Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Side 27

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Side 27
Þorpið í Bolungarvík fyrir 30 árum. landi. Segir hann samfylgdarmönn- um sínum frá þessu og telur að þessu þurfi að ná og rannsaka það ná- kvæmlega. Eru þeir þá komnir inn í innstu vör rétt við ána, sem þar fellur til sjávar. Síðan binda þeir mann á streng og láta vaða út í, raða sér svo fleiri á strenginn eftir því sem þurfa þótti. Með þessum hætti tókst þeim að handsama vogrekið og drasla því undan sjó. Kom þá í ljós, að þarna var meira en eitt spýtukefli, því að þarna var mastur af báti og ár, allt reyrt saman í bönd- unum og maður á mastrinu. Kom nú brátt í ljós samkvæmt lýsingu Þor- bergs, að þarna var maðurinn, sem vantaði af Aðalvíkurbátnum, Frið- rik Finnbogason. Eftir var að ná manninum af mastrinu, og ætlaði það að ganga erfiðlega. Tókst þó með lagni og þolinmæði. Var maðurinn síðan borinn upp að verbúð, sem þarna var rétt hjá, og hann lagður þar á grúfu yfir kút til þess að ná upp úr honum sjónum, sem hann hafði drukkið. Ekkert lífsmark sáu þeir eða fundu með manninum eftir þessar meðfarir. Var hann nú færð- ur úr skinnklæðum og var athugað- ur nánar, og kom þar til ráðskonan í verbúðinni. Hún grennslaðist eftir, hvort hann væri volgur undir hönd- um, og fannst henni sem vera myndi ylur undir hægri hendi. Hvort sem hér hafa farið um fleiri eða færri orð, þá var Friðrik færður upp á loft í búðinni og komið niður í rúm og heitum vatnsflöskum, klæddum sjóvettlingum, raðað að honum alla vega, svo sem hægt var við að koma. Þetta mun hafa verið um kl. 8 að kveldi. A tólfta tíma um nóttina fór að sjást lífsmark með Friðrik, og átti hann efalaust líf sitt að þakka nærgætni og kunnáttusamlegri að- ferð Bolvíkinga. Þegar honum var bjargað, var hann búinn að velkjast í sjó á mastri og ár á annan klukku- tíma. Þetta var um hávetur og for- aðsveður á. Þótti það ganga krafta- verki næst, að hann skyldi halda lífi, en svo vel tókst þeim að hressa hann við í verbúðinni, að fyrir klukkan eitt um nóttina var hann búinn að fá ráð og rænu. Mjög þótti þessi sjóferð þeirra fé- laga með ólíkindum og var mikið um hana rætt. Þótti þeim sem vit höfðu á það ganga kraftaverki næst, að þeim skyldi takast að fleyta þessari bátskel vestur yfir allt Isafjarðar- djúp í slíku stórviðri og sjávarróti, sem var þenna dag. Frá Bolungar- vík höfðu nokkrir bátar róið, en voru allir löngu komnir að landi, áð- ur en Látrabátinn bar þangað og lentir þeir, sem lent gátu. En skips- tapar urðu þenna dag. Friðrik Finn- bogason minnir, að þeir hafi orðið fjórir við Djúp, en Friðrik Magnús- son mundi með vissu tvo. Magnús Eggertsson, formaður í Bolungarvík, fórst þenna dag á legunni fyrir utan. Var hann ásamt öðru skipi kominn að landi og ætlaði að lenda í Ósvör, en þar var nauðlending, ef frátök þóttu að lenda á Mölunum. Voru báðir formenn að láta seila, en Egg- ert varð síðbúnari og fékk á sig hroðalegt ólag, að því er talið var. Engri björgun varð við komið fyrir stórsjó og veðurofsa. Bátur fórst einnig á þessum slóðum fyrr um daginn, er var að koma frá ísafirði. Allt var þetta um garð gengið, er þá Friðrik bar að landi og voru þeir síðastir manna er lífs komust á land í Bolungarvík þann dag. Það var á föstudegi, sem þessir atburðir gerðust. Sími var þá enginn kominn um þessar slóðir og engin tök fyrir þá Friðrik að láta vita af sér. Ofsaveður hélzt næstu daga og mátti heita ófært fram yfir helgina og alla næstu viku fram á laugardag. Þá gerði hæglátt veður með norð- autan kalda, og var þá fyrst auðið að fara að hugsa til heimferðar. Þeir félagar hresstust allir skjót- lega við aðhlynningu Bolvíkinga, nema Friðrik Finnbogason. Hann fékk hita og verk fyrir brjóst þegar nóttina eftir sjóvolkið og var þungt haldinn um morguninn. Ekki var til símans að grípa og læknir hvergi nær en á Isafirði. Þá lögðu þeir Friðrik Magnússon og Þorbergur af stað fótgangandi inn Óshlíð og allt inn á Isafjörð til þess að finna Þor- vald lækni Jónsson og fá hjá honum góð ráð og meðul handa Friðrik. Lögðu þeir snemma dags af stað og komu aftur um kvöldið. Veður mátti heita bráðófært allan daginn og þótti þetta harðfengilega gert daginn eftir sjóhrakninginn. Sýnir þetta bæði drengskap þeirra og karlmennsku. Meðulin voru síðan notuð að læknis- ráði ásamt heitum bökstrum, og upp úr helginni var Friðrik farið að líða sæmilega. Þótti þá sýnt, að þeim ætlaði engum að verða meint af þess- ari svaðilför til langframa. Ekki klæddist hann þó fyrr en á fimmtu- dag. Alla ævi minntust þeir félagar hjálpsemi og góðvildar Bolvíkinga, er þeir nutu við þetta tækifæri. Eng- inn vildi taka eyrisþóknun fyrir þá aðhlynningu, sem þeir höfðu notið. Bátur þeirra var svo brotinn, að hann var ekki sjófær, þó að gert SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1 1

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.