Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Síða 21

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Síða 21
í Reykjovík 1959 erfið skilyrði. Einnig var Færey- ingnum Kai Johannesen veitt viður- kenningarverðlaun fyrir frækilega björgunartilraun úti í rúmsjó, einnig við erfið skilyrði. I eftirmiðdag hófust svo kappróðr- ar í Reykjavíkurhöfn. Þátttakendur voru 5 skipshafnir og 2 kvennasveit- ir, en það voru starfsstúlkur Frysti- hússins Isbjarnarins og Fiskiðjuvers- ins. Sigurvegari varð skipshöfn bv. Jóns forseta og hlaut að verðlaunum Lárviðarsveig Sjómannadagsins og Fiskimann Morgunblaðsins, en róðr- arsveit ms. Hafþórs hlaut June- Munktell-bikarinn. Tími róðrarsveit- anna var þessi: Bv. Jón forseti 2 m. 50.2 sek. Bv. Marz 2 m. 51.2 sek. Ms. Hafþór 2 m. 53.9 sek. Sveit Fisk- iðjuversins 3 m. 01.1 sek. Sveit Is- bjarnarins 3 m. 01.4 sek. Bv. Geir, A-sveit, 3 m. 02.0 sek. Bv. Geir, B- sveit, 3 m. 06.4 sek. Ms. Dröfn, Hafn- arfirði, 3 m. 06.6 sek. Mb. Þórður Ólafsson, Ólafsvík, 3 m. 15.5 sek. Þá fór fram reipdráttur milli kvenna- sveita úr Hraðfrystistöðinni og Fisk- iðjuverinu. Sveit Fiskiðjuversins vann. Vegna þátttökuleysis féll stakka- og björgunarsund niður. Tekjur af blaða- og merkjasölu og kvöldskemmtunar Sjómannadags- ins urðu svipaðar og undanfarin ár. Sjómannakonur höfðu kaffiveit- ingar í Sjálfstæðishúsinu og gáfu þær í ágóða um 20 þúsund krónur til jólaglaðnings fyrir vistfólk í Hrafnistu. Utvarpað var frá hátíðarhöldum dagsins og um kvöldið var Sjó- mannakvöldvaka í Ríkisútvarpinu. Öllu var útvarpað á stuttbylgju og langbylgju, svo að sjómenn á fjar- lægum höfum fengju tækifæri til að hlusta á dagskrána. Sjómannadagurinn þakkar öllum þeim mörgu, sem nú og áður hafa lagt deginum lið sitt. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.