Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Blaðsíða 44
90 SJ ÁLFSÆVIS AGA N. Kv. Það gerðist síðla vetrar eða snemma vors, að pabbi, mamma og maddama Þóra voru boðin í veiz.lu, líklega erfisdrykkju, og fóru þau öll. Til að vera hjá sjúklingnum og stjórna strákastóðinu var fengin kona, sem Guðbjörg hét, og var alltaf kölluð Guðbjörg yfirsetukona. Ekki veit ég hvort hún hefur lært til þess starfs, en nærfærin var hún og til hennar var oft leitað ef eitthvað var að, hvort sem það voru menn eða skepnur. Guð- björg var húskona á Hellu og nákunnug öllu á Miðsitju, því hún var kaupakona hjá foreldrum mínum yfir sláttinn öll þau ár sem Rósa lá rúmföst. Guðbjörg var hætt nærkonu-störfum er hér var komið, enda nokkuð við aldur, en þó hin ernasta. Ég hef áður gefið það í skyn að pabbi var töluvert strangur við okkur bræðuma. Eins og almennt var þá álitið, hélt hann víst að vöndurinn væri ómissandi við uppeldi barna, beitti honum því óvægilega og oft við smáyfirsjónir, að okkur fannst. Sterkasta tilfinning okkar til hans, held ég að hafi verið óttinn. Okkur fannst við aldrei geta um frjálst höfuð strokið nema þá daga, sem hann var að heiman. Þá hætti okkur við að breytast í verstu óhemjur og fremja ýmis strákapör, sem að sumu leyti lágu fjarri eðli okkar, og svo var nú þennan umrædda dag. Fyrst lékum við allar strákalistir okkar úti. Rændum potthlemmum og eldskörungum og öðru sem hönd á festi inni í eldhúsi. Öskruðum eins og hljóðin leyfðu, bitum í skjaldarrendur og froðufelldum eins og reglulegir berserkir, það var nú meiri að- gangurinn. Þegar þetta liafði gengið langa hríð, kallaði Guðbjörg á okkur í matinn. Lögðum við þá niður vopn öll og verjur, enda vorum við bæði þreyttir og svangir eftir atganginn. Þegar við höfðum matazt, kom okkur saraan um að taka upp léttari leiki. Ég náði í Guðbrandsbiblíu og við fórum að skoða enn einu sinni hina dásamlegu stafi hennar og bóklmúta. Ekki man ég hver átti þá óheilla uppástungu að klippa alla stærstu og fallegustu stafina úr bókinni, svo við gæt- um átt þá ætíð og ævilangt. Eitthvað mald- aði ég í móinn, en máttlítið þó, enda kom Stefán með ástæðu til verksins, sem reið baggamuninn. Hann sagði ofur spekings- lega: „Ef við berum ætíð á okkur eitthvað af þessum skrautlegu stöfum úr hinni helgu bók, þá kemst ekkert illt nærri okkur. Jafn- vel Kölski gamli hlýtur að hafa beyg af þeim, að ég tali nú ekki um draugana. Þá losnum við líka við ólukkans myrkfælnina.“ Þetta voru röksemdir, sem ekki var hægt að mæla í móti. Ekki þorðum við þó að framkvæma verk- ið inni vegna Guðbjargar, heldur læddumst með bókina fram á dyraloft, þegar Guð- björg var fram í eldhúsi, eittthvað að sýsla, og tókum þar til starfa. Fyrst klipptum við úr bókinni alla stærstu stafina, en það voru upphafsstafir hverrar bókar, þar næst nokkra bókahnúta og síðast æðimarga kafla- upphafsstafi. Að því verki loknu skiptum við öllu herfanginu bróðurlega jafnt í milli okkar. Svo valdi hver stærstu og margbreyti- legustu stafina úr sínum hlut, það átti að verða okkar verndarstafir gegn öllu óhreinu og illu. Meðan við störfuðum að þessu var áhug- inn svo mikill að engin önnur hugsun komst að. En þegar allt var um garð gengið, skaut þeirri hugsun, eins og leiftri upp í huga okkar, nærfellt samtímis. Hvað ætli pabbi segi nú og geri? Já, nú ættum við áreiðan- lega von á flengingu og það svo um munaði- Pabbi var funabráður, þó hversdagslega væri hann stilltur. Við minntumst orðanna, er liann hreytti oft út úr sér, þegar honum rann í skap við einhvern okkar: „Ég ætla að sleppa þér með áminningu í þetta skipti, en ganga skal ég næst lífi þínu ef þú gerir þetta aftur, og svo augnatillitið sem áminning- unni fylgdi. Augun hans pabba gátu orðið svo hvöss, alveg eins og spjótsoddar. Framhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.