Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 53

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 53
Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: Madurinn Predikun á Sjómannadaginn 1975 Guðspjall dagsins: Lúkas 12,13—21 I. Maður kom til Jesú og bað hann: Segðu bróður mín- um að skiþta með sér arfi okkar. Frá þessu er sagt fyrst í guðspjalli dagsins. Jesús vísar manninum á bug og var þó ekki vanur að synja um bón. Hann vill ekki hlutast í þetta mál. Hvers vegna? Hann gefur það óbeint í skyn: Hann varar við ágirnd. Ágirnd hefur aldrei annað viðkvæði, þegar hún krefst íhlutunar, en þetta: Segðu bróður mínum að beygja sig, segðu hinum að láta undan. Eg vil fá mitt og mitt er allt, sem ég get komizt yfir með réttu eða röngu, illu eða góðu. Jesús hefur skilið, að þarna var harka á ferð, sem léti ekki undan þótt hann skærist í leik. Nú deila bræður á Islandi um skipti á sameiginleg- um afrakstri vinnu sinnar. Hvað mundi Jesús segja, ef leitað væri til hans um úrskurð í þeirri deilu? Ég læt ósagt, hvernig hann mundi líta á málavexti eða hvort hann tæki að sér að skera úr. Kannski mundi hann segja eins og forðum: Hver hefur sett mig til þess SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 45 gullið að ákveða kaup og kjör? Hafið þið ekki nægilega glögga viðmiðun um það, hvað er rétt í þeim sökum? Til hvers er öll ykkar hagfræði og tölvísi, til hvers öll þessi fyrirferðarmikla pólitík? Eða eruð þið að sóa vitsmunum ykkar á skammsýn mið með velferð landsins í veði? Ég get ekki hlustað á þá, sem alltaf klifa á þessu: Segðu bróður mínum að slá af, láta undan, gera eins og ég krefst, það er honum að kenna, hvernig allt er, það er hann, sem alltaf er að seilast í vasana mína, hann, sem þú ættir að hirta og beygja. Jesús mundi kannski þurfa að segja þetta. Eða mundi hann snúa sér undan hljóður af blygðun yfir því, að bræður skuli vera að bítast og slást, að áhöfnin á því fremur veika fleyi, sem nefnt er þjóðarskútan íslenzka, skuli standa í áflogum út af aflanum, að það skuli ekki vera liðin tíð, að beita þurfi örþrifaráðum til þess að skera úr um kjaramál? Hér er ekki staður né stund til þess að ræða þessa deilu frekar. Jesús sagði: Verður er verkamaðurinn launa sinna. Og hér í guðspjallinu segir hann: Gætið þess að varast alla ágirnd. Næsta almenn ummæli hvort tveggja. Segja þau nokkuð að gagni? Jesús skírskotar jafnan til samvizku einstaklingsins

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.