Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Page 59

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Page 59
fuglinn yrði var við óvenjulegt hita- stig í haugnum og hvort hann gæti gert viðeigandi gagnráðstafanir. Við tókum allt lífrænt efni burt úr einum haugnum og stöðvuðum Jiar með gerjun. Hitinn lækkaði úr 92° F. í 60° F. Áður hafði karlfugl- inn komið til haúgsins daglega og minnkað hitann. Næst þegar fuglinn kom til haugsins, varð hann strax var við hið lækkaða hitastig í hon- um. Hann byrjaði strax á því að opna hauginn í þeim tilgangi að láta sólina auka hitann. Þetta gerði hann daglega. En vorsólin var ekki nógu heit. Um mitt sumar var hitinn að- eins orðinn 80° F. I desember þræl- aði þessi fugl við að koma hitanum upp hjá sér, á sama tíma þurftu aðr- ir fuglar að kæla sína hauga. Auð- sjáanlega vissi þessi fugl, að allt var ekki eins og vera bar. I annarri röð af tilraunum kom- um við hitatæki fyrir í haugnum til þess að geta stjórnað hitanum. Með því að opna eða loka fyrir hitann til skipsins létum við fuglinn hafa nóg fyrir stafni, ýmist við að draga úr hitanum eða auka hann. Alltaf varð fuglinn var við brögð okkar. Hinn 220 volta hitagjafi okkar og stillir höfðu aðeins við ráðstöfunum fugls- ins. Nærri lá, að hann sigraði okkur og tækist að halda 92° F. á eggjun- um. Ekki er nokkur vafi á, að vinnu- brögð fuglsins í stórum dráttum fara eftir veðrinu, t. d. hvenær dags hann vitjar haugsins og hvort hann opnar hann eða ekki. Athuganir okkar sýna ennfremur, að það, sem hann gerir á tilteknum degi, fer eftir hita- stiginu inni í haugnum. Þetta virðist sýna, að fuglinn geti mælt hitann. Hvemig gat hann annars orðið var við þær hitabreytingar, sem við vor- um valdir að með hitatækinu? Þegar fuglinn er að verki, stingur hann oft nefinu í hauginn og dregur það til baka fullt af sandi, síðan sáldrar hann sandinum út úr nef- ínu. Vinnubrögð hans á eftir virðast mótast af þessari rannsókn. Við er- um ekki í vafa um, að hann hefur verið að mæla hitann og að hitamæl- irinn sé í nefinu, annaðhvort í tung- unni eða gómnum. Hitamælingar eru mjög áberandi áður en varp á sér stað. Mallíkarlinn opnar hauginn, það tekur klukku- tíma, kvenfuglinn kemur út úr skóg- inum og skoðar holuna, sem hann hefur grafið. Ef kvenfuglinn er ekki ánægður, fer hann burt og sezt und- ir runna, karlfuglinn verður að fylla upp holuna og gera nýja. Þetta end- urtekur sig þrisvar, fjórum sinnum, ef með þarf, þar til rétt hitastig er fundið. Burstafuglinn mælir hitann á sama hátt, en fyrirhöfn hans og nákvæmni um að viðhalda jöfnu hitastigi er minni. Karlfuglinn stjórnar öllu við hauginn og rekur kvenfuglinn burtu nema þegar um varp er að ræða. í ágústmánuði, þegar haugurinn er fullgerður, hreyfir karlfuglinn til hið gerjandi efni haugsins og heitur gufumökkur rýkur upp úr því. Þannig viðrar hann haugefnið, þar til mesti gerjunarhitinn er rokinn burt, þá leyfir hann kvenfuglinum að verpa og stendur vörð við haug- inn, þar til varptímanum lýkur. Ef gerjun verður of lítil, bætir hann líf- rænu efni ofan á hauginn, en verði hitinn of mikill, grefur hann inn að miðju haugsins og lætur hita rjúka burt. Hlutverk skógarfuglanna er þó einfaldara. Þeir, sem verpa í sandi, velja stað, sem er hæfilega heitur. Þeir, sem byggja gerjunarhauga, stjórna ekki hitanum að öðru leyti en að velja hið rétta byggingarefni og hinn rétta stað í haugnum til að verpa í. Þegar líður á varptímann, skrapa þeir saman efni, sem þeir bæta ofan á haugana, myndast þá ný lög, sem hitnar í. Þeir kanna hitann í lögunum og finna þannig hæfilega heitan stað til þess að verpa. Öll vinna þessara fugla miðast við það að eignast afkvæmi. Þeir eru svo önnum kafnir við sjálf eggin, að enginn tími verður afgangs til að sinna ungunum. Afleiðingin er sú, að ungar Stórfætlinga eru að lík- indum meira bráðþroska en ungar annarra fugla. Ungar Mallífuglsins koma úr egg- inu þrjú fet undir yfirborði. Skurn- in brotnar og unginn byrjar strax baráttu sína upp á við. Sú barátta stendur yfir í 15—20 tíma. Að síð- ustu rekur unginn höfuðið út úr haugnum. Unginn andar að sér fersku lofti og lítur í kringum sig. Utsýnið hlýtur að vera fráhrind- andi. Einn og varnarlaus er unginn og berskjaldaður fyrir hvers konar ræningjum, sem kunna að vera ná- lægir, lítið er um mat og vatn ekk- ert. Unginn brýzt nú alveg út úr haugnum og veltur niður á jafn- sléttu og leitar sér skjóls í næsta runna, þar hvílir hann sig í nokkra tíma og leggur svo af stað út í heim- inn. Hann getur nú þegar hlaupið hart og brátt flogið upp í trjágrein sér til öryggis. Allt fyrsta skeið æv- innar er unginn einn og flýr allt sem hreyfist, einnig aðra Mallífugla. Mörg egg þessara fugla fara for- görðum, útungunarkerfið er ekki fullkomið miðað við erfiðið. Mörg egg ungast ekki út vegna tjóns á haugnum. Mestu tjóni valda þrumu- i—i—i—i—i—r—i FEET 1 2 3 Þverskurðarmynd af varphaug Mallí-fuglsins, semsýnir holuna er fuglinn fyllir upp með rotnandi lífrænum efnum, þar sem hann leggur eggin í. Haugurinn ofan á eggjun- um er sendinn jarðvegur. Ojöfnurnar til hliðar við holuna, er gamall jarðvegur úr hreiðurholunni. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 43

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.