Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Side 46
HAFIÐ
1/ _/* • iV / ••• V*
íiio a joroinni
Veröld þar sem ekki er til haf, er að öllum
líkindum veröld, þar sem ekkert líf er til. Pláneta,
sem hefur ekkert vatn á yfirborði sínu, hlýtur að
vera líflaus grjóteyðimörk, því hún hefur ekkert
gufuhvolf og ekkert andrúmsloft.
Af þeim plánetum og tunglum, sem eru í okkar
sólkerfi, er aðeins ein, sem virðist hafa eitthvað
í líkingu við úthöfin okkar.
Hringirnir umhverfis Satúrnus eru sennilega ís-
kristallar — fast vatn, — og skýjahjúpurinn um-
hverfis Venus er sennilega mestmegnis kolvetni,
þó að innihaldið sé að einhverju leyti vatnsgufa.
Það er aðeins Mars, sem virðist hafa svipað vatns-
kerfi eins og jörðin. A Mars eru ísflákar, sem vaxa
og minnka eftir árstíðum, stór svæði, sem ef til
vill eru þakin hafsjó, og langar djúpar rákir —
hinir svonefndu skurðir — þar sem hugsazt getur
að í sé vatn.
Það er hugsanlegt, að líf finnist á Venus, á yfir-
borðinu, sem við ekki sjáum, og sennilegt er, að
líf sé á Mars. En það er mjög ósennilegt, að líf sé
til á öðrum stjörnum í sólkerfi okkar, eða tunglum
þeirra. Þegar við horfum á yfirborð jarðarinnar,
land hennar og höf, sem iða af lífi, fer ekki hjá
því, að menn hugleiði og furði sig á þeirri stað-
reynd, að einu sinni —• máske fyrir 2000 milljónum
ára síðan — hlýtur yfirborð plánetunnar okkar
að hafa verið steingrá og auð eyðimörk, þar sem
ekkert haf var, eða svipað eins og er á tunglinu.
Sagan um úthöfin og hvernig líf varð til í þeim;
hvernig mannveran þróaðist út frá þessu lífi, og
hvernig mannveran lærði að skilja hafið, er eixrn
furðulegasti þátturinn í sögu náttúrunnar og
mannkynsins.
Yfirborðsflötur jarðarinnar er um 510 milljónir
kvaðratkílómetrar, þar af eru 361 milljón kvaðrat-
kílómetrar, eða um það bil 7/10 hlutar þaktir af
vatni. Ef við gætum séð jörðina utan úr himin-
geimnum, myndi aldrei snúa að okkur hálf-
hringur, þar sem sjá mætti stærri landflöt held-
ur en hafflöt; hins vegar myndum við geta séð
hálfhring þar sem lítið væri að sjá annað en haf,
en það er á þeim hluta jarðarinnar, þar sem Kyrra-
hafið er. Þetta mikla hafssvæði þekur um það bil
Á jörðinni, sem er umflotin
hafi, þróast iðandi líf.
Á tunglinu er ekkert vatn.
Þar hlýtur að vera líflaus eyðimörk.