíma, þannig að tveir bæir eyddust þar í senn. Þó má geta þess að Jarðabókin greinir frá að skriður hafi tekið bæinn Merkigil „til forna“, en efalaust hefur það orðið miklu fvrr en hér var komið. Vel mætti hugsa sér, að hinir gömlu Aust- dælingar hefðu byggt á arfsögn, kominni langt aftan úr öldum, um stórkostleg skriðu- föll, sem einhvern tíma hafa orðið þar í dalnurn, og svo þegar annálsgreinin varð kunn, þá hafi þetta tvennt verið tengt sam- an, nafnið Austurdalir liafi villt þá. En hvar hefur þá framhlaupið sumarið 1612 orðið, sem var með slíkum firnum að í annála var fært? Athyglisvert er, að annállinn notar fleir- tölumyndina af Austurdal, segir að skriðu- föllin hafi orðið í Austurdölum í Skaga- íirði. Samkvæmt nútíðarmáli og merkingu, mundi það tvímælalaust þýða dali þá er skerast austur úr héraðinu inn í fjallabálk- inn þar. Og þá kæmi Norðurárdalur til greina, og ekki sízt hann. Vel má og ætla, að eitthvert jaiðrask hafi orðið í fleiri þeim dölum i þetta skipti, þótt aðeins tveir bæir hefðu orðið fyrir barðinu þar. Gæti þá frá- sögnin verið hókstaflega rétt. Að vísu er orðið Austurdalir notað þarna senr sérheiti, þ. e. með stórum upphafsstaf, en hvað leggja má mikið upp úr því staffræðilega atriði á þeim tíma, er annað mál. Geta má þess, að Esjiólín notar lítinn staf í upphafi orðsins er hann greinir frá þess- um atburði í Árbókunum. Hann er um hálfri annarri öld nær þessurn tírna en vér, og má vera að hann hafi vitað eitthvað gleggra um þessi tíðindi en nú er kostur á. Hins vegar er rétt að taka fram, að fleir- tölumyndin af Austurdal kemur víðar írarn í fyrri tíma ritum en þarna. T. d. fer fram sala á Nýjabæ í Eystrum dölum árið 1464. Og Vallholtsannáll nefnir á einum stað Ábæ í Austurdölum. Báðir þessir bæir eru í Austurdal. Þessi nafngift, út af fyrir sig, sker því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.