Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Side 43

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Side 43
Jónas Árnason: FERÐASAGA Hún stendur á uppfyllingunni í Höfn, að kvöldi 8 júlí merkt með spjaldi eins og hver annar vamingur kollótt og skjöldótt og bundin við staur. Kýrnar fólksins í þorpinu eru að koma glaðar og reifar heim úr hag- anum rabbandi saman á sinn sér- staka hátt og hlakkandi til að losna við mjólkina úr sínum troðnu júgr- um og liggja svo og jórtra í róleg- heitum dálitla stund og sofna síðan vært og vakna aftur snemma í fyrra- málið til að halda áfram að bíta þetta blessaða gras; það er meira blessað grasið hér í Homafirði; kvöldsólin roðar jökulinn. Skjalda lítur til þeirra og baular. Hún baular með löngum aðdrag- anda, þetta byrjar einhversstaðar lengst inni í sálinni og maður heyrir það varla, og um tíma heldur maður það sé að verða búið, en svo fer það smámsaman hækkandi og endar í öskri sem fyllir allt umhverfið og hlýtur að heyrast langt upp í Nesja- sveit. Syfjaður farþegi kemur neðan úr skipinu og spyr: „Var verið að pípa í síðasta sinn?“ Þetta er á Herðubreið, og unga fólkið sem stendur á dekkinu fer að hlæja af skemmtan yfir því að ein belja skuli geta baulað svo hátt að maðurinn haldi það hafi verið sjálft strandferðaskipið. Upp úr lestinni er verið að skipa því síðasta sem hér á að fara í land; ljár í sláttuvél, þríhjól handa ein- hverju barni, tvö dúsín af rekum, vaskafat, skaftpottur, stóll; menn- irnir losa uppskipunarnetið utan af þessu á bílpallinn, og bíllinn ekur með það á burt. Nú er skipinu ekkert að vanbún- aði að halda áfram ferðinni, nema einn farþegi er ókominn um borð. A uppfyllingunni stendur hár og mjór grindakassi og mennirnir færa hann fram að skipinu. Það er allt í einu kominn nýr maður í hóp þeirra, lítill maður og grannur og hjálpar þeim að færa kassann. Síðan gengur litli maðurinn þangað sem Skjalda stendur bundinn við staurinn, leysir hana og teymir að kassanum. Hún á að fara inn í kassann, en er hrædd við það, og eyrun á henni fara á hreyfingu, og litli maðurinn styður annarri hendi á hrygg Skjöldu en tekur hinni um eyrað á henni og hvíslar einhverju í það. En Skjalda er eftir sem áður hrædd og vill ekki fara inn í kassann. Maðurinn við spilið um borð í skipinu kallar til mannanna á upp- fyllingunni að flýta sér. Mennirnir fara að ýta á Skjöldu, þetta er heill hópur, en litli maður- inn gengur aftur fyrir þá og horfir þaðan á það sem gerist. Mennirnir ýta og ýta, en Skjalda spyrnir fyrir sig framfótunum og lætur þunga sinn allan hvíla á aftur- fótunum. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.