Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Page 63
Allsnægtir og örbirgð
Á þurrlendinu er maðurinn í sér-
flokki, að því er snertir tortímingu
á öðru en lífi, en í sjónum hittir hann
þá, sem eru honum fremri. Lífsbar-
áttan hefur staðið fjórum eða fimm
sinnum lengur í undirdjúpunum, og
þar birtist enn meiri slægð og hygg-
indi. Þótt hafið sé víða kyrrlátt á
yfirborðinu, er ákaft barizt í undir-
djúpunum og engin grið gefin.
Stærð fiska virðist óviðkomandi
stærðinni á eftirlætisæti þeirra.
Stærsta skepna í heimi, bláhvelið,
nærist á litlum rækjum, sem verða
aðeins tveir þumlungar fullvaxnar.
Þar sem bláhvelið getur orðið 100
smálestir eða meira, etur það ótrú-
legt rækjumagn. En búrhvelin, sem
eru heldur minni — þau verða um
70 fet á lengd — sækjast eftir stærri
hráð, sérstaklega risavöxnum kol-
krabba, sem geta orðið næstum eins
stórir, allt að 50 fetum, þegar bæði
skrokkur og armar eru mældir. Búr-
hvelið er auk þess mikill kafari, því
að það verður að fara ofan í 1500 feta
dýpi eða meira til að afla sér ætis.
Nærri yfirborði sjávar, þar sem
svifið verður til, fá öll sjávardýr nóg
og reglulega að eta. Fisktorfur
gleypa í sig svifið eða önnur dýr, sem
lagt hafa sér svifið til munns, og eru
næstum eins og stórgripir á beit.
Þeir sjávarbúar, sem eta svif, hafa
eins konar síu í munni sér, svo að
hægt sé að losna við sjóinn jafnharð-
an, og þeir geta fengið fylli sína með
því einu að láta sig líða áfram með
opinn munn. Þar sem svo er ástatt,
kemur maðurinn til sögunnar með
veiðitæki sín — hann vill njóta
endanlegrar uppskeru. Þar sem dýp-
ið er of mikið fyrir plöntulíf, er
minna um æti, og má segja að þar
skiptist á allsnægtir og örbirgð.
Til eru eins konar eyðimerkur í
hafinu, þar sem nær ekkert líf þrífst.
Geta þær alveg eins verið í hlýjum
sjó og köldum, því að aðalspurning-
in er, hvort skilyrði séu heppileg
fyrir plöntulíf. Þau skilyrði eru ekki
fyrir hendi úti á reginhafi, nema þar
sem straumar leika um.
Ein undantekning er þá Sargasso-
hafið, þar sem kyrr og sólvermdur
sjór er fullur af sargassiun-þangi,
sem er mestmegnis þörungategund,
er eykur kyn sitt án afláts en fær
auk þess sífellt árlegan liðsauka með
Golfstraumnum frá ströndum nýja
heimsins. Með þessu nýkomna þangi
berast ýmis smádýr, sem hafast síðan
við í Sargasso-hafinu. Meðal þeirra
eru seiði fiska, er hrygna langt frá
landi og verða að aðlagast nýju um-
hverfi, gerólíku þeim sendna og
grýtta botni, sem forfeður þeirra
voru vanir. Þá berast þangað önnur
lítil dýr, sem venjulega festa sig við
kletta eða þang eða lifa á botninum,
rækjur og ormar og kvikindi, sem
líkjast helzt köngulóm. Um aldirnar
hafa sum þeirra breytzt í útliti, svo
að þeim veitist auðveldara að afla
sér fæðu. Þar má nefna Sargasso-
sæsnigilinn, en forfeður hans skriðu
eftir botninum í leit að æti. Sar-
gasso-afbrigðið hefur lært að brölta
yfir þangflækjur — það er ósjálf-
bjarga og sekkur til botns, ef það
dettur af þeim — og hefur breytt um
lit, svo að það skeri sig ekki úr um-
hverfinu. Einhver gráðugasti fiskur,
sem til er og vísindamenn kalla
pterophryne, hefur búið sér til dul-
argervi, svo að ógerningur er að
greina hann frá sargassum-þanginu.
Jafnvel dýr, sem hafa ekkert melt-
ingarkerfi, geta keppt um næringuna
í sjónum. Á sumum ströndum Ev-
rópulanda er til lítill, flatvaxinn,
grænn ormur, sem lifir góðu lífi á
að veita þörungunum heimkynni í
líkama sínum. Ormur þessi nærist
á fæðu, sem gesturinn framleiðir, en
hlutverk húsráðanda er að skríða
upp úr sandinum á fjöru, svo að
þörungurinn fái að njóta nauðsyn-
legs sólarljóss til matvælaframleiðslu
um nokkurra stunda skeið, en síðan
leitar hann aftur til hælis fyrir báða
með því að grafa sig í sand þegar að
fellur.
Þróunin hefur skapað einkenni-
legustu tæki til að hjálpa fiskum við
að leita sér ætis í sjónum. Eitt af
þeim elztu er það, sem nútímamenn
gætu hugsað sér að finna upp sjálfir,
þ. e. aðferð sú, sem rafmagnsfiskar
beita til að mynda nægan straum til
að finna og rota síðan bráð sína.
Rafmagnsálar eru færastir í þessu,
og geta þeir myndað næga spennu
til að lama hest, hvað þá fisk. Auk
þess virðast þeir vera búnir ein-
hverjum þeim tækjum, sem maður-
inn hefur ekki áttað sig á, og gera
þeim kleift að finna bráð sína, þótt
hún sé í 20 feta fjarlægð.
Marglittutegund sú, sem kölluð er
á ensku „portúgalskt herskip" hef-
ur myndað annað veiðitæki, sem
gerir hana mjög óvinsæla á bað-
ströndum. I rauninni er „herskipið“
ekki einstakt dýr, heldur samyrkju-
bú ýmissa dýrategunda, er hver
gegnir sínu hlutverki í þágu sam-
eiginlegrar lífsbaráttu, og er skipu-
lagið eins fullkomið og í býflugna-
búi og betra en á flestum samyrkju-
búum manna. Aðalmeðlimir „portú-
galska herskipsins“ mynda fálmar-
ana eða hafa á hendi hlutverk mag-
ans. Félagsbú þetta er eins og hrúga
af ljósgrænu eða bláu hlaupi, sem
flýtur á yfirborði sjávar, haldið uppi
af lofti, en fálmararnir hanga niður
í sjóinn eins og snærisspottar og
verða stundum 30 fet á lengd. Fálm-
arar þessir verka sem eitur á öll dýr,
sem snerta þá, nema eitt (enda þótt
þau bíði ekki þegar bana), og þann-
ig veita þeir aðstoð við að draga
björg í bú, því að þessi lífsveruhópur
lifir á fiski, sem fálmararnir lama.
Þeir meðlimir félagsbúsins, sem
mynda magann, hafa á hendi dreif-
ingu fæðunnar. Starfa þeir eins og
vel þjálfaður verkamannahópur og
vinna í sameiningu við að ,,gleypa“
bráðina. Eina dýrið, sem eitrið vinn-
ur ekki á, er lítill sníkjufiskur, sem
vísindin kalla nomeus granovii, og
leitar hann meira að segja hælis inn-
an um fálmarana, þar sem hann lifir
góðu lífi.
Kolkrabbinn notar arma sína með
allt öðrum hætti, því að hann seilist
eftir fæðunni í stað þess að bíða þess,
að hún berist til hans af tilviljun. Á
hverjum armi er fjöldi sogskála, sem
geta sogið sig fastar við hvað sem
er, en þó fyrst og fremst eitthvað
ætilegt, en þær geta líka sleppt taki
sínu, hvenær sem þurfa þykir. Með
örmunum dregur kolkrabbinn fæð-
una að munni sér, en hann er trjóna,
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 47