Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Qupperneq 26

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Qupperneq 26
astar. í fulla þrjá klukkutíma stóð þessi hörkubarningur í einni lotu, þar til komið var inn á móts við Bol- ungarvík, allnærri landi. Nú hófst nýr vandi. Landtaka í Bolungarvík er hin vandasamasta í brimi og ofviðrum. Varð nú nokkuð tilrætt um, hvar tiltækilegast væri að leita landtöku, en þeir félagar all- ir máttu heita gerókunnugir í þess- ari verstöð. I þessum vanda gefur sig fram Þorbergur Jónsson. Hafði hann róið í Bolungarvík eina vertíð um tvítugsaldur, en ekki verið þar síðan. Kvaðst hann hafa heyrt talað um Búðarnes, sem væri um miðjar Malirnar, og að innan við það hefði verið talin þrautalending, þegar vont væri í sjó. Mjög var örðugt að átta sig á staðháttum og aðstöðu við land. Hjálpaðist þar allt að, ofsaveður, myrkur og sjórok. Halda varð í horfi meðan þetta var rætt, og var nú tekið að reyna að miða landtöku- stað með hliðsjón af því, hvar mest bar á Ijósum í landi og þótti þar vænlegast um mannhjálp. Þegar ráð- ið hafði verið, hvar og hvernig freista skyldi landtöku, var bátnum snúið undan og látið horfa á Ijósin, þar sem þau voru þéttust, en í rauninni var ógerningur að greina nokkuð nánar, hvernig aðstaða myndi vera við land, eða hvers einkum þyrfti að gæta til þess að lending mætti takast slysalaust. Það varð og fanga- ráð þeirra, er þeir nálguðust lend- inguna að hrópa og kalla hver sem betur mátti til þess að kalla til mann- hjálp, því að vitanlega var báturinn ljóslaus eins og þá var títt og með öllu ósýnilegur úr landi í myrkrinu. Það er engan veginn víst, að þeir, sem lesa kynnu línur þessar, geri sér ljóst, hve afar viðsjál lending gat verið í Bolungarvík á þessum árum, og það ekki sízt fyrir ókunn- uga í ofsaroki og náttmyrkri. Jóhann Bárðarson, sem gerzt má um þetta vita, segir svo í bók sinni Áraskip: „Þegar búið var að fleyta þessum kænum — en það máttu öll áraskip kallast miðað við sjóana — heilu og höldnu yfir úfinn sjó alla leið til lands, og ekki voru eftir nema örfáir faðmar í öryggi fasta landsins, þá áttu menn oft yfir höfði sér stærstu hættuna, að lenda. Því að þó að for- menn væru undursamlega lagnir að stýra rétt upp í þessar mjóu varir, þá var það oft ekki á nokkurs manns færi að hitta þær, en að fara á varar- veggina var opinn dauðinn, ef mikið brim var. Lá aðalhættan í því, á ára- skipum, frekar en mótorbátum, að í útsogunum urðu þau ganglaus og létu ekki að stjórn, heldur köstuð- ust til og frá. Gat þess vegna komið fyrir, að skipin lentu á vararveggj- unum, eða þau bárust upp á þá, er þau komu í vörina, „fóru með flötu“, og var það miklu tíðara, en hættu- minna. Brotnuðu þá skipin oft mik- ið og menn meiddust. Grunnbrotin fram á víkinni voru og stórhættu- leg.“ Þannig farast Jóhanni Bárðar- syni orð, og vitanlega skeði það hvað eftir annað að manntjón varð í lend- ingu í Bolungarvík. Nú víkur sögunni aftur til Frið- riks Magnússonar og félagá hans á bátnum frá Látrum. Þeir áttu nú einmitt fyrir sér að kenna á þeim háska, sem hér hefur verið lýst, eftir að vera búnir að velkjast í ofsaveðri utan af hafi og heyja daglangt hina ströngustu baráttu. Fyrir sakir ó- kunnugleika er vísast, að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir, hve land- brotið frá Búðarnesinu er tröllauk- ið, og miklum mun sterkara í þetta sinn en stormbáran frá Jökulfjörð- unum, en fyrir henni sat stjórnar- inn. Þegar svo fyrsta landbrotið tók bátinn, hvolfdi því beint í fang stjórnaranum og reif hann útbyrðis. I sömu andrá hvolfdi bátnum. Fjórir af skipshöfninni urðu þegar lausir við bátinn, en tveir lentu inn undir honum. Það voru þeir Þorbergur og Jósep. Tókst þeim þó vonum bráðar að krafsa sig út undan bátnum og komust báðir á kjöl, en skamma stund var þeim friði að fagna, því að í næsta ólagi venti bátnum upp aftur og komust þeir báðir upp í hann. Skýrðu þeir báðir svo frá síðar, að þá hafi báturinn verið kominn svo nærri landi, að þeir voru staðráðnir í að stökkva útbyrðis jafnskjótt og færi gæfi, með því að þeir sáu þarna nóga mannbjörg fyrir. Þorbergur varð fyrri til að stökkva og kenndi botns um leið og hann kom niður. Þá ætlaði útsogið að taka hann með heljarafli, svo að honum varð það fýrir að kasta sér flötum og náði niður í grjótið og stöðvaði sig nokk- uð með því. Þegar útsoginu lauk og mönnum var stætt, voru margar hendur á lofti að grípa hann. Þor- bergur var með fullu ráði og með ólíkindum lítið þrekaður eftir volk- ið. Hann var þegar spurður að því, hvaðan bátur og skipshöfn væri, og leysti hann greiðlega úr því. Þótti nú sýnt, að skjótlega þyrfti að huga að fleiri mönnum og var reynt eftir megni að fylgjast með því, hvað af mönnunum yrði. Jósep Hermannsson hafði fest sig í einhverju í bátnum, þegar hann ætlaði að stökkva í sjóinn. Losnaði hann ekki við bátinn, en náðist jafn- framt honum þar sem hann bar upp með sjó, og hafði meiðzt smávegis á fæti. Hresstist hann fljótlega, er honum hafði verið bjargað. Með miklu harðfylgi náðust og enn þrír menn sitt hvorum megin í vörunum, þar sem bátinn hafði borið upp. Það voru formaðurinn, Friðrik Magnús- son, Hermann Isleifsson og Oli Þor- bergsson. Var nokkuð af þeim dreg- ið, en fyrir góðar viðtökur og nær- gætna aðhlynningu þeirra, sem fyr- ir voru, hresstust þeir fljótlega. Þegar þessu afreki var lokið, að bjarga þarna fimm mönnum við hin erfiðustu skilyrði, þótti sýnt að einn mann vantaði af skipshöfninni. Það var Friðrik Finnbogason. Heima- menn vissu engin deili á hinum horfna skipverja og var nú farið til Þorbergs, því að hann var hressast- ur þeirra, sem bjargazt höfðu, og hann látinn lýsa útliti þess, er vant- aði. Þótti ekki annað sýnt en að hann væri drukknaður. Einhver þeirra, sem þarna var viðstaddur og verið hafði á ferð meðfram sjónum, lét þess þá getið, að sér hefði heyrzt hrópað á hjálp lengra inn með sjó, og var þá lagt af stað í þá átt. Var þar í för Oddur Oddsson, hinn glöggi og gagnmerki formaður í Bolungarvík, sem mikið orð fór af um þær mundir og lengi síðan. Skýrði Oddur svo frá síðar, að hann hefði engar líkur talið til, að maðurinn finndist og sízt lifandi, er svo langt var um liðið, síðan bátn- um barst á. Allt í einu sér hann ein- hverju bregða fyrir, sem honum virtist rísa skáhallt upp úr sjónum, eins og verið gæti hálf ár, og var þetta að ætlan hans skammt undan 10 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.