Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 11
N. Kv. BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON 57 efni og tónsmíðar sínar, hefur hann einnig fundið tíma til að reyna sig við önnur við- fangsefni. Árið 1941 var sýnt eftir hann á Akureyri leikritið Skrúðsbóndinn, undir ágætri leikstjórn Ágústs Kvaran, og hlaut það svo mikla aðsókn, að sjaldan hefur leik- ur verið betur sóttur í liöfuðstað Norður- lands. Einnig hefur hann skrifað sjálfsævi- sögu sína, er hann nefnir Minningar, og kom sú bók út árið 1950. Er hún skemmti- lega skrifuð, enda hefur Björgvin prýðilega frásagnargáfu og minni trútt. Seinni hluti þessara endurminninga er til í handriti og verður sennilega prentað áður en langt um líður. Smásaga að m. k. ein eftir Björgvin birtist í Nýjum Kvöldvökum, er hann las og hafði dálæti á. Fjölda blaðagreina hefur hann og skrifað, sumar nokkuð stórorðar, ' en málfarið er venjulega svo sérkennilegt og kímniblandað, að án efa hefði Björgvin get- að orðið góður rithöfundur, ef hann hefði fengið næga þjálfun á því sviði. # * * Sú þjóðsaga er sögð um Prómeþevs, að hann hafi sótt eldinn til guðanna til að gefa hann mönnunum, en orðið að þola fyrir óbærilega þjáningu. Tónlistinni mætti líkja við þennan eld guðanna. Gæti þá goðsagan byggzt á þeirri staðreynd, að sárviðkvæmt tilfinningalíf er löngum skilyrði fyrir því, að sál skáldsins geti höndlað þennan eld og °rðið farvegur fyrir hann. Ekki er þess að hyljast, að Björgvin var maður skapstór og stundum hrjúfur viðkomu, þó að miklu oft- ar væri það góðmennskan og mildin, sem n'kti í huga hans. En það gat hvesst, og stundum var hugur hans eins og gjósandi hver. Prátt fyrir það átti hann ævinlega trygga vini, sem fylgdu honum gegnum hrim og boða vegna þess, hversu falslaus og hreinskilinn hann var og sáttfús, þó að eitt- hvað gæfi á bátinn. Ekki hef ég þekkingu til að dæma um listagildi þeirra tónverka, sem Björgvin hef- ur samið, enda skilst mér að sundurleitir verði oft dórnar listamanna sjálfra hver um annan. En þó finnst mér, að einn dómur ætti að verða hverjum listamanni dýrmæt- astur, og hann er þessi: Hefur þeim tekizt að hrífa aðra með list sinni og veita þeim gleði? Sú list, sem engan hrífur, sýnist vera gagnslítil. Það er víst, að Björgvin hefur með list sinni vakið hrifningu og miðlað fegurð og gleði til þúsunda manna. Myndi enginn, sem sá hann stjórna hinum miklu kórum sínum, er þeir fluttu kórverk hans, efast um að þá logaði hinn heilagi eldur í sál hans. Þá lirundi ryðið utan af demantin- um, og persóna hans gerðist öll aðsóps- meiri og heiðum-hæri. Þannig geyma vinir Björgvins mynd hans í liuga sínum. ÚR KVEÐSKAP LEIRULÆKJAR-FÚSA Þjóðsögur varðveita mikið a£ kveðskap Leiru- lækjar-Fúsa, sem var einn af nafntoguðustu galdra- mönnum íslenzkum. Hér eru sýnishorn. Fúsi kvað til dóttur sinnar, Þórunnar, í brúð- kaupi hennar: Varaðu þig svo vits sé gœtt, til vonds ei leggðu hendur, það er gjörvöll þjófacett það sem að þér stendur. Til brúðguma í veizlu: Þú, sem gafst oss þessa skál, þinn bið ég drottinn veri, kvinnunnar hressist sinni og sál, svo að hún ávöxt beri. — Úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.