Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Page 26

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Page 26
144 SÖKKU- OG SYÐRA-HVARFSÆTTIR N. Kv. nöfn þeirra feðga á Tjörn, séra Árna Hall- dórssonar og Stefáns sonar hans, er prestur varð í Felli í Sléttuhlíð, þá á Kvíabekk í Ólafsfirði og síðast á Hálsi í Fnjóskadal. Eitt af börnum séra Stefáns Árnasonar var Stefán eldri Stefánsson alþingismaður, hreppstjóri og bóndi í Fagraskógi. Sýnt er, að Guðrún Halldórsdóttir hefir borið góðan þokka til þeirra Tjarnarmanna. Var og ann- ar þeirra athvarf hennar og skjól, þá er hún var í bernsku og föðurlaus, en hinn uppeld- isbróðir hennar. Það er því auðséð af því, sem hér er sagt um nafngift Guðrúnar Hall- dórsdóttur til handa sonum sínum, að virð- ingar- og þakkarkennd hennar bar svo hátt, að Stefánsnafnið bera þeir allt til þessa dags, nokkrir afkomendur hennar af ætt Sandármanna. Árni Jónatansson og Guðrún- ar lézt á unglingsaldri og þótti þá vera væn- legt mannsefni. Stefán Jónatansson ólst upp með foreldrum sínum. Varð snemma burða- legur og þrekvaxinn unglingur. Þótti hins vegar, á meðan hann var í foreldragarði, eigi með, öllu vinnugefinn. Breyttist þetta hráðlega til betri líkinda, svo að fullvíst er, að Stefán var um tvítugsaldur orðinn harð- snúið og átakamikið karlmenni og aðfara- maður hinn mesti við hvert verk bæði á sjó og landi. Var mál manna, þeirra er bezt þekktu, að jafngilti hann einn tveimur körl- um, er gildir þóttu. Stefán Jónatansson var í hærra meðallagi á vöxt, vöðvamikill og rnjög þrekvaxinn, einkum um brjóst og herð- ar, Ijós á hár og skegg. Svipurinn allmikill og á stundum allþungur, augu blágrá, er hvort tveggja lýsti einbeitni og þreki. Hreyf- ingar ákveðnar og fumlausar og viðbrögð öll og háttsemi sjálfstæð og persónuleg. Fannst á, að maðurinn mundi þess albúinn að fara sínu fram og eigi svo spurull um á- lit eða skoðanir annarra. Svipmót karl- mennsku og kjarks fylgdi Stefáni Jónatans- syni, hvar sem hann fór, og líklegri mundi hann vera til þess að styðja aðra, en að fé- lagar hans og grannar þyrftu að styðja hann. Stefán var maður félagslyndur að náttúru og bóngóður hverjum manni, er til hans þurfti að leita. Hann var ágætur ferðamað- ur, úrræðagóður og fylgirin sér gegn hvers konar farartálma. Var því mörgum aufúsa á að komast í ferð með og njóta samfylgdar Sandárbóndans. Drykkjumaður var Stefán alls enginn. Ein liins vegar smakkaði hann vín í hófi vina sinna og kunningja. Varð hann, ölhreifur, innilega glaður, viðmóts- hiýr og öllum góður. Bar það þá stundum við, að hann tók lítil hörn í fang sér, ef nær- stödd voru, vafði þau örmum og lék við þau dátt. Stefán Jónatansson kvæntist ungur og gekk að eiga Onnu Sigurlaugu Jóhannesar- dóttur, bónda á Urðum, Halldórssonar l^ónda á Grýtubakka í Höfðahverfi, Páls- sonar hónda á Karlsá á Ufsaströnd, Sig- urðssonar bónda á sama stað. Kona Jóhann- esar Halldórssonar og móðir Önnu Sigur- laugar var Anna Guðlaugsdóttir, hrepp- stjóra og bónda á Svínárnesi á Látraströnd, Sveinssonar. Alsystir Önnu Guðlaugsdóttur á Urðum var Þórey, er átti Jón bónda á Munkaþverá í Eyjafirði. Þeirra sonur var Stefán Jónsson, er lengi hjó á Munkaþverá og allnafnkenndur varð og héraðskunnur og einn af helztu forvígismönnum Kaupfélags Eyfirðinga við upphaf þeirrar stofnunar. Þau Stefán og Anna Sigurlaug virðast hafa byrjað búskap á parti af Hæringsstöð- um, og þar fæddist þeim fyrsta barn sitt, Anna Stefanía, 26. maí 1879. Frá Hærings- stöðum fóru þau að Urðum og höfðu þar

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.