Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Side 89

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Side 89
Framhald a£ bls. 35 oft skuttogarar, eru á veiðum á þessum slóðum vofir yfir hættan á ísingu ef heimskautaloftið skyldi steypast út yfir köld hafsvæðin. ísingarvandamálið hefur þannig vaxið í seinni tíð og margir togarar hafa farizt vegna ísingar á síðustu árum. 26. janúar 1955 hvolfdi togurun- um Lorella og Roderigo norðaustur af Hornbjargi og 40 manns fórust. 8. febr. 1959 fórst svo Júlí með allri áhöfn á miðunum við Nýfundna- land. Þorkell Máni var þar hætt kominn, og margir aðrir togarar, þar á meðal nokkrir þýzkir, börðust við óveður, ísrek og þó einkum mikla ísingu. Það er um tvenns konar ísingu að ræða. Lang algengasta ísingin er það þegar ágjöf frýs. f hvassviðrum gengur sjór yfir skipin og myndar sjávarlöðrið ísingu ef lofthitinn er undir frostmarki sjávarins. Selta sjávar á miðum Norður-Atlants- hafsins er 30-35%o en frostmark -^-1.9° C. Því meiri sem vindhrað- inn er og því lægri sem loft- og sjáv- arhitinn er, því meiri verður ísingin. Mikill stormur ásamt mjög lágu hitastigi lofts og sjávar veldur ákafri ísingu. Hin tegund ísingar, sem jafn- framt er miklu sjaldgæfari, er þoku- hrím. Þar er um að ræða hrím (ósalt) sem myndast í þoku á heim- skautasvæðunum. Það getur líka verið hættulegt. I þessari grein verður þó aðeins fjallað um það, þegar ágjöf (sjór, sjávarlöður) myndar ísingu. Síðan Lorella og Roderigo fórust hef ég safnað saman öllum þeim upplýsingum um ísingu, sem ég hef getað fundið. Þegar ég starfaði sem veðurfræðingur á eftirlitsskipunum Meerkatze og Poseidon og eins á hafrannsóknaskipinu Anton Dorn, fékk ég athuganir frá enskum og þýzkum togurum. Sjávardeild veðurstofunnar í Hamborg hefur séð þýzkum skipum, sem sigla um svæði þar sem ísingar er að vænta, fyrir sérstökum eyðu- blöðum, sem á skulu færðar athug- anir. Nú hef ég í höndum um 400 at- huganir á ísingu vegna ágjafar. 6-7 Vindstig 9-1 0 Vindstig Stig isingar: litil talsverö rnikil mjög mikil Þessar athuganir eru flestar gerðar á hafinu kring um ísland, við Græn- land og Labrador, og á Barentshaf- inu. Fáeinar eru þó frá Eystrasalti. ísingarmagnið er undir ýmsu komið. Mestu máli skipta þó hita- stig lofts og sjávar, vindstyrkur og sjólag, en það fer aftur mikið eftir vindstyrknum. Því kaldari sem sjór og loft eru og því meiri sem veður- hæðin er, því meiri verður ísingin. í stormi og hafróti gengur mikill sjór 8 Vindstig = 4—6 cm á 24 klst. = 7—14 cm á 24 klst. 15 cm á 24 lilst. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 81

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.