Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 34

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 34
Portúgalska herskipið Þessi litríka marglitta er ekki ein tegund, heldur samfélag fjögurra tegunda sœfífla. Á vetrum eru strendur Suður- Flórída oft stráðar litríkum kringlu- laga hömsum af skrítinni hlaup- kenndri gerð. Ógætinn vegfarandi, sem snertir þetta af forvitni, finnur til stingandi sársauka. Þetta eru leif- ar marglittu, sem kallast Portúgalska herskipið eða Physalia physalis. — Stingimir, sem dýrið notaði til að veiða sér til matar með, meðan það lifði, halda eiginleika sínum löngu eftir að dýrið sjálft hefur visnað í sandinum. Uti á hafi í heimkynnum sínum líkist Portúgalska herskipið jóla- trésskrauti, þar sem það flýtur á bláum sjónum stefnulaust. Ofan á sjónum sést hol kamblaga blaðra um 12 þumlunga löng, 6 þumlunga breið og 6 þumlunga há. Blaðran er mjög litauðug, t. d. blá, heiðblá, ljósblá, purpura-rauð, lavender-blá, ljós- bleik, ljós-rauð og skarlat-rauð. Frá botni blöðrunnar eða fleytunnar hanga niður í sjóinn hlykkjóttir sæ- fíflar og þráðlaga fálmarar, sem geta myndað allt að 40 feta langan slóða niður í sjóinn, þegar fullorðið her- skip á í hlut. Herskipið virðist reka undan sjó og vindi eins og líflaust vogrek. Nán- ari athugun leiðir í ljós, að oftlega heldur það stefnu, sem myndar áber- andi horn við vindinn, sem blæs eft- ir yfirborði sjávarins. Bátslögun fleytunnar og seglslag kambsins ásamt stöðvun frá dræsunni, sem hangir niður í sjóinn, gerir dýr- inu fært að sigla skáhallt undan vindi. Hraðinn er ekki mikill, enda er áætlunin ekki ströng. Hið al- menna nafn sitt hefur Portúgalska herskipið upphaflega fengið vegna þess, að það líkist hinum klunnalegu og ógnvekjandi herskipum (galle- ons) Portúgala frá þeim tíma, þegar þeir voru voldugir á höfunum. Þó Portúgalska herskipið reki stundum á land undan sjó og vindi, þá eru hin hlýju úthöf heimkynni 18 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ þess. Það er sjaldgæft á Atlantshafi, nema þar sem Golfstraumsins gætir. Skyld tegund hefst við á heitum breiddargráðum Indlandshafs og Kyrrahafs. Vegna þess, að ekki er hægt að halda því lifandi í sjóbúri, er lítið kunnugt um vaxtarskeið þess. Athuganir okkar á Míamí- svæðinu benda til þess, að það lifi aðeins eina árstíð. Lítil herskip koma á land seint í október og snemma í nóvember. Þegar líður á árstíðina reka stærri og stærri tegundir á land; þær stærstu finnast seint í marz og snemma í apríl. Þá hverfur Physalia af þeim slóðum og kemur ekki aftur fyrr en næsta haust. Merkilegt er, að Portúgalska her- skipið er ekki einn einstaklingur, heldur margir, sem hafa gengið í fé- lag á liðnum þróunarskeiðum til þess að heyja lífsbaráttuna. Fleytan sjálf er sérstök tegund, önnur tegund eru fálmaramir, sem veiða svifdýr og' færa til maganna (gastrozooids); þeir eru þriðja tegundin og vinna melt- ingarstörfin. Fjórða tegundin annast æxlunarstörfin. Einstaklingar í sam- félagi fullorðinnar Physaliu eru stundum fáir, en geta orðið allt að 1000 talsins. Hver einstaklingur er mjög vel sérhæfður, og þeir lifa ekki lengi, ef þeir eru aðskildir. Hvernig þetta skipulag er stofnsett, er aðeins hægt að gizka á. Sennilega vaxa einstaklingarnir út frá sameiginleg- um stofni. Fleytan er að verulegu leyti poki úr himnum, útblásinn af lofti. Gul- leitt litarefni í sambandi við eggja- hvítuefni þau, sem pokinn er gerður úr, mynda litina. Sama gildir um humarinn í norðlægum höfum og nokkrar aðrar tegundir krabbadýra. I hinni þunnu himnu eru bæði ein- angraðir vöðvaþræðir og þynnur úr vöðvafrumum. Öðru hvoru vindur þessi vöðvagerð pokann til og sveig- ir hann í kaf; þannig helzt himnan mjúk og hæfilega rök. Vöðvagerðin stillir líka loftþrýstinginn innan í fleytunni. I samanburði við útiloftið er meira af kolsýringi, köfnunarefni, argon og xenon innan í blöðrunni. Gasefni þessi gefur kirtill frá sér og kann hann að vera sambærilegur við gaskirtil sundmagans í fiskum. Þrýstingur loftsins í blöðrunni hlýt- ur að stilla loftmyndun kirtilsins á einhvern hátt. Loftkirtillinn er fær um mikil afköst, hann getur loftfyllt tóma blöðru á fáum mínútum auð- veldlega, ef þörf krefur. Magarnir, þ. e. meltingarfærin í botni skipsins, bregðast fljótt og ör- ugglega við, þegar fæða er á boð- stólum, með alls konar vindingum, þar til hinir teygjanlegu kjaftar þeirra hafa náð sambandi við fæð- una. Þegar svo er komið, teygir kjafturinn sig út sem mest má verða, þar til hann nær út yfir yfirborð bit- ans. Magi eða meltingarfæri, sem hefur ekkert fyrir stafni, er aðeins einn eða tveir millimetrar í þver- mál, en kjafturinn getur þanizt út og orðið tuttugu millimetrar í þver- mál eða meira. Nokkrir nágranna- magar geta þannig rúmað lítinn fisk. Þeir melta fæðuna með því að gefa frá sér nauðsynlega efnakljúfa, sem leysa í sundur eggjahvítuefni, kol- vetni og fitu. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt, að magar herskipsins eru merkilega næmir fyrir glutathione; það er efni, sem myndast, þegar dýr særist og þegar dauðir vefir leysast í sundur. I nærveru þessa efnis fara magarnir að vindast til eirðarleysislega og eft- ir fáar mínútur opna þeir kjaftana. Þetta efni ýtir líka undir vatnafífil- inn „Hydru“ og kemur honum til að nærast. Sama gildir um aðrar til- teknar skyldar tegundir. Einangrað- ir magar herskipa, sem skornir hafa verið úr heildinni og þvegnir upp úr sjó, bregðast við 0,0003% glutathione upplausn. Þeir gleypa í sig síupappír, sem bleyttur hefur verið í upplausn- inni og teygja kjaftana á yfirborði gleríláta, sem þessi upplausn er í. Stundum gapa þeir svo mikið, þegar þeir eru örvaðir á þennan hátt, að kjafturinn fer úr jafnvægi með þeim afleiðingum, að innhverfan snýr út. Hin merkilega lengd og einkenni- legi vígbúnaður fálmaranna gerir þá áhrifamestu liðsmenn herskipsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.