Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 27
ÞURA ÁRNADÓTTIR FRÁ GARÐI:
Gamalíels þáttur Halldórssonar
Gamalíel Halldórsson var fæddur í
Möðrudal á Efri-Fjöllum árið 1777. For-
eldrar hans voru Halldór Magnússon og
Halldóra Gamalíelsdóttir Þorlákssonar
Guðmundssonar Kolbeinssonar á Kálfa-
strönd, en kona Gamalíels var Elín Illuga-
dóttir frá Saltvík; var hún áður gift Vig-
fúsi Ingjaldssyni, er kenndur var við Kálfa-
strönd. Elín Jrótti atgjörvis- og gáfukona.
Bræður hennar voru Arni bóndi á Hof-
stöðum og Helgi skáld á Sandhólum á Tjör-
nesi; er frá þeim komið skálda- og fræði-
mannakyn Þingeyinga.
Halldór Magnússon var ættaður úr Ax-
arfirði, fæddur um 1750. Bjuggu forfeður
hans þar, og má rekja ætt hans til Finnboga
lögmanns Jónssonar og Joaðan til fornkon-
unga og svo í grárri forneskju til jötna og
hrímþursa, svo að sízt er að undra, þó að
kvistir kynlegir komi fram í ættum. *
Þau Halldór og Halldóra eru í Möðru-
dal 1778, en flytjast þaðan að Geiteyjar-
strönd. Munu þau hafa haft þar skamma
dvöl. Þau flytja að Ytri-Neslöndum 1784
°g búa þar til æviloka.
Indriði á Fjalli telur, að Gamalíel Hall-
dórsson hafi orðið eftir hjá afa sínum og
ómmu á Geiteyjarströnd, þegar foreldrar
hans fluttust í Ytri-Neslönd, og alizt upp
hjá þeim. Gamalíel flyzt frá Geiteyjar-
strönd í Syðri-Neslönd 1788, en þá fer það-
an Marteinn Þorgrímsson, er fór í Garð
frá Haganesi ári síðar, en ættleggur hans
hýr þar enn. í Geiteyjarströnd fór þá Helgi
horsteinsson frá Skörðum í Reykjahverfi,
°g búa niðjar hans þar enn.
Jón Hinriksson telur í þætti sínum um
Halldór í Neslöndum, að Elín Illugadóttir
hafi dáið í Syðri-Neslöndum, en ég held
hún muni hafa dáið á Geiteyjarströnd fyrir
1787, því að ég finn ekki dánardægur henn-
ar í kirkjubókum, sem byrja það ár.
17. desember 1788 kvæntist Gamalíel
ráðskonu sinni, Kristínu Eyjólfsdóttur frá
Lásgerði í Reykjadal; er hún fædd 1741 og
22 árum yngri en hann, Eigi áttu þau börn
saman. Jón Hinriksson segir, að hún hafi
áður verið bústýra hjá Illuga Vigfússyni
gullsmið og þau viljað ná saman, en ekki
mátt það einhverra hluta vegna.
Illugi Vigfússon flytur frá Haganesi að
Granastöðum í Kinn 1791, en Gamalíel og
Kristín fara í Haganes. Þar deyr Gamalíel
22. október 1793, 78 ára gamall. Kristín
býr í Haganesi og með henni Gamalíel
Halldórsson, sem er 16 ára, er afi hans deyr.
Kristín dó í Haganesi 1. september 1832,
91 árs, og arfleiddi hún Gamalíel að reyt-
um sínum.
Gamalíel kvæntist 10. október 1805
Helgu Einarsdóttur prests Hjaltasonar; er
hann þá 28 ára, en hún 23. Móðir Helgu
var Ólöf Jónsdóttir prests í Vogum Þórar-
inssonar prests í Nesi í Aðaldal, en kona
sr. Jóns í Vogum var Helga Tómasdóttir
frá Ósi Tómassonar. Af þeim er Gröndals-
ætt.
Þann sama dag kvæntist einnig faðir
Helgu, sr. Einar, er hafði verið 5 mánuði
ekkjumaður, Guðnýju Jónsdóttur, ekkju
Stefáns prófasts á Presthólum Þorleifssonar.
Ekki veit ég, hvort þau Gamalíel hafa þá