Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 33
N. Kv.
GAMALÍELS ÞÁTTUR
79
"■iiiiiiiiiiiiniimuiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii n»
Þura Árnadóttir frd Garði, höf-
undur þessarar greinar, varð sjö-
tug siðastliðinn vetur. NÝJAR
KVÖLDVÖKUR nota þetta tæki-
freri að óska henni hamingju og
þakka henni þann skerf, sem hún
hefur lagt fram til þjóðlegrar, is-
lenzkrar menningar.
1 hana sína síðustu vísu með fallegri settlet-
Ul'sskrift:
Hef ég það í hug um sinn,
harðnar mæðu strengur,
að Gullinkambi Gollnis minn
gali nú ekki lengur.
hr hann hefur lokið heimabúnaði, tekur
hann gömlu Vísnabókina sína og stingur
henni í vasa sinn. Síðan minnist hann við
heimilisfólkið, sem er allmargt, þar á meðal
15 börn tveggja sona hans. Svo stígur hann
á bak hesti og rennir augunum yfir hóla og
lautir austur yfir flóann, tekur ofan hatt-
inn, les ferðabænina og býður góðar stund-
ir og biður guð að blessa heimilisfólk sitt
og afkomendur.
Sonur hans fylgir honum; þeir ríða suður
ásana móti vorþeynum. Hann dvelur hjá
gömlu vinkonu sinni nokkra daga, og tala
um gamla tíð og fornan fróðleik, og hann
gefur henni gömlu Vísnabókina til minn-
ingar um vináttu þeirra. Á páskadaginn er
hann sjúkur, en ekki þungt haldinn. Guð-
björg húsfreyja fer til kirkju; hann biður
hana að biðja prestinn að minnast sín á
stólnum. Eftir að Guðbjörg kemur frá
kirkjunni, spyr hann hana, hvort fólk hafi
verið þar frá sínu heimili. Hún segir, að
Björg tengdadóttir hans hafi verið þar og
beðið að heilsa honum. „Hún hefur verið
glöð eins og ævinlega," segir hann. „Minnt-
ist presturinn mín af stólnum?“ spyr hann
enn fremur. „Það gerði hann vel,“ sagði
hún. Eftir litla stund varð henni litið á
lrvílu gamla mannsins og sá, að hann dró
síðustu andtökin. Gamli maðurinn hvíldi
þarna stórleitur, bjartur og mikilúðlegur,
eins og hann segði: „Sáttur er ég við guð
og menn.“ Þessi atburður varð 4. apríl
1858, var þá Gamalíel 81 árs.
Helga Einarsdóttir dó hjá Stefáni syni
sínum í Haganesi 26. júní 1860, 78 ára.
Hún var jörðuð við hlið manns síns í gamla
kirkjugarðinum á Skútustöðum, og fóru í
gröf með henni tvö af fjórum börnum Stef-
áns sonar hennar, sem dóu með stuttu
millibili úr barnaveiki.
Helga þótti hin mætasta kona, góð og
vel gerð. Halidóra Kristjánsdóttir í Álfta-
gerði, sonardóttir Gamalíels og Helgu,
mundi örnmu sína og liafði verið við jarð-
arför hennar.