Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Qupperneq 49

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Qupperneq 49
Þetta hafnarsvæði í St. John við Fundy-flóa, er um það bil þurrt um fjöru. Við háflæði fyllist það aftur, mismunur flóðs og fjöru er um það bil 7 metrar. lengsta, sem mælzt hefur, náði upp undir einn kílómeter á lengd. Hin miklu straumkerfi hafanna eru í nánum tengslum við aðal-vind- áttirnar — þá vinda, sem um mikinn hluta jarðarinnar blása að jafnaði í sömu átt meirihluta ársins. Um miðbik jarðarinnar er sólin um hádegisbil nærri lóðrétt yfir höfði manna, og þess vegna verða hitageislar hennar margfalt sterkari og ná dýpra heldur en við tempruðu beltin og pólsvæðin. I stað hins upp- hitaða og létta lofts, er leitar út frá jörðinni, sígur kalt loft að norðan og sunnan frá pólsvæðunum inn að mið- baugi og vegna snúnings jarðarinnar í austur, sveigja þessir vindar í vest- ur. Sé hins vegar farið út í smærri atriði, kemur að sjálfsögðu í ljós, að þáttur hafstraumanna er miklu fjöl- breytilegri, þó að meginkjarni þeirra hlýti því lögmáli, sem fyrr er greint. Við takmörk úthafanna verða straumarnir fyrir áhrifum frá veggj- um landgrunnanna. Uti í miðju Kyrrahafi rennur austlægur mót- straumur milli tveggja hlýrra vest- lægra strauma. Fjöldi mótstrauma, og venjulega með öðru hitastigi held- ur en yfirborðsstraumurinn, renna djúpt undir yfirstraumnum og í þver- öfuga átt. Oft kemur fyrir, að tveir straum- ar, heitur og kaldur, renna hvor við annars hlið, og sem auðveldlega má sjá á yfirborði vegna hitamismunar- ins, en vegna þess að dýra- og plöntu- líf þeirra er svo misjafnt. Straumar með svo skarpan aðskilnað eru t. d. við Nýfundnaland, Nova Scotia og Nýja-England, þar sem hinn kaldi Labradorstraumur mætir hinum hlýja Golfstraumi; og við Suður- heimskautið, þar sem kaldi pólsjór- inn sekkur undir heita sjóinn, sem streymir frá hitabeltunum, og á því svæði geta hitabreytingar á yfirborði verið gerbreyttar í örfárra metra fjarlægð. Hið skipulagsbundna hljómfall hafsins, sjávarföllin, orsakast af að- dráttarafli tunglsins á jörðina. Því meira sem efnismagnið er, því meiri aðdráttarmáttur þess; en fjarlægð veikir aðdráttarmáttinn. — Þyngd tunglsins er um 1/80 hluti þyngdar jarðkúlunnar, og það er um það bil % milljón kílómetra í burtu, en aðdráttarafl þess á jörðina er mikið. Efnismagn sólarinnar er um % milljón sinnum meira heldur ur en jarðarinnar, en sólin er í 135 milljón kílómetra fjarlægð, og að- dráttarafl hennar er því miklu minna. Aðdráttarafl jarðarinnar á sitt eig- ið haf er milljón sinnum sterkara heldur en Tunglsins og sólarinnar, og þó eru áhrifin frá þeim nógu sterk til þess að draga úthöfin í eina risa- stóra bylgju, sem á hinu opna hafi fylgir tunglinu eftir á hreyfingu þess umhverfis jörðina. Það er hin reglu- bundna sjávarfallsbylgja — sem er allt annað en flóðbylgjur þær, sem óreglubundið orsakast af eldsum- brotum neðansjávar. Lengd sjávarfallsbylgjunnar ætti fremur að mæla á tímamælikvarða heldur en hæðar- eða fjarlægðar- mælikvarða. Hún er um 12 klst. og 20 mínútna löng, eða nákvæmlega helmingur af þeim tíma, sem það tekur tunglið að fara umhverfis jörð- ina. Hvert sjávarfall á þeirri hlið jarðar, er snýr að tunglinu, er ná- kvæmlega jafnlangt því sem er á þeirri hlið, er snýr frá tunglinu. Hæð sjávarfallsbylgjunnar er mælikvarði á ummál hennar. í hin- um miklu úthöfum, er sjávarfalls- bylgjan um einn meter á hæð og hreyfing hennar fer með um það bil 800 km. hraða á klukkustund. Á út- hafseyjum er mismunur flóðs og fjöru tiltölulega lítill; við Azoreyjar Þegar sól, jörð og tungl eru í beinni línu hvert við annað, er stórstraumsflæði á jörðinni. En þegar tungl og sól mynda rétt horn við jörðu er hins vegar stórstraumsfjara. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.