Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 11

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 11
Hrafnista í Hafnarfirði. Vonast er til að taka megi húsið í notkun á næsta ári fyrir 40. sjómannadaginn. á landi. Þótt þetta hafi mistekist þá er ég enn sömu trúar, að innbyrðis jafni skipshöfnin sinn ágreining og komi fram sameinuð út á við — það hlýtur að vera sterkast. Ef áfram á að halda á þeirri braut að stéttahópar í lykilaðstöðu miði sig launalega við sambærilegar stéttir erlendis og þá þar sem kaup- gjald er hæst, verða þeir hinir sömu að sækja á þann vinnumarkað. Lífs- barátta okkar litlu þjóðar leyfir ekki slíkan munað ef við ætlum að halda okkar sjálfstæði og fullveldi. Á aðalfundi sjómannadagsráðs í apríl s.i. var m.a. samþykkt að efna til félagsmálanámskeiðs að Hrauni á hausti komanda. Yrðu aðildarfélög- unum fyrst og fremst boðin þátttaka en væntanlega einnig fulltrúum annarra sjómannafélaga víðs vegar um land. Tilvalið væri þá, að nefnd beggja landssamtakanna, Sjómannasam- bandsins og Farmanna- og fiski- mannasambandsins settist niður og skiptust á skoðunum um möguleika á nánara samstarfi, og helst sam- runa. Til þessa þurfa að veljast þeir menn, sem eru ekki fyrirfram ákveðnir í að drepa sérhvern vilja, möguleika og tækifæri til þess að koma á nauðsynlegri nýsköpun í fé- lags- og stéttarmálum sjómanna. * Áður hefur í þessu blaði verið skýrt ítarlega frá nýbyggingu sjó- mannadagssamtakanna í Hafnar- firði. Þar er nú lokið við að steypa upp kjallara og fyrstu hæð og byrjað á uppslætti annarrar hæðar. Tafir hafa orðið vegna verkfallsins en þó sérstaklega vegna stöðugra illviðra. Samt er enn haldið í þá von að hægt verði að taka í notkun íbúðir fyrir 84 aldraða á 40 ára afmæli samtakanna á næsta ári. í byggingu þessari sem er fyrsti áfangi af þrem má telja tvennt til nýlundu hér á landi. Fyrst er það stærð og frágangur íbúðanna sem eru eins og tveggja manna. í þeim er allur sá útbúnaður sem nú er krafist á einkaheimilum. Auk þess loftnet fyrir sjónvarp og útvarp, reykskynjari, innanhússími, lögn fyrir bæjarsíma og neyðarbjalla bæði við rúm og á W.C. í hverri íbúð er sér W.C. með sturtu. Einnig er eldhús í hverri íbúð. Um allt húsið og íbúðirnar er hægt að ferðast í hjólastól. Annað sem er alger nýlunda hér á landi er dagheimili fyrir aldraða, en meginhluti fyrstu hæðar verður fyrir þá starfsemi. Nokkuð mörg ár eru liðin síðan að undirritaður ásamt Guðmundi H. Oddssyni lagði til við ráðamenn Reykjavíkurborgar að gera Hafnarbúðir að dagheimili fyrir aldraða. Öll aðstaða var hin ákjósanlegasta og hægt að hefja þessa starfsemi með nokkurra daga fyrirvara án nokkurra breytinga. Héfði þetta stórlega minnkað hið mikla álag og eftirspurn sem nú er á dvalar- og elliheimili sem starfrækt eru í borginni. Þessu var því miður ekki sinnt. En nú verður þetta gert að veru- leika. Öll nágrannasveitarfélögin munu fá þarna þjónustu og við þau verður haft samráð um stjórnun dagheimilisins. Samin hafa verið drög að reglugerð fyrir það og vil ég ljúka þessum orðum mínum með formálanum sem birtur var með SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.