Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Page 64
sem getur brotið harða krabbaskel.
Er það haft fyrir satt, að kolkrabbinn
sækist ekki eftir mannakjöti og ráð-
ist ekki á kafara. En hann er engan
veginn ósjálfbjarga, og risakolkrabb-
ar skilja stundum merki eftir á haus-
um hvala, enda þótt hvalirnir hafi
haft sigur í baráttunni við þá í und-
irdjúpunum.
Á miklu dýpi, þar sem oft er langt
á milli máltíða, hegða sum dýr sér
eftir aðstæðum og auðsýna jafnvel
bókstaflegan teygjanleika að því
leyti. Sérstök krossfiskategund get-
ur til dæmis teygt svo úr sér, að hún
getur gleypt fisk, sem er nokkrum
sinnum stærri en hún sjálf, en síðan
tekur meltingin langan tíma. Kletta-
karfi, sem er eins konar sjóbirting-
ur og getur orðið fimm eða sex sinn-
um þyngri en maðurinn, er mjög
fallegur á litinn, en kjaftstærðin
eyðileggur fegurðina að öðru leyti.
Stundum virðist þessi fiskur ekki
vera neitt annað en kjafturinn, af
því að hann getur opnað hann meira
en nemur ummáli skrokksins. Kletta-
karfarnir liggja í leyni við kletta eða
rif eða skipsflök og geta aflað sér
talsverðrar bráðar með því einu að
opna kjaftinn. James Dugan, sem tók
þátt í Calypso-haffræðileiðangrin-
um, hefur skýrt frá sannri sögu um
klettakarfa, sem gleypti mann. Mað-
urinn komst þó undan með því að
skríða út um tálknopin.
En vilji menn kynnast græðgi sem
segir sex, verða þeir að heimsækja
þau höf, þar sem æti er mjög mikið.
Verður þá að kanna kaldan sjó nærri
yfirborðinu, þar sem bæði plöntur
og dýr geta þrifizt. Þar er að finna
matarforða fyrir þær gríðarlegu
torfur af þorski og síld og laxi, sem
menn kannast við, en auk þess fá
milljónir sela og hvala á norður- og
suðurhveli jarðar þar æti sitt, að ó-
gleymdum hnísuvöðum og fuglageri.
Einu staðirnir í hitabeltinu, þar sem
gnótt átu er að finna, er í straumum
frá kaldari höfum, einkum Hum-
boldt-straumnum undan vestur-
strönd Afríku.
Humboldt-straumurinn hefur í
fórum sínum þvílíka átugnótt, að
um óteljandi aldir hefur eithvert
mesta fuglager, sem maðurinn hefur
nokkru sinn heyrt nefnt, getað feng-
ið þar nægju sína og skilað bezta
dýraáburði, sem maðurinn þekkir,
á varpstöðvar sínar. Menn sóttu
áburð þennan til Gúanó-eyjanna
svokölluðu undan ströndum Perú,
og hann var notaður í svo ríkum
mæli um langt árabil, að landbún-
aðurinn í miklum hluta Evrópu og
Ameríku gat ekki án hans verið, þar
til menn lærðu að búa til áburð í
verksmiðjum.
Gnótt átu er við jaðra allra haf-
strauma, þar sem þeir mæta öðrum
straumi. Rótið sem myndast við átök
straumanna, þvingar kaldan sjó upp
úr undirdjúpunum, því að jafnvel
þar sem hitar eru mestir, er sjávar-
hiti við frostmark á 10 þúsund feta
dýpi. Þegar nóg er fyrir hendi af
steinefnum og sólar nýtur að auki,
táknar það upphaf allsnægta í sjón-
um.
Þessi frásögn og Fögur dýr og firna ljót
eru báðar úr bók Peter Freuchens: Heims-
höfin sjö.
Þegar franska leikkonan Adrienne
Lecouvreur dó, árið 1730, neituðu
prestarnir fyrst í stað að veita henni
kirkjulega greftrun, þar eð hún hafði
ekki viljað iðrast „hinnar hneykslan-
legu atvinnu sinnar“, eins og þótti
bezt sæma leiklistarfólki á þeim tím-
um.
David Hume þótti sérstaklega ó-
félegur maður í sjón að sjá og vissi
það sjálfur. Einu sinni var hann á
ferð með skipi yfir Forthfjörðinn. Þá
skall á óveður og þótti hætta á ferð-
um. Kona nokkur bar sig þó vel og
spurði Hume:
— Hvort okkar haldið þér að há-
karlarnir éti, ef við lendum í sjóinn?
— Þeir, sem hafa góða matarlyst,
éta mig. En þeir matvöndu éta yður,
svaraði Hume.
Frúin: Nú gef ég yður 25 aura. En
þér megið ekki drekka yður fullan
fyrir þá.
Betlarinn: Nei, ég kaupi strax dýr-
asta sæti í leikhúsinu.
Gestur í samkvæmi: Hver er þessi
sauðarlegi maður, sem situr þama?
Kona: Það er Davíð prófessor. Vit-
ið þér hver ég er?
Gesturinn: Nei.
Konan: Eg er dóttir hans.
FulltrúaráS Sjómannadagsins
Skipstjórafélagið Aldan:
Guðbjartur Ólafsson. Steindór Arnason.
Vélstjórafélag íslands:
Tómas Guðjónsson. Júlíus Kr. Ólafsson.
Sjómannafélag Reykjavíkur:
Asgeir Torfason. Karl Karlsson.
Pétur Sigurðsson. Hilmar Jónsson.
Hjalti Gunnlaugsson. Ólafur Sigurðsson.
Stýrimannafélag íslands:
Theódór Gíslason. Grímur Þorkelsson.
Skipstjórafélagið Kári, Hafnarfirði:
Isleifur Guðmundsson. Agúst Hjörleifsson.
Skipstjórafélagið Ægir:
Magnús Runólfsson. Jóhann Magnússon.
Skipstjórafélag Islands:
Þorvarður Björnsson. Jón Eiríksson.
Félag íslenzkra loftskeytamanna:
Henrý Hálfdánsson. Tómas Sigvaldason.
Sjómannafélag Hafnarfjarðar:
Kristján Jónsson. Einar Jónsson.
Framleiðsludeild S. M. F.
Guðmundur H. Jónsson.
Gestur Benediktsson.
Matreiðsludeild S. M. F.:
Elís V. Arnason. Böðvar Steinþórsson.
Matsveinafélag S. S. í.:
Sigurður Magnússon.
Magnús Guðmundsson.
Mótorvélstjórafélag Islands:
Bjarni Bjarnason. Sveinn Jónsson.
Bátafélagið Björg:
Gunnar Friðriksson. Bjarni Kjartansson.
Stjórn Sjómannadagsins 1960:
Formaður: Henrý Hálfdánsson.
Gjaldkeri: Guðmundur H. Oddsson.
Ritari: Tómas Guðjónsson.
Meðstjórnendur:
Garðar Jónsson. Gunnar Friðriksson.
48 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ