Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Síða 33
handa við skurðverkið. Með sama
vinnufyrirkomulagi og Frakkar
höfðu haft, mátti ganga frá því vísu,
að 80.000 menn myndu láta lífið við
vinnuna. Bandaríkjamenn breyttu
því um starfsaðferðir, og hófu stór-
kostlegar aðgerðir til útrýmingar á
hættum þeim, er þarna voru.
Fyrst þurfti að vinna bug á mosk-
ítóflugunum, sem milljónum saman
klöktu út eggjum sínum í mýrar-
flákunum. Steinolíu var hellt yfir
mýrarflákana og myndaði himnu yf-
ir vatnsborðið, svo að moskítólirf-
urnar komust ekki upp til að anda.
Síðan voru svæðin þurrkuð. Gömul
smáþorp voru rifin til grunna, og
önnur ný reist. Komið var upp vatns-
veitum og 60 nýjum, fullkomnum
sjúkrahúsum. Fólk, sem þjáðist af
smitandi sjúkdómum, svo sem holds-
veiki, var einangrað.
Þegar 20 milljónum dollara hafði
verið eytt til þessara þörfu heilbrigð-
isráðstafana, var stjórnarmönnum í
Washington tilkynnt, að hægt væri
að byrja vinnu við skurðinn.
Verkið gekk samkvæmt áætlun,
fjöldi gufuknúinna lyftitækja, sem
lyfti mörgum tonnum, starfaði þarna.
167 járnbrautarlestir þutu fram og
aftur og fluttu burt jarðveginn. Við
sprengingar var að meðaltali notað
1 tonn á klukkustund af dynamiti.
30000—50000 menn unnu við þetta
tröllaukna verk.
Seinni hluta árs 1914 rann upp
langþráð stund. Mannvirkinu var
lokið. Wilson forseti Bandaríkjanna
lýsti opnun skurðarins. Veröldin var
nú einni siglingaleið ríkari.
Umferð um skurðinn fer sívax-
andi. Frá júní 1955 til jafnlengdar
1956 voru 8475 skipaferðir um skurð-
inn og brúttótekjur námu 37.45
milljónum dollara. Alls hafa farið
um skurðinn 260.000 skip, og flutn-
ingarnir nema brátt 1 milljarð tonna.
Stór hluti teknanna fer beint til starf-
semi og viðhalds við skurðinn. Breyt-
ingaráðagerðirnar, sem Bandaríkja-
stjórn hefur á prjónunum, verður
að miklu leyti kostað með beinu
framlagi frá Bandaríkjunum.
Aætlanir, sem National Rivers and
Harbours Congress hafa unnið að,
gera ráð fyrir, að fyrirhugaðar breyt-
ingar í marflatt yfirborð muni kosta
4879 milljarða dollara. I skýrslu
þessa fyrirtækis er bent á, að miklu
lengri tími fari í að gera við skemmd-
an skipastiga heldur en menn al-
mennt geri sér grein fyrir. Ef skarð
kæmi í Gatun-stífluna myndi Gatun-
vatnið, sem er í 26 metra hæð yfir
sjávarflöt, tæmast, og þar með væru
skipastigarnir óvirkir. Eftir viðgerð
á stíflunni myndi það taka 1 til 2
ár að fá nægjanlegt vatn aftur, þegar
miðað er við normalt regnár á þess-
um stað.
National Rivers and Harbours
Congress segja: „Verði skurðinum
breytt í marflatt yfirborð, verða ekki
teljandi truflanir á starfrækslu
skurðarins, jafnvel þótt hann verði
fyrir kjarnorkusprengjum.“
Samveldisþing Bandaríkjanna tel-
ur góða starfrækslu Panamaskurð-
arins mjög mikið öryggismál fyrir
bandarísku þjóðina og leggur til, að
skurðinum verði breytt í „nýtísku“
horf hið allra fyrsta.
(Tekið úr Burmeisterblaðinu).
Orn Steinsson.
Ekki hissa á tíðinni.
— I gamla daga, sagði gamall sjómaður,
— gat hvalveiðileiðangur staðið yfir í 5—7
ár — jafnvel 10 ár.
— Það skeði eitt sinn, að stýrimaður á
skipi, sem var að leggja af stað í slíkan
leiðangur kom til skipstjórans og sagði:
— Konan þín stendur á bryggjunni og er
að gráta augun úr höfðinu á sér.
— Hvað er að henni? spurði skipstjór-
inn.
— Hún segir að þú hafir gleymt að
kyssa sig, svaraði stýrimaður.
— Jæja, sagði skipstjóri, — þetta er nú
ekki nema tveggja ára túr.
Skynsemi.
Hann var ekki einn af þessum heimakæru
heimilisfeðrum. Hvert kvöld var eitt eða
annað mót eða fundur, sem hann þurfti
að mæta á.
Konan spurði:
— Hvert ertu að fara?
— Skynsöm kona spyr aldrei mann sinn
hvert hann fari.
— Skynsamur maður lætur konu sína
vita, hvert hann ætlar.
— Skynsamur maður á enga konu.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1 7