Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Page 45

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Page 45
sjóinn, mundi hann sennilega sökkva og áreiSanlega mundi honum verða helkalt. Þetta óhagræði virðist stafa af því, að kópurinn er eina skepnan, sem kastar af sér vatni, meðan hann er í móðurkviði. Sú keitublanda, sem við það myndast og fóstrið ligg- ur í, hefur bersýnilega þau áhrif, að selshárin sútast næstum, og þegar kópurinn kemur í heiminn, getur hann ekki hætt sér strax í sjóinn, sem á að verða heimkynni hans síð- ar. Hér hefur verið getið nokkurra stórra íbúa undirdjúpanna, en rétt er að geta einnig þeirra örsmáu, sem geta stundum verið svo margir, að þeir liti stór hafsvæði. Rauðahafið dregur til dæmis nafn af því, að þar er rauðbrúnn þörungur, sem fjölgar stundum svo ört, að hafið litast af því. Annar gróður slær grænum, gulum eða brúnum lit á sjó, sem ætti að vera blár vegna speglunar himinsins. Margir fiskar taka á sig lit umhverfis síns. Mætti því ætla að íbúar myrkursins á 500 feta dýpi eða meira væru svartir eða litlausir. Raunin er sú, að gegnsæ dýr eins og glerormur og litlaus marglitta hafast við í sjó, þar sem birtu gætir. Þótt litri virðist lítils virði í undir- djúpunum mestu, eru þar þó brúnir Risavaxinn kolkrabbi, en um þá skepnu eru sagðar kynjasögur. Kafarar telja kol- krabba þó ósköp meinlausa. og fjólubláir fiskar ekki síður en svartir, og þar eru önnur dýr með ýmis konar sterkum lit eða purpura- lit. Sjófuglar eru ekki síður eftirtekt- arverðir en fiskar. Mávarnir, sem svífa og sveifla sér yfir höfnum og skipaleiðum, lifa á sjávarfangi. Þeir eru þó aðeins hinir þekktustu í gríð- arstórum hópi vængjaðra fiski- manna. Stærstur þeirra og þolfleyg- astur er albatrosinn. Geirfuglinn, sem nú er aldauða, var stærri, og var hann raunar einkennileg skepna eins og þær svartfuglategundir, sem minni eru og finnast enn í norður- höfum. Sjávaröndin er mjög lík frænku sinni, sem á landi býr, og er hún stundum mjög litskrúðug, haus- inn grænn, bringan rauð og hvít og svartir blettir á vængjum. Meðal þeirra fugla, sem duglegastir eru við fiskveiðarnar, eru mörgæsirnar, sem eru ófleygar, því að vængirnir hafa breytzt í hreifa. Þær eru snjóhvítar á bringunni eins og maður í sam- kvæmisklæðum, en auk þess kjaga þær mjög virðulega, svo að þær eru hinar skringilegustu í háttum, en þegar þær eru í köldum snjónum heima hjá sér, kunna þær sannar- lega að veiða. Stærsta mörgæsateg- undin, keisaramörgæsin, er um þrjú fet á hæð. Engin skepna tekur rostungnum fram um dapurlegan virðuleika. Hann er stór skepna, þessi frændi selanna, því að þess eru dæmi, að rostungar hafi orðið 12 fet á lengd og vegið hálfa aðra smálest. Hann hefur langar höggtennur og mikla kampa, er ákaflega gildur og hnugg- inn á svip, eiginlega í alla staði virðu- legur og vinsamlegur, en lýsið skinn- ið og tennurnar eru verðmætur varningur, svo að menn veiddu hann miskunnarlaust. Hann á einungis heima í Norður-íshafi, kann ágæt- lega við sig í sjónum, en ekki síður á ísnum, sem hann bröltir upp á með aðstoð tannanna. Hann leggur sér fyrst og fremst skelfisk til munns og áreitir engan, en ef á hann er ráðizt rg hann skutlaður, getur hann orðið býsna hættulegur. Lífið í sjónum er svo fjölþætt, að það getur breytt þjóðsögum í raun- veruleika eða því sem næst. Grikkir voru til dæmis sannfærðir um, að Sæhestar. einhvers staðar mundi vera fisk að finna með höfuð og bak eins og hest- ar, alveg eins og hafmeyjar voru hálfmennskir fiskar, og kentárar að hálfu menn og hálfu hestar. Grikkir kölluðu hestfisk þenna hippocampus, og varð það vísindanafn á fallegu, litlu sæhestunum, sem eiga heim- kynni í sjávargróðri á grunnsævi. Höfuðið er eins og á hesti, og grann- vaxinn líkaminn mjókkar í langan hala, en hefur ekki ugga eins og flestir fiskar. Sæhestarnir nota hal- ann fyrst og fremst til að bregða um og halda sér við gróður frekar en að synda með honum. Hægt væri að halda áfram upp- talningu á fögrum fiskum og firna ljótum næstum endalaust. Allir, sem hafa hug á að fræðast um heimshöf- in, hrífast af ríku og fjölbreyttu líf- inu í þeim og þar hafa allir sitt eftir- læti alveg eins og á landi. Jafnvel kolkrabbinn, sem hefur 8 feta langa arma með tveim röðum sogskála, á sína aðdáendur, sem benda á, að það sé hreinn uppspuni, að hann ráðist á og drekki köfurum eða sundmönn- um. Hann langi ekki til að leggja sér mannakjöt til munns. Menn þurfa ef til vill að venjast kolkrabbanum, til að fá mætur á honum, en lífið í sjón- um er svo fjölskrúðugt, að þar eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.