Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 38
84 SJÁLFSÆVISAGA N. Kv. aftur á bak, það tók sinn tíma, því ef ég ruglaðist í talnaröðinni, varð ég að byrja á nýjan leik. En varast varð ég að lireyfa var- irnar, því lesarinn virtist fylgjast furðu vef með því, hvernig við hegðuðum okkur, ungu mennirnir, meðan hann las. Máttum við búast við alvarlegum ákúrum að lestrin- um loknum ef eitthvað þótti athugavert við hegðun okkar. Eg held pabbi hafi dáð meistara Jón mest allra manna. Hann kunni orðið langa kafla úr sumum ræðunum og var gjarnt að grípa til snilliyrða meistarans máli sínu til sönn- unar og áherzlu ef liann lenti í deilum um nrenn eða málefni. Ég gat þess fyrir skömmu að mikið hefði verið unnið á Miðsitju og var það ekki orð- um aukið. Mainma hafði um sex manns að hugsa og þar af þrjá stráka, alla á sóðaaldr- inum, sem þurftu ærna þjónustu. Auk þess tætti hún að vetrinum ekki svo lítið. Spann band í öll plögg til heimilisins og auk þess í eina eða tvær voðir á vetri hverjum. Mik- ið af prjónlesinu prjónaði hún sjálf. Pabbi greip í prjóna, ef hann var inni stund að deginum, en að kveldinu kembdi hann. Snemma vorum við drengirnir látnir hjálpa til við tóskapinn. Fyrst að tæja ull og taka lykkjuna, þar næst að kemba í hið grófara bandið. Minnist ég þess, að einn veturinn prjónuðum við Stefán ábreiðu yfir rúmið okkar. Við prjónuðum lengjur „cirka“ 5 þumlunga breiðar en jafnlangar rúminu. Litirnir voru tveir, svartur og ljósrauður. Prjónaður var sinn bekkurinn af hvorurn lit, jafnlangir breidd lengjunnar. Mamma saumaði svo lengjurnar þannig saman, að rautt kom móti svörtu og svart móti rauðu. Þegar búið var að breiða ábreiðuna yfir rúmið, leit það út eins og heljarmikið skák- borð. Oft leiddist mér við þennan prjóna- skap, enda var aldurinn ekki hár. Ég var 10 ára þegar Stefán fór alfarinn að heiman og ég held að það hafi ekki verið síðasta vet- urinn hans heima, sem við unnum þetta þrekvirki saman. En öll leiðindin gleymd- ust þegar ábreiðan var komin fullsköpuð yfir rúmið okkar og við háttuðum bæði hreyknir og hamingjusamir kvöldið það. ÆRSL OG ALVARA. Eins og að líkum lætur var oft ærið hávaðasamt í Miðsitjubaðstofunni, þegar veður voru þannig að við gátum ekki leikið okkur úti. Við vorunr fjórir strákarnir, allir fjörmiklir og heilsuhraustir. Á kvöldvökun- um var reynt að halda okkur í skefjum og við vinnu, eftir því sem kunnátta og geta okkar leyfði. En að deginum var pabbi oft- ast úti við gegningar, en konurnar frammi í búri og eldhúsi við matseld. Þá vorum við einráðir inni og fundum þá upp á ýmsu, sem ekki var vel séð af fullorðnum augum. Stundum kastaðist þá í kekki milli okkar og Guðmundar. Hann hafði venjulega 10— 12 kindur á fóðrum heima, hinu kom hann í fóður. Sat því löngum á rúmi sínu og prjónaði. Þoldi karl illa ærsl okkar og hávaða og reyndi að þagga niður í okkur, en aðfinnslum hans tókum við illa og svör- uðum honum fullum hálsi, venjulega á þá lund að hann ætti ekkert yfir okkur að segja, gerðum jafnvel aðsúg að karli, en með gát varð það að gerast, því við þekktum krumlurnar hans Guðmundar, ef þær náðu taki á manni þá gát undan þeim sviðið. Því var næstum því um lífið að tefla, að vera nógu snarráður að skjótast fram úr baðstof- unni, ef Guðmundur gerði sig líklegan til að górna einhvern okkar. „Þið megið bæta einum lið í hálsinn og öðrum í rassinn, áð- ur en þið standið yfir mínum höfuðsvörð- um,“ var vana skeytið, sem við fengum yfir okkur á flóttanum. Þrátt fyrir þessar og því- líkar smá-hreður var oftar en hitt mein- hægt milli okkar og Guðmundar. Annað árið sem við vorum á Miðsitju kom fyrir atburður, er útilokaði það að okkur ungu mönnunum liðist að vera með hávaða eða ill læti inni í baðstofu. Ég hef lauslgea drepið á það að húskoi'*1 var hjá foreldrum mínum er Rósa l'et
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.