Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 8
54 BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON N. Kv. starf að útbreiðslu fallegra smásöngva, en tónskáld átti þ]óðin ekki mörg, og hið eina, sein nokkuð kvað að, var Sveinbjörn Svein- björnsson. En hann var búsettur erlendis og var fátt kunnugt hér heima af tónsmíðum hans nema þjóðsöngurinn. Þrátt fyrir alla fátækt í tónlistarefnum hérlendis og þá ekki sízt í þessari afskekktu sveit, var Björgvin farinn að brjóta heilann um tónstigakerfin og hlutföllin milli tón- tegunda langt innan við fermingu og lærði af eigin rammleik að skrifa upp bæði takt- og tónrétt þau lög, er hann kunni. Auðvitað varð hann að leggja hönd að öllum venjulegum sveitastörfum í æsku sinni og það því fremur, sem faðir hans and- aðist, er Björgvin var ekki nema 16 ára. Heldur var liann óhneigður til líkamlegrar vinnu, eins og oft verður um menn, sem meiri hæfileika hafa á öðrum sviðum. Finnst þeim moldarverkið miða lítið til þeirrar áttar, sem þá dreymir um. Þó var Björgvin laghentur, ef hann vildi, svo sem verið hafði föðurafi lians, og kom það sér vel seinna, er hann fékk helzt atvinnu við húsasmíðar vestan hafs. Ekki lýsir Björgvin sjálfum sér glæsilega um sextán ára aldurinn. Segist hann hafa verið þunglyndur og einrænn og orðhákur hinn mesti, og hafi á þessum gelgjuárum kennt mikils jafnvægisleysis í lundarfari sínu. Án efa hefur hann snemma verið orð- heppinn og tannhvass, ef því var að skipta, en á hinn bóginn mildur og blíður sem barn. En það er alkunna, að sálarstrengir listamanna eru oft þandir milli andstæðra skauta, og er lundarfar þeirra því iðulega viðkvæmara og vanstilltara en venjulegra borgara. En bezta athvarf hans í þessu öldu- róti gelgjuskeiðsáranna var ofurlítið stofu- orgel, sem hann hafði eignazt. Á þessum árum byrjar Björgvin á því að fást við að semja sönglög og raddsetja þau. Fyrsta lagið, sem hann samdi, var við sálrn- inn „Þitt nafn er, Jesú, unun öll“. Það lag endursamdi hann þó siðar. En fáum dögum síðar gerði liann lag við hinn alkunna sálrn Hallgríms Péturssonar: „Bænin má aldrei bresta þig“. Skapaðist það lag í huga hans fyrirhafnarlaust og svo að segja á svipstundu með öllum röddum, og er það prentað eins og hann gekk frá því seytján ára unglingur- inn í Prestafélagsritinu 1931. Næstu árin samdi hann nokkur srnálög, og voru þá þeg- ar farnar að skgpast í huga lians tónhend- ingar, sem hann notaði mörgum árum síðar í liin miklu tónverk, er hann gerði við ljóð Guðmundar Guðmundssonar. Systkini Björgvins þrjú höfðu flutzt vest- ur unr haf nokkrum árunr áður en faðir þeirra dó, og undu þar allvel hag sínum. Þó brá elzti bróðirinn sér heim skömmu eft- ir að faðir hans andaðist, í því skyni að taka við búskap á Rjúpnafelli, en ekki undi hann sér þar í fásinninu eftir utanför sína. Varð þetta til þess, að öll fjölskyldan hvarf að því ráði að flytjast til Ameríku þremur árunr síðar, sumarið 1911. Ekki var Björgvin létt um hjartarætur, er hann yfirgaf heimasveit sína og sá ættjörð- ina hverfa í hafið. En bak við söknuð hans vakti þó einhver von um, að fyrirheitna landið myndi ef til vill verða þess megnugt að greiða honum veg að takmarki drauma hans. Það eitt sætti hann við þessa ráða- breytni. # # # Þegar vestur kom, tók við fyrsta sprettinn lífsbaráttan hörð og miskunnarlaus. Þó gafst honum þarna tækifæri til að heyra miklu meira af sígildri tónlist, einkum kirkjutón- list, en hann hafði áður átt kost á, og einnig kynntist liann nokkrum tónlistarmönnum, sem miðluðu honurn af þekkingu sinni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.