Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 19

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 19
Inn- siglingin til að þeir hafi verið með líkum hætti og annarsstaðar við sjávarsíðuna, sjóróðrar og kvikfjárrækt. Sé á hinn bóginn gripið til þess að geta í eyð- urnar, tekur varla betra við. Stöðum einsog Grindavík, mannlífi forn- manna þar yrði betur lýst í tónverki eða ljóði. Einu má þó slá föstu, að þar hefur fólk búið allar götur síðan og þvílíku ástfóstri hafa menn tekið við þennan stað, að búseta hefur aldrei niður fallið. Til er örstutt lýsing á Grindavík, rituðu fyrir meir en fjórum áratug- um af norðlenskum bónda, Jóni Sigurðssyni á Ystafelli en hún hljóðar svo: „Grindavík er sunnan á (Reykja- nes) skaganum vestanverðum og mjög langt er til næstu byggða. Þar er haglendi nokkurt, en engjar eru litlar. Hraun ganga allsstaðar í sjó fram, með smáhöfðum og vogum á milli, en ofanvið byggðina mörg smáfell og núpar. Þykir fagurt í Grindavík. Bæir standa hér í þorp- um margir saman, þar sem helst eru lendingar. Er útræði aðalbjargræði manna, þó að brim séu mikil og nægð af skerjum og boðum fyrir landi. Þó eiga Grindvíkingar all- margt sauðfjár. Oft rekur dauðan fisk í Grindavik. Eru brimin svo sterk, að fiskar ráða ekki ferðum sínum á grunnsævi, og rotast á boðum og skerjum. Eitt sinn t.d. urðu fjörur rauðar af karfa eftir stórbrim. Slíkur reki var algengur víða sunnanlands. Skálholtsbiskupar höfðu öldum saman aðalútræði úr Grindavík. Svo voru þeir voldugir, að þeir fengu þar kaupstað settan vegna skreiðar Þessi mynd er tekin þar sem nú er innsiglingin í Grindavíkurhöfn. Því myndu fáir trúa að nú sigla þarna um 2000 Iesta skip. Myndin er tekin árið 1939 af Einari Einarssyni og sýnir hvernig byrjað var að grafa rennuna inn í Hópið. Um þetta segir Tómas Þorvaldsson á þessa leið í Sveitastjórnarmálum: „Sumarið 1939 var verið að vinna fyrir fjárveitingu, sem fékkst til lendingarbóta á Járngerðarstaða- vík. Verkið varð dýrar en ætlað var, og m.a. kom þar til svokallað sexauramál, sem var vísitöluuppbót á kaup. Yfirverkstjórinn var úr Reykjavík, en honum til að- stoðar var faðir minn, Þorvaldur Klemensson, og kom það stundum í hans hlut að fara með flokkinn til vinnu. Dag einn, þegar verkstjórinn var forfallaður, fór flokkurinn á stórstraumsfjöru með þau verkfæri, sem menn höfðu í höndum, og byrjuðu að grafa í kambinn. Grafið var, þar sem malarkamburinn milli Hópsins og sjávar var lægstur, og hét þar Barnaós. Verkfærin voru haki og skófla, og öllu efni, sem upp kom, var ekið á hjólbörum eftir sliskjum upp á kambinn. Undir malarkambinum var moldarbakki, og unnu þá tveir menn með sömu skóflunni, með þeim hætti, að annar stakk, en hinn dró upp með bandi, sem fest var niður við skóflublaðið. Þá var notuð spiss-skófla með löngu skafti. Eftir sumarið gátu bát- arnir flotið inn um hálffallinn sjó, og varð þá úr sögunni hin erfiða setning bátanna upp í naustin, því að þeir fóru að lokinni affermingu inn í Hópið og lágu þar inni til næsta róðurs.“ — Af hverju stafaði nafnið Barnaós? „Sagan hermir, að á 17. öld hafi bændur í Járngerðarstaðahverfi grafið þarna inn rennu fyrir lausakaupmenn. Arið 1702 er sagt, að maður nokkur hafi farið með tvö börn til þangskurðar á svæði, sem lá milli tveggja útfallanna, vestri og eystri óss. Þegar flæddi, lokuðust þau inni, börnin drukknuðu, en maðurinn bjargaðist á hripi. Sagan segir, að upp úr þessu hafi verið gerð fyrirhleðsla við annan ósinn, og víst er um það, að þegar við grófum þarna á árinu 1939, komum við niður á hlaðinn vegg, sem tók manni í mitt læri. Bendir það til, að saga þessi sé sönn. Einnig mun fé hafa flætt þarna. Grandinn mun hafa verið gömul kirkjuleið úr Þórkötlustaðahverfi út í Staðar- hverfi, þar sem var kirkja til ársins 1909. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.