Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Síða 53

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Síða 53
Skyndimynd af New York. Auða svæðis fremst á myndinni er Battery Park, og litla hringlaga byggingin við ströndina eru eftirstöðv- ar af „Castle Garden", þar sem innflytjendur streymdu í gegn síðari hluta 19. aldar. Og á þessum stað var hin upprunalega New Amsterdam reist. möguleg, og þess vegna er eini stækkunarmöguleikinn upp á við. En þessi uppvöxtur borgarinnar er einmitt eitt af sérkennum hennar og hefur gert hana að sínu leyti eins víðfræga eins og Frelsisgyðjan og bygging Sameinuðu þjóðanna. Hin raunverulega New York er miklu stærri heldur en landssvæði borgarinnar er talið. Úthverfin, sem hggja utan að aðalborginni, eins og New Jersey vestan við Hudson Riv- er eru í beinum viðskiptatengslum við aðalborgina. Og ef allt það svæði, sem þannig er í beinum tengslum við borgina, væri talið til hennar, er að mati SÞ íbúatalan um 15 millj. manna, og þar með gæti hún raun- verulega talizt langsamlega stærsta borg veraldarinnar. Veðurfar er talið vera milt og stöðugt. En eins og allir New York- búar myndu skilgreina það, er sum- arið langt og heitt og vetur kaldur og langur. Breytileiki hitastigs er ekki óþekkt að geta leikið milli 90° og 0° Fahrenheit. En nokkuð algengt er, að hitabreytingin geti orðið um 30° á sama degi. En þegar menn fara að venjast þessum skörpu stigbreyt- ingum veðursins, er veðurfarið skemmtilegt og auðvelt að lifa við. Höfnin í New York, sem borgin byggir að verulegu leyti afkomu sína á, er sennilega sú bezta í heimi. Hafnarsvæðið allt er um 650 mílur beggja megin við Upper Bay, East River, North (Hudson) River og Newark Bay. Með nægu dýpi fyrir allra stærstu hafskip. Með allri strandlengjunni eru hafnargarðar, þar sem að meðaltali árlega leggjast um 13,000 skip í eigu 170 skipafé- laga. Flutningur þeirra nemur að meðaltali um 140 millj. tonn árlega, að meðtalinni innanhafnarfragt, og rúmlega 35 millj. tonna af útlendum uppruna, sem er um það bil 40% af innflutningi Bandaríkjanna frá öðr- um löndum. Það er traust umsetn- ing, er gefur um 500,000 manns dag- legt viðurværi. Höfnin er íslaus, en um háveturinn kemur fyrir rekís. Hann er mjög óverulegur og engar sérstakar ráð- stafanir þarf að gera til að brjóta ís- inn. Flóðmismunur er um 4,6 fet, og meðalstraumhraði í ánum er innan við 3 mílur. Framburður er smá- vægilegur, og þá helzt í North (Hud- son) River, en honum er auðveld- lega haldið í skefjum með stórvirk- um botnsköfum. Hin sérstæða sjálfsstjórn hafnar- innar og framkvæmdaratriði eru undir aðalstjórn Port of New York Authority. Það fyrirkomulag var tekið í framkvæmd með samningi milli New York og New Jersey og falið framkvæmdavald. Frá upphafi þessarar umboðsstjórnar fyrir 39 ár- um, hefur hún gert miklar ráðstaf- anir til umbóta á öllu hafnarsvæð- inu. Því að auk endurbóta á hafnar- görðum og vöruskemmum, hafa verið byggðar brýr, flugvellir og að- setur fyrir ýmis konar löndunar- og flutningatæki. Og það er langt frá því, að ný- byggingum sé nærri lokið. Fram- undan er nýtt allsherjar endurskipu- lagsáform í hafnarframkvæmdum, sem nú þegar er farið að bera góðan árangur. T. d. hafa nokkrir af elztu hafnargörðunum í Brooklyn verið brotnir niður og hinir splunkunýju hafnargarðar The Port Authority, skammt suður af Brooklyn Bridge, voru fyrir stuttu síðan teknir í notk- un. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.