Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 17
N. Kv. ÍSLENZKIR ÆTTSTUÐLAR 63 Bréf Björns sonar Guðmundar lögréttu- manns á Hofi á Rangárvöllum Eyjólfssonar kom fyrir dóminn, sem m. a. sagði svo: „ . . . . þeir sálugi Jón (þ. e. Jón í Kollabæ Gunnlaugsson og faðir Björns) voru systra- synir, svo sem þér kannske vitið . . . . “ Síra Jón í Hrepphólum Egilsson segir í annál- um sínum, að móðir Guðmundar lrm. á Hofi hafi verið Gróa Þorleifsdóttir pr. á Breiðabólsstað Eiríkssonar.90) Gunnlaugur hefur dáið fremur ungur, sennilega ekki eldri en á fertugsaldri, og hefur líklega ekki átt fleiri börn skilgetin en Jón í Kollabæ. Að því miðar fyrrnefnd- ur dómur. Þar krefst Björn Guðmundsson þess í umboði föður síns að fá að sitja í arfi eftir Jón þar til er löglegur erfingi sæki arfinn eftir lögmáli. í arfinn voru setztar systurdætur Jóns, Katrín og Margrét Orms- dætur, og var svo dæmt, að með því þær væru setztar í arfinn eftir dómi skyldu þær í honum sitja þar til er sá færir sig til arfs, sem arf á að taka eftir lögmálinu. Guð- niundur var í 6. erfð eftir Jón Gunnlaugs- son systrung sinn, en skilgetnar systurdæt- ur af samfeddri97) systur komnar voru í 5. erfð. Guðmundi hefði ekki dottið í hug að reyna að setjast í arf þess, sem var í erfð á undan honum, og má því með vissu telja, að móðir þeirra Katrínar og Margrétar hafi verið sammædd Jóni Gunnlaugssyni, dóttir Valda á Hrútafelli og Katrínar98), og þannig aftar í erfðatali. Páll lögmaður Vigfússon liefur einhvern tíma löngu fyrir andlát sitt átt von á dauða sínum en hjarnað við. Hann hefur þá gert testamenti sitt, sem enn er til og talið er af ótgefanda fornbréfasafnsins að hljóta að vera frá því urn 1540 en varla yngra. Þetta skjal er hið eina, sem nefnir Gunnlaug Jónsson þann, sem væntanlega er sonur síra Jóns í Holti Gíslasonar, mágur Páls. Svo Segir í testamenti: 96) Safn til sögu íslands, I. b., bls. 83. 97) þ. e. samfeðra. 98) Alþingisb. V, bls, 349-350. „Standa eftir 8 hundruð af þeim pening- um, sem ég hefi lofað Gunnlaugi Jónssyni. Hann skal taka þau hið eystra hjá Fúsa Helgasyni .... gef ég Gunnlaugi Jónssyni látúnsreiða og látúnsbrjóstgjörð.“ Þar segir ennfremur: ,,.... Valda frænda mínum gef ég bláa treyju,“ og er hér sennilega átt við Valda þann, sem gömul niðjatöl, eflaust réttilega, telja son Ingveldar laundóttur Vigfúsar lögmanns Erlendssonar. Það var sá Valdi, sem varð síðari maður Katrínar Þorleifs- dóttur, konu Gunnlaugs. Jón í Kollabæ mun hafa verið einka- barn Gunnlaugs, svo sem fyrr segir. Hann átti Ingibjörgu Ásgeirsdóttur pr. á Lundi Hákonarsonar, og voru þau barnlaus. xbbb. Gísli Jónsson er líklega sá, sem Páll Vigfússon gefur dökkan faldrokksstakk í testamenti sínu frá því um 1540.99) Það mun vera Gísli sonur síra Jóns í Holti, sem 15. september 1555 er kaupvottur á Hlíðarenda í Fljótshlíð og undirritar kaupbréfið i Holti undir Eyja- fjöllum 16. s. m.100) 6. október 1570 nefnir Árni sýslumaður Gíslason í dóm um umboð fjár Guðnýjar Jónsdóttur pr. í Holti Gíslasonar, ekkju Páls lögmanns Vigfússonar, sem þá var ný- lega látinn. Guðný lýsti því, að erfingi hennar væri Gísli Jónsson, bróðir hennar. Var svo dæmt, að Guðný mætti ráða hver vörzlur fjár hennar hefði, með því að Gísli hefði ekki fé til að taka við því umboði. Síra Jón í Hrepphólum Egilsson segir, að kona Gísla hafi verið Margrét Snorradótt- ir pr. í Holti undir Eyjafjöllum Hjálms- sonar. Hann segir ennfremur: „Annar sonur síra Jóns var Gísli faðir Margrétar í Oddgeirshólum og allra hennar systkina: Bjarna, Odds, Ragnheiðar, annarrar Mar- grétar, Halldóru, Kristínar, hvar af margt manna er út af komið, hvað ég nenni ekki að skrifa.“ Framhald. 99) D. I. X, bls. 597. 100) D. I. XIII, bls. 82.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.