Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 64

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 64
Það voru auðvitað engar vélar þá. Vindurinn hvíslaði í reiðann og yfir öllu var svo dæmalaus ró og næstum því blíða. Þær voru góð skip þessar skútur, þoldu slæm veður ef þær voru á fríum sjó, en tóku samt sinn toll, ekki vantaði það. Þetta var árið 1904. Ég fór aftur á skútu árið 1905, 1906, 1907 og 1908. Alltaf á sama skipinu. Nú hafði ég góða spurningu fyrir Júlíus, minnugur á færaskakið á Ægi. — Hvernig gekk þér við dráttinn. Dróstu mikinn fisk? — Nei blessaður vertu. Ég held að ég hafi aðeins verið í lélegu meðal- lagi. Þetta voru allt þrælvanir menn. Biddu fyrir þér. Þeir létu sko ekki stráka draga á sig. Seinast var ég svo kokkur á skip- inu, og það merkilega var að allir sluppu nú lifandi frá því. — Ég var á föstu kaupi sem kokkur og þessu starfi fylgdu svo ýms fríðindi, svosum einsog frítt salt fyrir það sem maður dró milli eld- húsverkanna. Það var ágætt. — Hvað var í matinn á skútun- um? — Æ ég var nú held ég hálfgerður eiturbrasari. Annars var þetta í afar föstu formi. Það var soðinn fiskur tvisvar á dag, á morgnana og á kvöldin. Þá var útvigt sem kallað var. Mönnum var vigtaður ákveð- inn skammtur af saltkjöti, púður- sykri, brauði og sykri. Á sunnudög- um var sætsúpa og þá fengu menn sex rúsi'nur og tvær sveskjur hver maður. Ég held ég muni enn hvað vigtað var út. Það voru 3.5 pund af saltketi til hálfs mánaðar fyrir hvern mann. Það var raðað niður hver fékk að sjóða saltkjöt í það og það skiptið. Venjulega var soðið fyrir þrjá í einu. Þannig var saltkjötssúpa á hverjum degi vikunnar, því þeir komu eftir röð, og fengu að sjóða. Líka var vigtaður út púðursykur, treikvart pund á mann og hálft pund af kandi'ssykri á viku. Þá fengu 56 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ menn hálft annað rúgbrauð til vik- unnar. Kaffi var hinsvegar ómælt. Það versta við eldamennskuna var vatnsskorturinn. Skúturnar höfðu ekki mikla vatnsgeyma. Menn gátu ekki þvegið sér, heldur urðu að láta sér nægja að vinda sjóvettlinga og nudda sig í framan. Ef menn vildu þvo sér hendurnar úr öðru en sjó þá pissuðu þeir bara og þvoðu sér úr hlandinu. Þetta þykir kannske lygilegt, en það eru til fleiri en ég sem muna þessa tíma. Vatn var sparað eftir mætti, og aðeins notað í mat og kaffi. — Það undarlega við þetta allt var það að heilsufar var gott á skút- unum mönnum virtist ekki verða meint af þessum nöturlega, vonda aðbúnaði sem þá var til sjós. I vélina hjá Eldeyjar-Hjalta — En úr því þú fórst að læra. Af hverju varðstu bara ekki kafteinn? — Það á sér sína sögu einsog annað. Svo var mál með vexti að maður sá togarana á skútunum, og maður sá hvað þeir öfluðu mikið og við vissum að dagar seglskipanna hlutu að vera taldir. Allir vildu komast á togara, en þeir voru mjög fáir. Sérstaklega vildu ungu menn- irnir komast á togarana. Það voru komnir togarar einsog Jón forseti og Coot. Hjalti Jónsson, eða Eldeyj- ar-Hjalti var með togarann Marz, þegar ég komst á togara í fyrsta sinn. I þá daga komust ekki aðrir á togara en þeir sem voru vinnumenn hjá skipstjórum eða útgerðarmönn- um. Þá var þetta með gamla laginu. Menn voru vinnumenn, bóndinn (þ.e. skipstjórinn eða útgerðarmað- urinn) lét vinnumanninn róa í veri, eða sendi hann á togara, hirti tog- arakaupið og greiddi honum svo vinnumannskaup. Ég vildi ekki ráða mig upp á þessi býti, en með einhverjum hætti komst ég um borð hjá Hjalta og þá sem kyndari. Var það samkomulag gert að ég skyldi síðar komast á dekkið og þá lá leiðin auðvitað í stýrimannaskólann og upp í hólinn einsog það var kallað. Húsið öldugata 30. Þarna hefur Júlíus nú búið í 49 ár. Innandyra er allt með gömlum togaramanna skikk, eins og þar stendur, traust og ábúðarfull húsgögn, smíðsgripir og hin einstæða ró sem svo oft fylgir heimilishaldi hjá yfirmönnum skipa frá þessum tíma. Þessum heimilisbrag er erfitt að lýsa í rituðu máli, hann verður aðeins skynjaður á réttum stað. Júlíus heldur enn heimili og allt er fágað og fínt, eins og maskínutoppur á gufuskipi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.