Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Qupperneq 54

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Qupperneq 54
Hið gamla South Street á Man- hattan, sem á gullaldartíma seglskip- anna var helzta aðsetur hinna hrað- skreiðu Clipper-skipa, er nú að und- irgangast algjöra endurnýjun. Hafn- aryfirvöldin í New York eru enn- fremur með aðrar stórfelldar ný- tízku leiðbeiningar til siglingar um höfnina og notkun hennar. Ellefu stórar járnbrautarlínur hafa be'in tengsli við höfnina, og auðvelda þannig keyrslu á vörum beint til allra stærstu borga í Bandaríkjun- um. Engar vörur eru látnar stað- næmast eða liggja við höfnina, held- ur fluttar áfram nærri jafnstundis sem þeim er skipað upp, og vegna hins hagkvæma fyrirkomulags hafn- arkerfisins, er hægt að umskipa í önnur skip á mjög skjótan og kostn- aðarlítinn máta. Eftir síðari heimsstyrjöldina hefur umferðin um New York-höfn auk- izt að miklum mun, og er aukning- unni að verulegu leyti beint til New- ark í Newarkflóa, vestan við New Yorkflóa, því þar eru risin stórfelld iðnaðarhverfi og útþenslurými er þar meira fyrir framtíðina. Hafnar- yfirvöldin hafa einnig áformað, að gera þetta svæði að einu fullkomn- asta hafnarsvæði veraldar og eru vel á vegi að ná því marki. Síðastliðið sumar var haldið há- tíðlegt 350 ára afmæli New York- borgar. Þegar það er hugleitt, að fyrstu byggingar hennar stóðu ein- mana á mýrarflákum, á sama tíma sem stórborgir annarra stórþjóða voru grónar og orðnar stórveldi á sína vísu, verður það enn furðulegra hve vöxtur þessarar miklu heims- borgar hefur orðið stórkostlegur. Ef Henry Hudson auðnaðist að stíga einn dag til jarðarinnar og sigla að nýju skipi sínu, „Hálfmán- anum“, inn í New York-höfn, væri mikils virði að veita því athygli, hvernig honum brigði við, að heyra hávaðann og þytinn frá stórborg- anlegt er, að honum yrði svo mikið inni, þar sem hann áður lagði að grasivaxinni strandlengju og leit inn yfir mýrarflákana árið 1609. Hugs- um, að hann óskaði þess heitast, að hafa aldrei séð þau umskipti. En þeir, sem nú lifa, blessa minningu hans, fyrir að hafa grundvallað fyr- ir þá eitt af beztu hafnarstæðum veraldar, sem hefur gefið milljónum manna lífsöryggi allt þeirra ævi- skeið. Framhald af bls. 6. Stýrimennirnir brugðu báðir skjótt við og voru að 5—10 mínútum liðnum báðir komnir alverjaðir á þiljur, og tóku þegar til sinna starfa. Ekki skipti það nema ör- fáum mínútum frá því að ég sá þá báða hlaupa fram ganginn bakborðsmegin og þar til sjór reið á miðsíðu skipsins þeim megin, og tók um leið 1. stýrimann fyrir borð. Brugðu skipverjar skjótt við og vörp- uðu björgunarhring til stýrimannsins, sem hann þó ekki náði. Eins og áður er fram tekið, var fiskur mikill í belg vörpunnar, og því óhægt að halda skipinu til, sem kallað er. Stýrimaðurinn gat fylgt eftir reki skipsins á sundi nokkra hríð, en vegna sjógangs og óhemju sjávarkulda dró brátt úr þreki hans; einnig vildi svo óheppilega til, að hann lenti tvisvar undir belginn, og hélzt af þeim sökum lengi í kafi. Svo fór þó að lokum, að hann við illan leik af eigin þrótti komst upp á belg- inn, þá magnþrota. Á meðan þessu fór fram höfðu annar stýrimaður og bátsmaður, Jó- hannes Bolstad, færeyskur, afklæðzt hlífð— arfötum, þess albúnir að varpa sér fyrir borð, stýrimanninum til bjargar. — Var hnýttur um hvorn fyrir sig tógstrengur, og hentu þeir sér síðan út báðir í senn. Johannes náði strax tökum á stýrimann- inum og tókst að flytja hann nokkru nær skipinu, ofan á fljótandi belg vörpunnar. Vegna sjávarkuldans og þess, að bátsmað- ur drakk þegar er hann kom í sjóinn all- mikið, varð hann skyndilega veikur og þurfti þegar að innbyrða hann aftur. Svo fór einnig, að innbyrða þurfti Sigurð strax á eftir bátsmanninum. Hafði tógstrengur- inn ólagast svo á honum, að honum var óhægt um vik. Eftir að strengurinn hafði verið lagfærður, fór Sigurður þegar í sjó- inn aftur, og hafði meðferðis annan streng til þess að hnýta um stýrimanninn. Xókst honum eftir nokkra erfiðleika að komast út á belginn til stýrimannsins, og eftir nokkra hríð að hnýta um hann strengn- um, svo hægt var að innbyrða báða. 1. stýriinaður kom til rænu eftir nokkra að- hlynningu, og hefur náð sér að fullu. Sig- urði varð ekki meint af volkinu. Þykir mér Siguvður með þessu hafa sýnt sjómennska fórnfýsi, nauðstöddum félaga til bjargar. Er ég honum þakklátur, og bið að Guð megi ætíð sýna honum sömu gæzku og að þessu sinni. Bátsmaðurinn á einnig þakkir skildar fyrir sýnda fórnfýsi, þó þrek hans gegn kuldanum og volkinu væri ekki slíkt sem Sigurðar. Samkvæmt dagbók skipsins var veður- hæð 7—8 vindstig af norð-austri, og sjór eftir því. Um borð í bv. Norðlendingi 3. 6. 1959. Kristján Gíslason, skipstjóri. Líkansmynd af fyrstu byggð New Amsterdam í minjasafni New York-borgar. 38 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.