Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 9

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 9
„Gera skal öldruðum kleift að dvelja sem lengst í eigin íbúð" Rætt við Guðmund Hallvarðsson formann Sjómannadagsráðs um framkvæmdir á vegum samtakanna og margháttuð framtíðaráform Það hefur lengi verið venja að Sjómannadagsblaðið inni formann Sjómannadagsráðs eftirþví sem efst er á baugi í starfi samtakanna hverju sinni. Þar hefur jafhan verið af nógu að taka °g svo er nú: Miklar framkvœmdir eru í gangi ogþóttþeim sé ekki öllum lokið er þegar farið að líta tilfleiri og enn stærri tnarkmiða. Verður Ijóst af viðtali okkar bér við Guðmund Hallvarðsson al- þingismann og formann Sjómanna- dagsráðs að brautryðjendaandi Sjó- tnannasamtakanna í málefhum aldraðra er jafn lifandi og sívakandi og hann hefur verið frá upphafi . »Segja má að flest þau ár sem liðin eru frá því er bygging Hrafnistu í Reykjavík hófst hafi verið mikil framkvæmdaár hjá Sjómanndagsráði“ segir Guðmundur Hallvarðsson. »Verður ekki annað sagt en svo sé enn, því á síðast ári var hafist handa um að reisa við Hrafnistu í Reykjavík endurhæfmgarmiðstöð með sundlaug 1 samvinnu við Reykjavíkurborg. Verkinu miðar vel áfram og við erum að vonast til — svo fremi að fjárskort- ur hamli ekki framkvæmdum — að þeir fyrstu geti stungið sér til sunds á Sjómannadaginn 1996. Við þessa byggingu eru miklar vonir tengdar, þar sem við erum sannfærðir um það að líkt og gamall maður hérna orðaði það að þetta verði „andleg og líkamleg uppspretta heilsu og gleði fyrir gamla fólkið.“ Endurhæfingarmiðstöðin mun ekki aðeins þjóna Hrafnistu heldur líka íbúum í Norðurbrún 1, þar sem Reykjavíkurborg rekur heimili fyrir aldraða, og hún mun þjóna hjúkrunar- og umönnunarheimilinu Skjóli. Ennfremur öðrum öldruðum íbúum í nágrenninu. Frá heimilunum þremur verða tengigangar við þjón- ustumiðstöðina, svo fólk þurfi ekki að fara út þegar veður eru misjöfn. Blokkin við Kleppsveg vel á veg komin „Þá vil ég geta um að á lóð Sjómannadagsráðs að Kleppsvegi 62 er nú verið að byggja 38 íbúða blokk. Hún er mjög langt á veg komin og er vonast til að fyrstu íbúarnir muni flytja þar inn í nóvember eða desem- ber á þessu ári. Ibúarnir þar munu sjálfir eiga íbúðirnar en njóta þjónustu heimilisins á Hrafnistu. Þannig er hér verið að koma eftir megni til móts við þær vonir að aldraðir geti dvalið sem allra lengst í eigin íbúð. Þá er komið að því að minnast á endurbætur sem gerðar hafa verið á Hrafnistu í Reykjavík og má þá fyrst nefna eldhúsið. A því hafa nú verið gerðar miklar lagfæringar og margt Guðmundur Hallvarðsson: „Við munum því efiir sem áður horfa fram á veginn og hugleiða hvert stefhir í málefnum aldraðra. “ fært til nýtískulegasta forms, enda eldum við hér mat handa á áttunda hundrað manns eða þar um bil, því við eldum einnig fyrir hjúkrunarheim- ilið Skjól. Þá hafa umbætur verið gerðar á þvottahúsinu, en megin- hlutinn af óhreinum þvotti frá Hrafnistu í Hafnarfirði er þveginn hér. Á Hrafnistu í Hafnarfirði hefur mat- salnum verið breytt, enda hafði hann dregist nokkuð aftur úr og var ekki lengur í samræmi við þau gæði í þjónustu sem einkennir heimilið á öllum öðrum sviðum. Hann hefur nú tekið stórfelldum stakkaskiptum og meðal annars er þar nú komið „kaffi- teríu“-kerfi og salurinn í hvívetna ríkulega búinn. Verður þess líka vart að fólk situr nú lengur í salnum en var og nýtur máltíðanna betur. Þótt starfið sé svo umfangsmikið höfum við orðið að taka mið af þeim niðurskurði sem orðið hefur á fram- lagi þess opinbera og hagræða eftir því sem framast er unnt. Sem betur fer er það starfsfólk sem við höfum á að skipa alveg einstakt og hefur tekið margháttaðri hagræðingu mjög vel og af skilningi. SJÖMANNADAGSBLAÐIÐ 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.