Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 32
78 GAMALÍELS ÞÁTTUR N. Kv. Lifnar hagur nú á ný, nýr er bragur spunninn. Dýr og fagur austri í upp er dagur runninn. Þessi vísa virðist fyrir löngu landskunn, og vilja margir kveðið hafa, og munu finn- ast menn í öllum landsfjórðungum, senr eigna hana langafa sínum, og svo geri ég, meðan ég fæ ekki sterkari rök eða veiga- meiri sannanir fyrir annarra eignarrétti til hennar en hingað til. Á seinni hluta átjándu aldar og í byrjun 19. aldar virðist vera mikið um góða hag- yrðinga í Mývatnssveit, og mun sú orðlist mikið iðkuð, en misjöfn vígfimi og við- brögð til sömu mála. Þegar Sigmundur í Belg biður húsbóndann á neðri byggðinni grátandi að hirða hið „forherta flugnalið", ákallar Gamalíel „Gylfa hæða“ og biður hann að láta hvessa á mývarginn. Vísa Sig- mundar hefur náð meiri lýðhylli og þótti líklegri til sigurs og hefur bókstaflega gert meistara sinn ódauðlegan, en vísa Gamal- íels ólíklegri til kraftaverka, en hvað um það, báðar eru vísurnar táknrænar fyrir sinn höfund, en mývargurinn er enn í fullu fjöri, þegar honum gefur upp. Um sjálfan sig kveður Gamalíel: Öllum drottinn ágæti mun eitthvert gefa. Ég kann bæði að skálda og skrifa, skammt þó megi á þessu lifa. Munu margir niðja hans geta sagt hið sama. Ennfremur kveður hann: Víst er ég til verka seinn, veikindin því dvala. Gullinkambi Óma einn ætti því að gala. Gamalíel var að sögn kviðslitinn, en á þeim árum þekktust ekki umbúðir né aðr- ar aðgerðir við því. Lamaði þetta því vinnuþrek hans mjög, og skáldskapurinn liefur orðið hans dægradvöi og andleg lækn- ing. Ekki veit ég hvenær Gamalíel og Helga bregða búi, en á vegum Stefáns sonar síns munu þau vera sín síðustu ár. Árið 1852 byggir hann Einari syni sínum hálft Haga- nes, og er það byggingarbréf til enn. Áður var hann búinn að byggja Kristjáni syni sínum af jörðinni, en í Álftagerði mun hann fluttur fyrir 1850, því það ár fer Stef- án í Haganes. Stefán Stefánsson í Ytri-Nes- löndum lýsir svo Gamalíel og Helgu í end- urminningum sínum: „Afi minn hafði stórt enni, með breiða, mikla ásjónu. Ömmu mína man ég betur, því ég var 5 ára, þegar hún dó. Mér finnst ég sjá hana, bjarta og sléttleita, með silfurhvítt hár sitja á rúminu sínu og prjóna og lijala við litla drenginn hjá rúmstokknum.“ Móðir mín, Guðbjörg Stefánsdóttir, son- ardóttir Gamalíels, skrifar sögukorn í Hlín, ellefta árgang 1927, er hún nefnir Síðustu spor öldungsins. Veit ég vel, að sá öldung- ur er Gamalíel afi hennar í Haganesi, og mun þar allt sögulega rétt, þó hún færi það í skáldsögubúning og breyti nöfnum, og' liefur sennilega haft þennan atburð eftir móður sinni, Björgu Helgadóttur. Eftir þeirri frásögn leggur hann burt frá heimili sínu á skírdag í heimsókn til vinkonu sinn- ar, Guðbjargar Aradóttur á Sveinsströnd, ekkju Árna Arasonar, d. 1856. Móðir mín lýsir því á hugnæman hátt, þegar öldung- urinn er að búa sig á stað — í sína síðustu ferð. Hann tekur bók upp úr skúffu á borð- inu, sem stendur við rúmið hans, og skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.