Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Qupperneq 36

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Qupperneq 36
ekkert að og halda hæfni sinni. Þessi meðferð minnkar ekki getu þeirra til að bregðast við réttri tegund örv- unar. Þó stingfrumur séu vindþurrk- aðar, geta þær engu að síður stung- ið, komist þær í snertingu við hör- und manna. Þessu fengum við að kenna á í tilraunastofu háskólans í Míamí. I sambandi við rannsóknir á eiturinnihaldi kúlunnar, tókumst við á hendur undirbúning á stóru sýnis- horni einangraðra stingfruma og unnum úr mörgum hundruðum lif- andi herskipa. Afleiðingin var sú, að yfirborð hluta í tilraunastofunni varð atað ótæmdum stingfrumum. Vikum saman á eftir vorum við minntir á hirðuleysi okkar, ef við snertum vatnskrana, bekki eða vinnuföt stofunnar. Fyrirrennarar okkar höfðu ekki vandað sig eins. Þeir höfðu einfald- lega búið til seyði úr heilum fálm- urum og jafnvel heilum dýrum. Af- leiðing þess varð sú, að framleiðsla þeirra var oft stórlega menguð upp- leystum efnum úr vefjum fálmar- anna, annarra en stingfruma. Ætlun Magar, sem skornir hafa verið af herskipi og örvaðir með Glutathione-upplausn, opna kjaftana upp á gátt og gapa út yfir yfirborð glers. Varir kjaftanna eru þétt- settar stingfrumum. Teikningar voru gerð- ar eftir smásjármynd. okkar var að einangra sjálfan eitur- vökvann. Við söfnun stingfruma kælum við fyrst fálmara niður í 39 gráður á Fahrenheit. Við það hitastig geta vefirnir kringum stingfrumurnar farið að leysast upp. Til þess að flýta upplausninni og aðskilja losnaðar stingfrumur frá stórum vefjapörtum, látum við efnið ganga í gegnum sí- fellt fínni síur. Við þvoum stingfrum- urnar vandlega, látum þær í sjó, lof- um þeim að setjast til og hellum síð- an sjónum af þeim. Þetta endurtök- um við, þar til sjórinn hefur ekki lengur nein eituráhrif á fiðlara- (fiddler) krabbann, en hann er sér- staklega næmur fyrir eitri úr fálm- urunum. Stingfrumuhylkið hlýtur að vera næstum vatnshellt, hið ban- væna eiturinnihald þess fer ekki út í vatnið, sem það er þvegið úr. Þeg- ar hylkin eru kæld niður í mínus 10 gráður á F., geymast þau í 18 mán- uði eða lengur, án þess að missa hæfni sína. Til þess að einangra eitrið eru frosnar stingfrumur þýddar upp í smáum skömmtum af eimuðu vatni eða salínu-upplausn, síðan er skilin frá vatnstær upplausn úr vökva- innihaldi hylkjanna. Hið eitraða efni upplausnarinnar er sjáanlega sam- sett af nokkuð stórum sameindum; það fer ekki í gegnum himnu, sem litlar sameindir fara gegnum. Það afeitrast við 140 stig á F., nokkuð miklar sýrubreytingar, og t. d. alko- hol. Eitrið þolir þurrafrost og síðan langa geymslu án þess að missa eig- inleika sinn. Arangur byrjunarrann- sókna virðist sýna, að í því séu aðal- lega eggjahvítuefni, sem saman standa af átta til tíu amínó-sýrum, sem komið er fyrir í átta eða níu keðjum amínósýrueininga. Mest er af Glutamicsýru. Við erum nú að reyna að ákvarða tegundir og sam- setningu amínósýranna í hverri keðju. I upphaflegri mynd er eitrið um 75% af styrkleika eiturs gleraugna- slöngunnar og verkar eins og það, sem taugaeitur í æðri dýrum. Þegar því er sprautað í fiska, veldur það örum andardrætti, ruglun og breyt- ingum á dreifingu og starfsemi litar- efna roðsins; lömun og dauði hlýzt af eftir einn til fjóra klukkutíma. Eitrið Hinn fagurliti smáfiskur Nomeus grono- vii er oft í félagsskap Porútgalska her- skipsins. Hann er ónæmur fyrir stungum þess, að því er virðist, og skýzt óhindrað- ur milli fálmaranna. I mögum þessara fiska hefur fundizt mikið af stingfrumum. lamar fiðlarann næstum samstundis og drepur hann fáum mínútum eftir innsprautun. Stundum verða fiski- menn varir við, að skjaldbökur leita uppi og éta flekk af þessum dýrum, þegar þau hafa safnazt saman í stormi. Skjaldbökurnar synda á yfir- borðinu með bólgin og hálflokuð augu af stungum, sem þær hafa hlotið, en þær éta sig í gegnum breið- una samt sem áður. Skjaldbökurn- ar hljóta að fá í sig stóra eitur- skammta við þessi veizluhöld, en þær láta það ekki á sig fá, eða eru ónæmar fyrir óþægindunum. Lítill fiskur, sem kallast Nomeus gronovii, er líka ónæmur fyrir eitr- inu. Hann hefst við sem undirlægja herskipsins, skýzt um milli fálmar- 20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.