Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 9
„Gera skal öldruðum kleift
að dvelja sem
lengst í eigin íbúð"
Rætt við Guðmund Hallvarðsson formann
Sjómannadagsráðs um framkvæmdir
á vegum samtakanna og margháttuð framtíðaráform
Það hefur lengi verið venja að
Sjómannadagsblaðið inni formann
Sjómannadagsráðs eftirþví sem efst er á
baugi í starfi samtakanna hverju sinni.
Þar hefur jafhan verið af nógu að taka
°g svo er nú: Miklar framkvœmdir eru í
gangi ogþóttþeim sé ekki öllum lokið er
þegar farið að líta tilfleiri og enn stærri
tnarkmiða. Verður Ijóst af viðtali okkar
bér við Guðmund Hallvarðsson al-
þingismann og formann Sjómanna-
dagsráðs að brautryðjendaandi Sjó-
tnannasamtakanna í málefhum aldraðra
er jafn lifandi og sívakandi og hann
hefur verið frá upphafi .
»Segja má að flest þau ár sem liðin eru
frá því er bygging Hrafnistu í
Reykjavík hófst hafi verið mikil
framkvæmdaár hjá Sjómanndagsráði“
segir Guðmundur Hallvarðsson.
»Verður ekki annað sagt en svo sé enn,
því á síðast ári var hafist handa um að
reisa við Hrafnistu í Reykjavík
endurhæfmgarmiðstöð með sundlaug
1 samvinnu við Reykjavíkurborg.
Verkinu miðar vel áfram og við erum
að vonast til — svo fremi að fjárskort-
ur hamli ekki framkvæmdum — að
þeir fyrstu geti stungið sér til sunds á
Sjómannadaginn 1996. Við þessa
byggingu eru miklar vonir tengdar,
þar sem við erum sannfærðir um það
að líkt og gamall maður hérna orðaði
það að þetta verði „andleg og líkamleg
uppspretta heilsu og gleði fyrir gamla
fólkið.“
Endurhæfingarmiðstöðin mun ekki
aðeins þjóna Hrafnistu heldur líka
íbúum í Norðurbrún 1, þar sem
Reykjavíkurborg rekur heimili fyrir
aldraða, og hún mun þjóna
hjúkrunar- og umönnunarheimilinu
Skjóli. Ennfremur öðrum öldruðum
íbúum í nágrenninu. Frá heimilunum
þremur verða tengigangar við þjón-
ustumiðstöðina, svo fólk þurfi ekki að
fara út þegar veður eru misjöfn.
Blokkin við Kleppsveg vel á
veg komin
„Þá vil ég geta um að á lóð
Sjómannadagsráðs að Kleppsvegi 62
er nú verið að byggja 38 íbúða blokk.
Hún er mjög langt á veg komin og er
vonast til að fyrstu íbúarnir muni
flytja þar inn í nóvember eða desem-
ber á þessu ári. Ibúarnir þar munu
sjálfir eiga íbúðirnar en njóta þjónustu
heimilisins á Hrafnistu. Þannig er hér
verið að koma eftir megni til móts við
þær vonir að aldraðir geti dvalið sem
allra lengst í eigin íbúð.
Þá er komið að því að minnast á
endurbætur sem gerðar hafa verið á
Hrafnistu í Reykjavík og má þá fyrst
nefna eldhúsið. A því hafa nú verið
gerðar miklar lagfæringar og margt
Guðmundur Hallvarðsson: „Við munum
því efiir sem áður horfa fram á veginn og
hugleiða hvert stefhir í málefnum aldraðra. “
fært til nýtískulegasta forms, enda
eldum við hér mat handa á áttunda
hundrað manns eða þar um bil, því
við eldum einnig fyrir hjúkrunarheim-
ilið Skjól. Þá hafa umbætur verið
gerðar á þvottahúsinu, en megin-
hlutinn af óhreinum þvotti frá
Hrafnistu í Hafnarfirði er þveginn hér.
Á Hrafnistu í Hafnarfirði hefur mat-
salnum verið breytt, enda hafði hann
dregist nokkuð aftur úr og var ekki
lengur í samræmi við þau gæði í
þjónustu sem einkennir heimilið á
öllum öðrum sviðum. Hann hefur nú
tekið stórfelldum stakkaskiptum og
meðal annars er þar nú komið „kaffi-
teríu“-kerfi og salurinn í hvívetna
ríkulega búinn. Verður þess líka vart
að fólk situr nú lengur í salnum en var
og nýtur máltíðanna betur.
Þótt starfið sé svo umfangsmikið
höfum við orðið að taka mið af þeim
niðurskurði sem orðið hefur á fram-
lagi þess opinbera og hagræða eftir því
sem framast er unnt. Sem betur fer er
það starfsfólk sem við höfum á að
skipa alveg einstakt og hefur tekið
margháttaðri hagræðingu mjög vel og
af skilningi.
SJÖMANNADAGSBLAÐIÐ
9