Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 23
N. Kv. SÍÐASTA ORRUSTAN 69 brautin var gerð y£ir heiðina, sú sem nú er farin, og lialdið inn eftir, ofan við bæi í Kaupangssveitinni. Þeir Þorvarður og félagar senda nú nokkra menn í veg fyrir ferðalanga þessa, ef ske kynni að þeir gætu upplýst eitthvað um þá Eyjólf og Hrafn, og fyrirætlan þeirra. — Þetta reyndist vera Eyjólfur ábóti á Munkaþverá, hinn mætasti maður, og með honum nokkrir kennimenn og munkar. Höfðu bændur héraðsins farið á fund ábóta, er þeir vissu um ófrið þennan, og beðið hann að freista meðalgöngu. Ábóti kom nú einmitt af fundi þeirra Eyjólfs og Hrafns. Sagði hann að þeir lægju upp á Rauðahjalla yfir Kaupangi. — Það nafn þekkist nú ekki. En efalítið hefur hann verið við Bíldsárgil, sunnanvert, efsti hjallinn þar, eða næst efsti, en þeir heita nú Geldingahjalli og Selhjalli. Neðar gat hann ekki verið, til að fjölmennur flokkur nianna gæti dulizt þar, þeim er staddir voru niðri á Þórunnareyju. — í Víga-Glúmssögu er getið um Rauðahjalla, og af frásögninni þar verður ráðið, að hann hafi legið að klettagili, þar sem nokkurt vatn féll eftir, og kemur þá vart annað til greina en Bílds- árgil. — Verður að álykta að ábóti hafi skil- ið við flokkinn norðaustur á heiði, eða aust- ur í dal, því ella er ólíklegt að hann hefði komið norðan með fjallinu, svo langt sem séð varð úr hólmanum, heldur eftir Þing- •uannavegi hinum forna, niður hjá Leifs- stöðum, — og þeir þá sagt honum að bíða tuyndu þeir á Rauðahjalla meðan sættir yrðu reyndar. Ábóti kvaðst nú hafa rætt við þá Eyjólf °g Hrafn, og þeir tekið öllum sáttaumleit- unum treglega, en þó ekki með öllu fjarri. Réði hann þeim þremenningunum að vera Vara um sig, því ætlan hinna væri, að blaupa niður og að þeim, er þeim þætti fasri á vera. Hefðu þeir harðsnúið lið, og Vel vopnum búið. Ekki vildu þeir í Þórunnarey fallast á boð þeirra Eyjólfs og Hrafns, þau er ábóti flutti þeim, sem vænta mátti, en settu fram gagnboð, sem voru all fjarri hinna. — Fór nú ábóti með þessi skilaboð aftur upp eftir. Var þeim vitanlega hafnað, og var nú Hrafn öllu kröfuharðari en Eyjólfur. — Þó slógu þeir litlu einu af sínum fyrri tilboðum. — En aðal kröfur beggja aðila á hendur hin- um voru: utanfarir þeirra og uppgjöf sveita, — og/eða: að málin yrðu sett í gerð Há- konar Noregskonungs. — Unr framsal þeirra Eyjólfs og Hrafns í hendur Þorvarði virðist ekki lrafa verið rætt, enda hefði það ekkert þýtt. Báðu þeir nú ábóta að bera þeim í Þór- unnarey þau orð, að e£ ekki yrði gengið að þessum síðustu kostum þeirra, þá buðust þeir að berjast til úrslita á grundinni hjá Þverá, „fyrir norðan", og er þar efalítið átt við, norðan árinnar. „Skildu báðir standa jafnframt og stelast hvorugir að öðrum.“ Má ætla að í þessu felist það, að liðunum sé fylkt samtímis, og að árás sé ekki gerð fyrr en að því loknu, og verður því að telja að hér hafi átt að ganga drengilegar að verki, ef svo má nefna það, en oft hafði áður verið gert, er orrustur hófust. Þegar hinir fengu þessa orðsendingu, þá bar enn svo mikið á milli, að ljóst var, að hjá vopnaviðskiptum yrði ekki komizt, og var þó helzt lát á Þorvarði. — Tóku þeir bardagaáskoruninni, og kom ábóti enn þeirri tilkynningu upp eftir. — Þar með var teningunum kastað. — Þó reyndi ábóti enn að koma á sættum, en án árangurs. Eggjuðu nú hvorir tveggja sitt lið til frækilegrar framgöngu. — Athyglisvert er, að Eyjólfur virðist hafa vantreyst heilind- um sumra manna sinna, og þó einkum Hrafns félaga síns. Lét hann allglöggt í það skína. En Hrafn fullyrti, að ekki þyrfti að ugga um trúmennsku sína. „Ætla ég mér ekki,“ segir hann, „að renna og láta elta mig um sveitir við svo frækilegt lið.“ Þeir úr Þórunnarey urðu fyrri á grund-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.