Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 53

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 53
Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: Madurinn Predikun á Sjómannadaginn 1975 Guðspjall dagsins: Lúkas 12,13—21 I. Maður kom til Jesú og bað hann: Segðu bróður mín- um að skiþta með sér arfi okkar. Frá þessu er sagt fyrst í guðspjalli dagsins. Jesús vísar manninum á bug og var þó ekki vanur að synja um bón. Hann vill ekki hlutast í þetta mál. Hvers vegna? Hann gefur það óbeint í skyn: Hann varar við ágirnd. Ágirnd hefur aldrei annað viðkvæði, þegar hún krefst íhlutunar, en þetta: Segðu bróður mínum að beygja sig, segðu hinum að láta undan. Eg vil fá mitt og mitt er allt, sem ég get komizt yfir með réttu eða röngu, illu eða góðu. Jesús hefur skilið, að þarna var harka á ferð, sem léti ekki undan þótt hann skærist í leik. Nú deila bræður á Islandi um skipti á sameiginleg- um afrakstri vinnu sinnar. Hvað mundi Jesús segja, ef leitað væri til hans um úrskurð í þeirri deilu? Ég læt ósagt, hvernig hann mundi líta á málavexti eða hvort hann tæki að sér að skera úr. Kannski mundi hann segja eins og forðum: Hver hefur sett mig til þess SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 45 gullið að ákveða kaup og kjör? Hafið þið ekki nægilega glögga viðmiðun um það, hvað er rétt í þeim sökum? Til hvers er öll ykkar hagfræði og tölvísi, til hvers öll þessi fyrirferðarmikla pólitík? Eða eruð þið að sóa vitsmunum ykkar á skammsýn mið með velferð landsins í veði? Ég get ekki hlustað á þá, sem alltaf klifa á þessu: Segðu bróður mínum að slá af, láta undan, gera eins og ég krefst, það er honum að kenna, hvernig allt er, það er hann, sem alltaf er að seilast í vasana mína, hann, sem þú ættir að hirta og beygja. Jesús mundi kannski þurfa að segja þetta. Eða mundi hann snúa sér undan hljóður af blygðun yfir því, að bræður skuli vera að bítast og slást, að áhöfnin á því fremur veika fleyi, sem nefnt er þjóðarskútan íslenzka, skuli standa í áflogum út af aflanum, að það skuli ekki vera liðin tíð, að beita þurfi örþrifaráðum til þess að skera úr um kjaramál? Hér er ekki staður né stund til þess að ræða þessa deilu frekar. Jesús sagði: Verður er verkamaðurinn launa sinna. Og hér í guðspjallinu segir hann: Gætið þess að varast alla ágirnd. Næsta almenn ummæli hvort tveggja. Segja þau nokkuð að gagni? Jesús skírskotar jafnan til samvizku einstaklingsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.