Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 35
&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&& 5 « s. s i s s s SJÖTTI ÞÁTTUR ^f^f^f^f^f^f^f^f^f SJALFSÆVISAGA Jónasar Jónassonar frá Hofdölum S 15 15 15 15 15 Á fyrstu búskaparárum Sigurðar kom bóndi einn þar úr sveitinni að finna hann. Þetta var síðla vetrar. Bóndi þessi — við getum kallað hann Jón — var fátækur en skilamaður og fjárglöggur. Erindi hans við Sigurð var það, að bjóða honum tvo geld- inga til kaups og segir svo: „Þú gerir mér mikinn greiða, Sigurður, ef þú gerir þetta fyrir mig. Mér bráðliggur á þessum krón- um upp í skuld sem er að falla í gjalddaga." Sigurður svarar: „Því bauðstu ekki Helga i Sólheimum geldingana, þeirn mikla bónda og sauðavini?" Jón svarar: „Ég fór fyrst til Helga en fékk afsvar og er ég reyndi að blíðka karlinn með því að hæla geldingun- um, svaraði hann stuttarlega: ,Eg á nóg sauðarefni en fáar krónur/ og svo var þeirri málaleitan lokið.“ Sigurður brosir við og segir: „Ég er nú frumbýlingur eins og þú veizt, Jón minn, en þó ætla ég samt að leysa þessi vandræði þín og kaupa af þér gelding- ana, en sjá verður þú um þá til eldadags.“ Jón svarar: „Vel gerir þú, Sigurður, að forða mér frá því að verða vanskilamaður. Geldingunum skal ég skila til þín á tilskyld- um tíma.“ Um þetta leyti var það föst venja að rýja geldfé svo snemma sem hægt var og reka það til afrétta. Vorið eftir að Sigurður keypti geldingana, ráku þeir saman, hann °g Helgi í Sólheimum. Þetta var myndarlegur hópur, því þessi Geimi 1 i voru með þeim fjárflestu í sveitinni. Það lá vel á Helga og var hann vel málreit- mn þegar tími gafst til frá rekstrinum. Skannnt fyrir framan Silfrastaði stönz- uðu þeir til að lofa fé og hestum að grípa niður. Þá vindur Helgi sér að Sigurði og segir: „Segðu mér eitt, Sigurður minn. Hver á fallegu geldingana, sem hafa haldið saman og alltaf verið framarlega í hópnum, annar er svarthöttóttur en hinn móbíldótt- ur?“ Sigurður svarar og heldur snöggt. „Það eru geldingarnir, sem þú vildir ekki í vet- ur.“ Helgi varð ókvæða við, en segir þó: „Vildi ekki, segir þú, ég veit ekki til að ég hafi átt þeirra kost.“ „0-jú,“ segir Sigurð- ur. „Jón í Koti bauð þér þá síðla vetrar — bað þig meira að segja að kaupa þá af sér, en þú neitaðir, svo kom hann til mín sömu erinda, ég keypti þá og sé ekki eftir þeim kaupum.“ Eftir þetta dróst ekki orð úr Helga, þar til þeir sneru aftur heimleiðis, þá segir hann: „Mikill heppnismaður ætlar þú að verða, Sigurður." Sigurður svarar að bragði: „Þetta þykir mér góður spádómur hjá Helga i Sólheimum.“ Eftir það tók Helgi aftur gleði sína. ENN UM MIÐSITJUHEIMIUIÐ. Eins og ég hef þegar gefið í skyn, var ekk- ert stórbú á Miðsitju eða ríkidæmi. Raun- ar var maddama Þóra talin efnuð, hún átti 4 jarðir, voru þrjár þeirra norður í Öxna- dal en allar fremur smáar. Þó mun hún hafa fengið milli tíu og tuttugu gemlinga vor hvert í landskuldir. En bú hennar var ekki stórt: 1 kýr, 2—3 hross og um 30 kindur á lóðrum. Aðrar eignir átti hún ekki, en varð að kaupa alla vinnu meðan Jón fóstursonur hennar var í bernsku. Pabbi hirti urn fénað hennar og mun sú vinna hafa komið upp í afgjald þess hluta jarðarinnar, er hann bjó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.