Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 4
SÉRA BENJAMÍN KRISTJÁNSSON: BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON TÓNSKÁLD Þótt holdið liggi lágt og leest i dróma, fœr andinn hafizt hátt í himinljóma ... Allir þekkja þessar ljóðlínur úr snilldar- fögrum sálmi eftir Valdimar Briem, ortum út af ummyndunarsögu Krists. Drottinn stendur á fjallinu í samræðu við Móse og Elía umvafinn hinu Ijómanda skýi, en uiidir fjallsrótunum eru lærisveinamir yfirkomnir af svefndrunga. Hjartað brennur af þrá í brjósti þeirra. Þeim er ekki unnt að komast til drottins síns upp á tindinn, því að lioldið er læst í dróma magnleysisins. Þeir biðja hann að stíga niður til sín. En inn í það Ijós, sem lék um drottin þeirra komust þeir aldrei í þessu lífi. Samt var það draumur þeirra, löngu eftir að hann var frá þeim farinn, að komast þangað, sem hann var, fara burt og vera með Kristi. Og í bréfum hinna fyrstu lærisveina er iðulega talað um arfleifð heil- agra í ljósinu, þá skínandi veröld, sem þeir trúðu að biði sín bak við brim og boða mannlegra hörmunga. Öll sú þrenging var léttbær, meðan þeir horfðu í voninni á dýrðarljómann, sem lék um hinn upprisna drottin, meðan þeir áttu heimþrá til hans og treystu vernd hans og leiðsögn. Sú þrá mundi að lokum lyfta þeim yfir vanmátt- inn, myrkrið og þjáninguna, upp í hina björtu veröld meistarans. Langt verður stundum bilið milli þess, sem vér þráum og þess sem vér getum. Mörgum mistekst fjallgangan, sumir gefast upp í miðjum hlíðum, fáir ná mikilli full- komnun í vorum lieimi. En því betur, sem vér sjáum tindinn, því sárar brennur hjart- að, því meiri angist og örvænting fyllist hug- urinn, þegar honum finnst sér varnað flugs- ins, en myrkrið lykjast nrn sig í öldudal þjáninganna. Hvergi eru þessar andstæður meiri en í sálum listamanna, og kann því að vera, að í lundarfari þeirra gæti stundum meira jafn- vægisleysis en Iijá venjulegum mönnuta. Þeim, sem skynjað hafa hið bjarta ljós eilífð- arinnar, finnst myrkrið og magnleysið í þess- um stundarheimi hálfu meira en áður. En kann það ekki einnig að vera, þegar þjáning- in steðjar að, líkamleg eða andleg, að þá rísi bæn vor og þrá hæst, og það sé ekki sízt þessi þrá, sem aftur lyftir sálunum í hæð- irnar? Eftir að duftið er horfið til jarðarinnar, mun andinn skynja betur en áður hulda og órannsakanlega vegu drottins. Og þá skiptir ekki litlu máli að hafa brýnt vængi sína til flugsins, að hafa átt Ijómandi sýn út yfir „hringinn þröngva", til hins óumræðilega dýrðarríkis upphæðanna. Listamaðurinn. Þegar ég á hér að mæla eftir Björgvin Guðmundsson tónskáld, er af svo miklum sjóði Ijúfra endurminninga að taka urn þennan merkilega og elskulega mann, að engin leið væri að rekja þá margháttuðu sögu í stuttu máli. En reyndar finnst mér það mestu máli varða, að gera sér þess nokkra grein, hvers eðlis sú list var, sem hann leitaðist við að þjóna, og hversu mikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.