Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 39
N. Kv. SJÁLFSÆVISAGA 85 Jónasdóttir. Hún var hálfsystir Elísabetar móður Símonar Dalaskálds. Ég held að hún hafi verið á Miðsitju þegar við komunr þangað og fengið að vera kyrr. Hún var ýmist kölluð Sauma-Rósa eða Halta-Rósa, því Iiölt var hún og vann fyrir sér með saunr- um. Enga átti hún saumavélina, en saum- aði allt í höndunum. Prýðilega var hún fær í þessu aðalstarfi sínu og saumaði allt sem nöfnurn tjáir að nefna, jafnt karlmannsföt og kvenflíkur. Rósa var mjög þokkaleg kona, komin nokkuð til aldurs. Hvers manns hugljúfi var hún á heimilinu, stillt og prúð, en gat þó verið ræðin og gamansöm. Hún umbar ærsl okkar drengjanna allra manna bezt og þótti okkur því vænt um gömlu kon- una. Þetta sama sumar saumaði Rósa telpu- kjól fyrir Stefán bónda Sveinsson á Uppsöl- um. Það varð að samningum að ég færi með kjólinn fram þangað. Ég rataði fram í Kúskerpi. Sá bær stendur nálægt þjóðvegin- um og er næsti bær suður frá Úlfsstöðum. Þangað hafði ég komið þegar ég átti heima í Koti. Þar átti ég svo að fá tilsögn um leið- ma að Uppsölum, sem standa töluvert ofar og dálítið sunnar. Þess skal getið að ég var tregur til þessarar farar, bæði var, að ég var uppburðarlítill á þessurn árum og svo var ég enn þá linmæltur og skammaðist mín fyrir að láta ókunnuga heyra þann ágalla. Einkum voru það s og k, sem bjöguðust í oaunni mínum. Essin urðu að „etti“ og káin að „tái“. Hafði ég mikla raun af þessu. Þó fór nú samt svo að ég ákvað að freista far- annnar, bjóst í mínar skástu flíkur og lagði af stað. Segir nú ekki af ferð minni, fyrr en oiig bar að bænum Kúskerpi. Þá bjuggu á Kúskerpi hjónin Ólafur Hallgrímsson og Eristrún Hjálmsdóttir. Þau voru talin í Eetri bænda röð, áttu jörðina og snoturt bú skuldlaust. Ólafur var fjármaður rnikill óæði í orði og á borði. Spaugsamur var hann og hirti lítt um hver í lilut átti eða Evort sá er fyrir varð var maður til að taka a móti sprekun hans eða ekki. Ég hitti Ólaf úti á hlaði, lieilsaði honum og spurði hann um leið til Uppsala. „Það er nú ekki vandratað þangað, stúf- ur minn,“ segir Ólafur. „Þú sérð stórbýlið blasa við þarna suður og upp undir heið- inni. Engar torfærur verða á leið þinni og máttu ganga sjónhending á bæinn héðan. En hvaða erindi áttu við stórbóndann þarna í upphæðunum?“ Ég svaraði: „Ég var bara tendur með telputól til hans.“ Þá segir Ólafur og lilær við: „Nú, nú! Ekki eru ráð nema í tíma séu tekin, en full- ungur finnst mér þú vera til þess að færa heimasætunum á Uppsölum tólin þín, ég lield þau hljóti að vera gagnslítil enn sem komið er. En þú hlýtur að vera orðinn bæði lúinn og þyrstur, komdu inn og hvíldu þig, þá getum við talað betur um þetta.“ Fyrst var ég forviða undir þessari dembu frá Ólafi, svo var sem skíma rynni upp í Iiuga mínum svo mig rámaði í það, sem Ólafur átti við. Ég varð bæði sneyptur og sár. Svo fauk í mig og ég hreytti út úr mér: „Ég vil ekkert við þig tala og ekkert af þér þiggja.“ Svo tók ég sprettinn suður og upp túnið, en Ólafur kallaði á eftir mér: „Þú kemur við í bakaleiðinni og segir mér frétt- irnar, þá skal ég ekkert minnast á tólin.“ Ég lét sem ég heyrði þetta ekki, en hélt beinu striki á Uppsalabæinn, sem blasti þarna við á næstu hæð, mikill um sig og reisulegur, með þremur rauðmáluðum þil- stöfnum. Þegar þangað kom var Stefán, stór- bóndi, ekki heima, en ráðskona lians, Sæunn Lárusdóttir hét hún, tók mér tveim hönd- um, sagði að ég væri frændi sinn og leiddi mig til baðstofu. Það var stór baðstofa, bæði há og rúmgóð. Sæunn kallaði á telpu, sem leit út fyrir að vera á aldur við mig, man ég að mér þótti hún lagleg. „Þessi litli maður er kominn alla leið utan frá Miðsitju til að færa þér nýjan kjól og má ekki minna vera en hann fái að sjá þig í stássinu.“ Að svo mæltu fór Sæunn með telpuna inn í afþiljað htis í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.