Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Page 20

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Page 20
Sjómannadagurinri HátíSahöld Sjómannadagsins í Reykjavík 1959 fóru fram sunnudag- inn 7. júní. Veður var þurrt, en all- hvasst var fram í eftirmiðdag, en þá lygndi um stund, en hvessti svo aft- ur, er síðustu kappróðrarsveitirnar voru að keppa. Skip í höfninni voru fánum skreytt og víða blöktu fánar við hún í bænum. Kl. 10.00 hófst há- tíðarmessa í Hrafnistu. Prestur var séra Bjarni Jónsson vígslubiskup, en organleikari Gunnar Sigurgeirsson. Kl. 13.15 var safnazt saman við Iðnó og farin stutt hópganga undir félags- fánanum, og Lúðrasveit Reykjavíkur í broddi fylkingar, um miðbæinn og staðnæmzt á Austurvelli, þar sem fánaborgin tók sér stöðu. Kl. 14.00 hófust svo hin venjulegu hátíðarhöld af svölum Alþingishússins Biskup Islands, herra Asmundur Guðmundsson, minntist drukknaðra sjómanna, en Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, söng einsöng. Sjávar- útvegsmálaráðherra, Emil Jónsson, flutti ávarp af hálfu ríkisstjómar- innar. Sigurður Egilsson, fram- kvæmdastjóri, af hálfu útgerðar- manna og Guðmundur Pétursson, vélstjóri, af hálfu sjómanna. Form. Sjómannadagsráðs, Henry Hálfdansson, afhenti eftirtöldum mönnum heiðursmerki Sjómanna- dagsins: Sigurði Gunnlaugssyni, Jó- hanni Torfa Steinssyni, Jóni Jó- hannssyni og Guðmundi H. Guð- mundssyni. I Hafnarfirði voru eftir- taldir menn sæmdir heiðursmerki Sjómannadagsins: Jón Eyleifsson, Guðmundur Þorbjamarson og Ey- þór Þórðarson. Afreksbjörgunarverðlaun Sjó- mannadagsins voru veitt eftirtöldum mönnum: Sigurði Kristjánssyni, 2 stýrimanni á bv. Norðlendingi og Magnúsi Lórenzsyni, vélstjóra á bv. Kaldbak, fyrir frækilegar bjarganir skipsfélaga sinna úti í rúmsjó við 4 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.