Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 32
150 ÚR ENDURMINNINGUM GÍSLA Á HOFl að þér, helvítis ormurinn, hefðirðu verið svolítið stærri.“ Dálítið var hægt að hafa gagn af honum við vinnu, en þar kom, eins og á öðrum sviðum, einræðið fram. Aðal- iega bar hann heim eldivið og stundum hey- hagga, þegar bundið var nálægt bænum. Ekki vildi hann hafa minni poka en tunnu- polca að bera eldivið í og jafnvel enn stærri. Bar hann oft ákaflega þungar byrðar. Eitt sinn, minnist ég þess, er liann var hjá mér á Syðra-Hvarfi, að verið var að binda skammt írá fjóshlöðunni, og Björn bar baggana heim. Vildi hann þá endilega bera tvo hagga í einu og fæklca svo. ferðum. Létum við það eftir honum, að tveimur böggum var tjaslað saman með reiptagli á silunum, og ein- hvernveginn klöngruðum við þeim upp á öxlina á karli. Riðaði hann undir byrðinni, kom henni þó heim, en ekki fór hann fram á, að þetta væri endurtekið. Eitt vor var hann með öðru heimilisfólki að rífa hrís, sem nota átti að nokkru leyti sem fóður, en hið grófgerða úr hrísnum til eldiviðar. Þeg- ar halda skyldi heim, bað karl að binda sér hyrði allvæna og vildi hafa lykkju, sem harm gæti smeygt fram yfir höfuðið, og borið svo byrðina á báðum öxlum. Var byrðin ærið þung, en karl leggur af stað á undan hinum. Á leiðinni heim var brött hrekka með allhárri snjóhengju sunnan í. Var þetta í svo kallaðri Sprengibrekku, sem svo heitir enn í dag. Þegar við komum suður á brekkubrúnina, sást Björn hvergi. Datt mér þá í hug, eins og á kom daginn, að hann hefði dottið suður af hengjunni. Flýtti ég mér þá suður af, sé byrðina, en karl hvergi. Um daginn liafði verið hlýtt veður og sól- bráð. Þegar ég kom að byrðinni, sé ég fæt- urna á karlinum standa út undan, en hann á kafi, nærfellt kafnaðan. Við fallið hafði byrðin snarazt og lykkjan snúizt að hálsin- N.Kv. um á karlinum. Til þess að losa hann sem íljótast varð ég að skera á böndin, sem lágu á öxlunum, og velti síðan byrðinni ofan af. Man ég vel, er karl staulaðist á fætur, hve hann I^að innilega og heitt fyrir mér fyrir lífgjöfina og það svo, að ég hef ekki heyrt hjartnæmari bænir. Það var fastur siður Björns að sofa í hlöðum og heytóftum, og berháttaði hann oían í heyið. Ekki bar á að hann kvefaðist eða væri kvellisjúkur. Virtist hann fílhraust- ur til heilsu. Ekkert þótti honum eins vænt um, sem fyrir hann var gert, eins og að skrifa ýmislegt fyrir hann. Var það all- sundurlaust. oftast aðeins upphöf að vísum eða ritgerðum. Kunni hann feiknin öll, en eins og áðui segir, var illmögulegt að hafa not af því. Eitt sinn bað hann mig um að hiýða sér yfir prédikuu í Vídalínspostillu. Þuldi hann alveg orðrétt nokkuð fram í ræðuna, en allt í einu fer hann að hlæja og kvaðst nú ekki þurfa meira. Æði oft var hann eitthvað að pára, en það var öðrum en honum sjálfum ólesandi. Nokkuð bar á því, að Björn reyndi að yrkja lausavísur. Voru þær allmisjafnar að gæðum, einstaka lýta- lausar, en flestar undarlegar og fylgdu ekki ætíð venjulegum bragreglum. Oft voru í vís- um' hans sérkennilegar og torskýrðar kenn- ingar. Hér í Vallasókn var eitt sinn gefið út handskrifað blað, sem Ljótur hét, en í Skíða- dal hlað, er Skíði hét. Ekki virðist Birni hafa líkað þessi útgáfustarfsemi, ef marka má vísu hans: Ljótur og Skíði, báðir bíði bófar þeir niðri í víðúm vítis leir. Engin prýði er það lýði, að alist þeir, unz hver út af deyr. Mjög var honum gjarnt að geta um lítar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.