Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Qupperneq 35

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Qupperneq 35
Herskipið eða Physalia physalis. Myndin er tekin gegnum vegg á sjóbúri. Efst er hið segllaga flotholt, sem er sérstök tegund sæfífils. Þétt neðan við það eru magarnir (Gastro zooids), sem annast meltinguna. Hangandi niður frá botni skipsins eru fálmararnir. Þeir geta orðið 40 feta langir. Fjórða tegund sæfífils annast æxlunarstörfin. Hver fálmari er glær þráður, sem líkist einþátta línu fiskimanna. Sam- setning fálmarans er þó allmiklu flóknari en fiskilínu, í honum eru langir vöðvaþræðir, sem dragast saman, stytta fálmarann og vinda fæðuna upp að kjöftum maganna. Fálmarinn er settur smákúlum eftir endilöngu og hver þeirra hlaðin ör- litlum kúlulaga stingfrumum (nema- tocysts). Stingfrumur eru einkennandi fæðuöflunartæki marglittufiska og skyldra tegunda. Herskipið hefur tvær tegundir til að bera, sú smærri er aðeins stærri en rauðblóðfruma í manni (0,009 mm í þvermál), sú stærri er um þrefalt stærri. Hver einstök stingfruma er hol kúla. Ytra borði kúlunnar er ýtt inn á einum stað, svo úr verður löng ranghverf pípa, sem er þétthringuð saman inn- an í kúlunni. Gatið inn í pípuna á yfirborði kúlunnar er þakið himnu, sem læst er með hárfínum gikk. Þeg- ar stingfruman verður fyrir örvun, skýzt pípan út úr kúlunni og verður þá rétthverf. Teygð út til fulls er hún 100 til 300 sinnum lengri en þvermál hylkisins. Yfirborð pípunn- ar er alsett beittum krókum og gödd- um af ýmsum stærðum og margvís- legri lögun. Þegar pípan skýzt út úr kúlunni og verður rétthverf, þá stingst þessi vopnabúnaður í bráð- ina. Samtímis sprautast eitraður vökvi úr kúlunni gegnum örmjótt gat, sem er í enda pípunnar. Þessi útbúnaður slær með nægilegu afli til þess að stinga gegnum seiga hanska, eins og þá sem notaðir eru við handlækningar. Þar sem hin út- eygða pípa er föst við kúluna, eftir að hún hefur tæmt sig, sést í smásjá, að fiskur, sem herskipið hefur drepið, er fastur við örlitlar blöðrur með mjó- um þráðum. Þessi hræðilegi útbún- aður hentar vel fæðuöflunarhlut- verki sínu. Þegar herskipið berst undan vindi, eru hinir löngu fálmar- ar á stöðugri hreyfingu í leit að æti í sjónum. Bráðin virðist einkum vera örsmá krabbadýr og svif. Stundum ná fálmararnir taki á smáfiskum og lirfum stærri krabba. Þó herskipið snari fyrst mest af bráð sinni í flækju stingfrumuþráðanna eða reki hana í gegn með göddum þeim og krók- um, sem á þeim eru, er þó líklegt, að endanlega sé á henni unnið með eitri. Hvað það er, sem kemur pípunni til að snúast við út úr kúlunni, er ekki víst. Verið getur, að stundar- breyting á gljúpleika í veggjum kúl- unnar geri stingfrumunni fært að drekka í sig vætu, þar til innri þrýst- ingur þröngvar hinni upphringuðu pípu til að hendast út. Kúlurnar tæma innihald sitt helzt, ef þær kom- ast í samband við efni eðlilegrar bráðar. Samband við glerpípu er ekki eins áhrifamikið. Sumir segja, að ytra borð fiskroðs hafi meiri áhrif en innra borð sama roðs. Þrátt fyrir hið mikla næmi stingfrumanna, með- an þær eru í lifandi dýri, eru ein- angraðar stingfrumur merkilega ó- næmar fyrir ýmis konar meðferð. Þó þær séu látnar ganga í gegnum sáld, margþvegnar upp úr sjó, búið sé til úr þeim deig og þær síðan látn- ar í frost, þá hafast flestar þeirra SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.