Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 26
144 SÖKKU- OG SYÐRA-HVARFSÆTTIR N. Kv. nöfn þeirra feðga á Tjörn, séra Árna Hall- dórssonar og Stefáns sonar hans, er prestur varð í Felli í Sléttuhlíð, þá á Kvíabekk í Ólafsfirði og síðast á Hálsi í Fnjóskadal. Eitt af börnum séra Stefáns Árnasonar var Stefán eldri Stefánsson alþingismaður, hreppstjóri og bóndi í Fagraskógi. Sýnt er, að Guðrún Halldórsdóttir hefir borið góðan þokka til þeirra Tjarnarmanna. Var og ann- ar þeirra athvarf hennar og skjól, þá er hún var í bernsku og föðurlaus, en hinn uppeld- isbróðir hennar. Það er því auðséð af því, sem hér er sagt um nafngift Guðrúnar Hall- dórsdóttur til handa sonum sínum, að virð- ingar- og þakkarkennd hennar bar svo hátt, að Stefánsnafnið bera þeir allt til þessa dags, nokkrir afkomendur hennar af ætt Sandármanna. Árni Jónatansson og Guðrún- ar lézt á unglingsaldri og þótti þá vera væn- legt mannsefni. Stefán Jónatansson ólst upp með foreldrum sínum. Varð snemma burða- legur og þrekvaxinn unglingur. Þótti hins vegar, á meðan hann var í foreldragarði, eigi með, öllu vinnugefinn. Breyttist þetta hráðlega til betri líkinda, svo að fullvíst er, að Stefán var um tvítugsaldur orðinn harð- snúið og átakamikið karlmenni og aðfara- maður hinn mesti við hvert verk bæði á sjó og landi. Var mál manna, þeirra er bezt þekktu, að jafngilti hann einn tveimur körl- um, er gildir þóttu. Stefán Jónatansson var í hærra meðallagi á vöxt, vöðvamikill og rnjög þrekvaxinn, einkum um brjóst og herð- ar, Ijós á hár og skegg. Svipurinn allmikill og á stundum allþungur, augu blágrá, er hvort tveggja lýsti einbeitni og þreki. Hreyf- ingar ákveðnar og fumlausar og viðbrögð öll og háttsemi sjálfstæð og persónuleg. Fannst á, að maðurinn mundi þess albúinn að fara sínu fram og eigi svo spurull um á- lit eða skoðanir annarra. Svipmót karl- mennsku og kjarks fylgdi Stefáni Jónatans- syni, hvar sem hann fór, og líklegri mundi hann vera til þess að styðja aðra, en að fé- lagar hans og grannar þyrftu að styðja hann. Stefán var maður félagslyndur að náttúru og bóngóður hverjum manni, er til hans þurfti að leita. Hann var ágætur ferðamað- ur, úrræðagóður og fylgirin sér gegn hvers konar farartálma. Var því mörgum aufúsa á að komast í ferð með og njóta samfylgdar Sandárbóndans. Drykkjumaður var Stefán alls enginn. Ein liins vegar smakkaði hann vín í hófi vina sinna og kunningja. Varð hann, ölhreifur, innilega glaður, viðmóts- hiýr og öllum góður. Bar það þá stundum við, að hann tók lítil hörn í fang sér, ef nær- stödd voru, vafði þau örmum og lék við þau dátt. Stefán Jónatansson kvæntist ungur og gekk að eiga Onnu Sigurlaugu Jóhannesar- dóttur, bónda á Urðum, Halldórssonar l^ónda á Grýtubakka í Höfðahverfi, Páls- sonar hónda á Karlsá á Ufsaströnd, Sig- urðssonar bónda á sama stað. Kona Jóhann- esar Halldórssonar og móðir Önnu Sigur- laugar var Anna Guðlaugsdóttir, hrepp- stjóra og bónda á Svínárnesi á Látraströnd, Sveinssonar. Alsystir Önnu Guðlaugsdóttur á Urðum var Þórey, er átti Jón bónda á Munkaþverá í Eyjafirði. Þeirra sonur var Stefán Jónsson, er lengi hjó á Munkaþverá og allnafnkenndur varð og héraðskunnur og einn af helztu forvígismönnum Kaupfélags Eyfirðinga við upphaf þeirrar stofnunar. Þau Stefán og Anna Sigurlaug virðast hafa byrjað búskap á parti af Hæringsstöð- um, og þar fæddist þeim fyrsta barn sitt, Anna Stefanía, 26. maí 1879. Frá Hærings- stöðum fóru þau að Urðum og höfðu þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.