Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Qupperneq 32
78
GAMALÍELS ÞÁTTUR
N. Kv.
Lifnar hagur nú á ný,
nýr er bragur spunninn.
Dýr og fagur austri í
upp er dagur runninn.
Þessi vísa virðist fyrir löngu landskunn,
og vilja margir kveðið hafa, og munu finn-
ast menn í öllum landsfjórðungum, senr
eigna hana langafa sínum, og svo geri ég,
meðan ég fæ ekki sterkari rök eða veiga-
meiri sannanir fyrir annarra eignarrétti til
hennar en hingað til.
Á seinni hluta átjándu aldar og í byrjun
19. aldar virðist vera mikið um góða hag-
yrðinga í Mývatnssveit, og mun sú orðlist
mikið iðkuð, en misjöfn vígfimi og við-
brögð til sömu mála. Þegar Sigmundur í
Belg biður húsbóndann á neðri byggðinni
grátandi að hirða hið „forherta flugnalið",
ákallar Gamalíel „Gylfa hæða“ og biður
hann að láta hvessa á mývarginn. Vísa Sig-
mundar hefur náð meiri lýðhylli og þótti
líklegri til sigurs og hefur bókstaflega gert
meistara sinn ódauðlegan, en vísa Gamal-
íels ólíklegri til kraftaverka, en hvað um
það, báðar eru vísurnar táknrænar fyrir
sinn höfund, en mývargurinn er enn í fullu
fjöri, þegar honum gefur upp. Um sjálfan
sig kveður Gamalíel:
Öllum drottinn ágæti mun eitthvert gefa.
Ég kann bæði að skálda og skrifa,
skammt þó megi á þessu lifa.
Munu margir niðja hans geta sagt hið
sama. Ennfremur kveður hann:
Víst er ég til verka seinn,
veikindin því dvala.
Gullinkambi Óma einn
ætti því að gala.
Gamalíel var að sögn kviðslitinn, en á
þeim árum þekktust ekki umbúðir né aðr-
ar aðgerðir við því. Lamaði þetta því
vinnuþrek hans mjög, og skáldskapurinn
liefur orðið hans dægradvöi og andleg lækn-
ing.
Ekki veit ég hvenær Gamalíel og Helga
bregða búi, en á vegum Stefáns sonar síns
munu þau vera sín síðustu ár. Árið 1852
byggir hann Einari syni sínum hálft Haga-
nes, og er það byggingarbréf til enn. Áður
var hann búinn að byggja Kristjáni syni
sínum af jörðinni, en í Álftagerði mun
hann fluttur fyrir 1850, því það ár fer Stef-
án í Haganes. Stefán Stefánsson í Ytri-Nes-
löndum lýsir svo Gamalíel og Helgu í end-
urminningum sínum: „Afi minn hafði stórt
enni, með breiða, mikla ásjónu. Ömmu
mína man ég betur, því ég var 5 ára, þegar
hún dó. Mér finnst ég sjá hana, bjarta og
sléttleita, með silfurhvítt hár sitja á rúminu
sínu og prjóna og lijala við litla drenginn
hjá rúmstokknum.“
Móðir mín, Guðbjörg Stefánsdóttir, son-
ardóttir Gamalíels, skrifar sögukorn í Hlín,
ellefta árgang 1927, er hún nefnir Síðustu
spor öldungsins. Veit ég vel, að sá öldung-
ur er Gamalíel afi hennar í Haganesi, og
mun þar allt sögulega rétt, þó hún færi það
í skáldsögubúning og breyti nöfnum, og'
liefur sennilega haft þennan atburð eftir
móður sinni, Björgu Helgadóttur. Eftir
þeirri frásögn leggur hann burt frá heimili
sínu á skírdag í heimsókn til vinkonu sinn-
ar, Guðbjargar Aradóttur á Sveinsströnd,
ekkju Árna Arasonar, d. 1856. Móðir mín
lýsir því á hugnæman hátt, þegar öldung-
urinn er að búa sig á stað — í sína síðustu
ferð. Hann tekur bók upp úr skúffu á borð-
inu, sem stendur við rúmið hans, og skrifar