Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 24

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 24
skerða varð réttindi manna í sjóðnum á síðasta ári, sem veldur áhyggjum. Stéttarfélögin eru þó flest sæmilega stæð þótt þau fádæmi viðgangist að við hér hjá Sjómannafélagi Reykja- víkur höfum verið að borga út ámóta upphæðir úr sjúkrasjóði og til dæmis Dagsbrún, en erum að fá miklu minni upphæðir í kassann. Það á sér orsakir í því furðulega fyrirkomulagi að allar stéttir greiða um 1% af tekjum í sjúkrasjóð — nema fiskimenn. Fyrir þá er ekki greitt nema 0.40 % í sjóðinn af kauptryggingu sem er ekki nema 67-8 þúsund krónur. Á svipuðum grunni er greitt í orlofs- heimilasjóð okkar. Því erum við „hálf haltir“ að þessu leyti, þótt við höfum geta staðið sæmilega við bakið á okkar mönnum. En við gætum gert betur ef við hefðum sömu tekjustofna og tíðkast hjá öðrum stéttarfélögum. Þetta er vandi allra sjómannafélaga á landinu. Þannig borga mörg félög sjómanna úti um land mun minna í dagpeninga en við gerum - kannske helmingi minna. Aftur á móti greiða farmenn, gæslu- menn og aðrir 1% í sína sjóði eins og almennt gerist.“ Ólag á rétti sjómanna til atvinnuleysisbóta vegna búsetu „Þá búum við við það hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur að við erum nú með um 100 menn á atvinnuleysisskrá. Þar er að vísu ekki eingöngu um okkar menn að ræða, því þetta eru Reykjavíkingar sem verið hafa á skipum og bátum hér og þar úti á landsbyggðinnui. Því afgreiðum við þá eftir búsetu varðandi atvinnuleysis- bætur þótt þeir séu ekki félagsmenn okkar. Sá ljóti leikur hefur verið leikinn víða úti um land að menn fá ekki atvinnuleysisbætur nema þeir flytji á staðinn, en mikill fjöldi Reykvíkinga var á skipum úti um land þegar tekið var að frysta um borð. En þegar samdráttur varð voru þeir reknir heim og ég tel að þessi forgangsréttur sé ósanngjarn, því við erum allir Islendingar og eigum ekki að vera með slíka hreppapólitík. En hvað gerum við þegar við fáum menn beint utan af landi á atvinnu- leysisskrá? Við verðum að svara í sömu „Sjómannafélagið mun sýna að þrátt jýrir 80 ára aldur mun það reynast jafii biturt baráttuvopn fyrir stétt okkar og það œtíð hejur verið. “ (Ljósm. Sjómannadagsblaðið /Björn Pálsson) mynt og svona slagur finnst mér ekki ná nokkurri átt. Við höfum haft það að leiðarljósi, en ekki kröfu, að reykvískir sjómenn séu ráðnir á skipin. En þrátt fyrir það horfum við upp á fráleit dæmi eins og þau að á einn frystitogara héðan frá Reykjavík voru ráðnir tómir Súgfirðingar, því skip- stjórinn var Súgfirðingur! Slíkt er auðvitað alveg út í hött. Þetta er því harðara að sætta sig við þegar um er að ræða fyrirtæki eins og Granda sem bjargað var með skattpeningum Reykvíkinga þegar Isbjörninn var að fara á hausinn.“ Stéttarleg samstaða sjómanna er sterk „Hvað félagslífið hjá okkur í Sjómannafélagi Reykjavíkur varðar þá er það ekki svo líflegt sem við vildum. Því veldur að menn eru úti og suður vegna atvinnu sinnar og það gerir fundarsókn erfiða. Best er fundarsókn milli jóla og nýárs þegar flest skip eru inni, en einnig reynum við að rækta sambandið með því að skrifa mönnum og fara um borð í báta og skip og ræða við félaga okkar. Sem setur fer eru þeir að öðru leyti mjög virkir: Þeir koma hér mikið, einkum á morgnana og fá sér kaffi. Þá er margt rætt sem veldur því að við fylgjumst vel með hvað þeim er efst í huga. Þar kemur fram mjög góð stéttarleg samstaða innan raða okkar - og það sýnir sig best þegar til harðra vinnudeilna kemur. En við gerum það fyrir okkar fólk sem við megnum. Við eigum fimm sumarhús og er eitt í Húsafelli en fjögur að Hrauni í Grímsnesi. I því sambandi vil ég taka fram að við höfum átt ágætt samstarf við félaga okkar í Sjómannafélagi Eyjafjarðar varðandi ráðstöfun húsanna. Þeir eiga hús í Eyjafirðinum og höfum við iðulega skipt við þá á húsum. Þetta hefur komið báðum til góða. Með mér í stjórn eru nú Rafn Ólafs- son varaformaður og bátsmaður á Bjarna Sæmundssyni, Birgir Björg- vinsson gjaldkeri sem starfar hér á skrifstofunni, Guðmundur Hallvarðs- son alþingismaður ritari, Oddur Magnússon togarmaður, Kristinn Skúlason farmaður og þeir Magnús Jónsson og Gunnar Eiríksson sem báðir eru togaramenn og Skjöldur Þorgrímsson. Þá má ekki gleyma trúnaðarmanna- ráðinu sem skipað er 40 úrvals- mönnum. Þar eru farmenn, fiski- menn, gæslumenn og í sem skemmstu máli fulltrúar allra greina sjómennsku. Allt eru þetta traustir og reyndir menn og Sjómannafélagið mun sýna að þrátt fyrir 80 ára aldur mun það reynast jafn biturt baráttuvopn fyrir stétt okkar og það ætíð hefur verið.“ Atli Magnússon 24 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.