Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Síða 34
birgja sig upp af goggólíunni, — það
er þó eitthvað, sem er honum trúar-
atriði,“ sagði Markús.
Hvað sem trúnni leið, hlaut
goggolían að vera Guðmundi eitt-
hvað meira en annað, sem ekki er
talið þarft, því að hann eyddi ekki
eyri í óþarfa. Hann var sagður mjög
ríkur, eiga stórfé á sparisjóði, voru
nefnd 15 til 20 þúsund, og það var
sosum ekkert smáræði, því að þegar
sá maður dó núna fyrir nokkrum
árum, sem var talinn ríkastur allra
útvegsbænda í allri Vestursýslunni,
voru eignirnar hans metnar að sögn
á 30 þúsund eða rétt frílega það.
Humm, einhvern veginn fékk ég
það ekki til að ríma, að fyrst og
fremst fégirni væri hvati þess, að
hann Fiski-Gvendur legði annað eins
á sig við færið og ég hafði verið vitni
að í þessum túr. Það var sosum fleira
en þetta með að gefa ljósabeitu, sem
mælti á móti því. Hann hafði víst
alltaf lagt vel til heimilis, og sagt
var, að hann væri að gefa barna-
börnunum eitt og annað, sem raun-
ar var þarflegt, en ekki var allra
barna á Fagureyri, og gestrisin
höfðu þau hjónin verið — svona
með máta.... Hvað þá? Metnaður?
Kannski, — nei, ekki kom það til,
þegar hann lét sig hafa það að fara
hvern logndag á haustin og veturna,
meðan hann heima var, einn á bát
út á fjörð með byssuna — eða þegar
hann sat lon og don við að smíða
tóbaksbauka.... En hvað sem þessu
leið, mátti ég ekki til þess hugsa, að
annar eins reiðu- og vöndunar-
maður dræpi sig á þessu æði sínu við
færið, enda mætti hann sjálfur
hugsa til þess, að ekki mundi Kristur
frekar telja sáluhjálplegt, að maður
dræpi sig á þorski, heldur en að
hann lifði á einum saman þorski!
Ég hristi höfuðið og leit ekki við
Mórauða kallinum, var nú allur
með hugann við háttalag
Fiski-Gvendar undanfarna sex sól-
arhringa, því æði var það, engin
glóra í því: Þangað til núna í byrjun
Löngu vaktarinnar hafði hann ekki
blundað nema þá standandi og
26 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
styðjandi sig við lunninguna, þegar
eitthvert verulegt lát varð á, að hann
yrði var: jú, einu sinni hafði ég séð
hann setjast á káetukappann og
halla sér upp að ofnörinu með aftur
augun, en haldandi í færið og þess
albúinn að bregða við, ef fiskur
kippti í. Og seinustu tvo sólarhring-
ana hafði hann ekki farið ofan í til
að borða, heldur látið rétta sér
soðninguna og grautinn upp á dekk.
í gær hafði hann í lok Lönguvakt-
arinnar hallað sér upp að mastrinu
með soðningarbakkann í vinstri
handarkrika og snætt með guðsgöfl-
um þeirrar hægri. Þarna stóð hann,
þegar ég fór ofan í. Skyndilega
heyrðum við hinir heljarmikinn
hlunk og allhátt glamur. Ég þaut
upp í gatið og sá þá, að
Fiski-Gvendur var að brölta á fætur,
hruflaður á vinstra kinnbeini. Hann
hafði sem sé sofnað hallandi sér upp
að sívölu og hálu mastrinu, runnið
út af því og skollið eins og tré-
drumbur á dekkið. Þegar hann var
kominn á hnén, fór hann ekki lengra
að sinni, en seildist eftir bakkanum
og tók að tína upp blautfiskinn,
sumt upp í sig, sumt í bakkann. Og
svona hélt hann áfram, unz hann
náði ekki meiru með fingrunum. Svo
brölti hann á fætur, sótti kartöfl-
urnar yfir að öldustokknum til hlés,
en sumar þeirra voru klíndar slori og
fiskblóði. Þeim verst leiknu henti
hann, en maulaði hinar eða lét þær í
bakkann, þerraði þó fyrst af þeim á
buxunum sínum, sem heita mátti að
staðið gætu einsamlar, svo ataðar
sem þær voru seltu og hálfstorknuðu
blóði. Að þessu loknu gekk hann að
lúkarakappanum, rétti bakkann
niður og tautaði:
„Ég segi það bara, ég segi það
bara, já.“
I byrjun Morgunvaktarinnar í
dag var farið að sigla áleiðis til
lands. Þá virtist Fiski-Gvendur vera
orðinn hreinlega trompaður. Þar
eða hann var alllangt frá fiskikass-
anum, þegar hann stóð við færið,
hafði hann fleygt næturaflanum
niður til hlés. Hann fór nú og hugð-
ist víst kasta fiskinum í kassann, sem
raunar var fullur fyrir. Litli maður-
inn veitti því athygli, að eitthvert
óvenjulegt gauf var á Gvendi, og svo
fylgdist hann með gerðum hans. Sá
hann þá, að hinn mikli veiðimaður
tók rígroskinn þorsk og þeytti hon-
um fyrir borð um leið og hann sagði:
„Andskotann þeir eru að gera
með þessa líka litlu ísmola hér inni á
dekki, ég segi það bara, segi það
bara, já.“
Markús flýtti sér til hans, hristi
hann rækilega og sagði hastur:
„Þú ert að kasta út fiskinum, sem
guð hefur gefið þér, ég vil ekki
ákveða Kleppsmaturinn.“
Gvendur rak upp á hann augun,
skók höfuðið og hryllti sér öllum til:
„Kasta út, segirdu, sem guð gefur
mér? Iss, siss, segi það bara já, já.“
Svo var þá að því komið, að að-
gerð skyldi hefjast. Fiski-Gvendur
var afbragðs flatningsmaður, bæði
fljótur og velvirkur. Þegar verið var
að setja upp flatningsborðin, tókum
við eftir því, að hann fór að rölta
fram og aftur með lunningunni til
hlés, hafandi flatningshnífinn milli
tannanna. Hann skimaði, og hann
þuklaði fram með styttunum,
minnti mig á frásagnir af sjóræn-
ingjum, sem klifruðu yfir í skip með
biturlegar sveðjur í trantinum. Allt í
einu leit svo Gvendur út fyrir lunn-
inguna og sagði:
„Segi það bara, — skyldi ég hafa
misst ófétis hnífinn fyrir bord, bezta
bitjárn frá Dús í Reykjavík, segi það
bara, já?“
Hann þurfti sosum ekki að spyrja.
Um leið og hann sagði fyrsta orðið,
datt hnífurinn í sjóinn. Höskuldur
gamli, sem var byrjaður að hausa,
glápti tinandi að vanda, og sagði
síðan:
„Ha? Haldið það sé spaug?
Haldið, að hann muni flytja á ein-
um héðan, sá arna?“
„Nú þykig még týga, ég held það
fagi brágum að loga!“ sagði Jón á
Hrynjanda glottandi.
Og sjálfur Ari Dagbjartur mælti:
„Ólukku kallinn að gera sig